10.4.2016 | 21:51
"Enginn er betri..." Forspá og áhrínsorð?
Fyrir rúmu ári birtust þrjár stökur hér á síðunni um fjarveru Sigmundar Davíðs Gunnlaugssonar þegar þjóðarleiðtogar leiddust um eina af götu Parísar til að votta frönsku þjóðinni samúð og stuðning í kjölfar hryðjuverkanna þar.
Þar vantaði SDG í hópinn.
Gerðist þetta á því tímabili sem kvartað var ítrekað yfir fjarveru Sigmundar frá þingfundum, en nú nýlega virtist þetta hafa snúist við þegar Kári Stefánsson lýsti því að helsta óánægjan varðandi Sigmund varðaði það, sem hann kallaði "skort á fjarveru."
Já, vandlifað fyrir SDG.
Sú síðasta af þessum þremur vísum átti að vera eins konar spá fram í tímann með spurningarmerkjum, en sú spá hefur ræst miklu fyrr en vísnahöfundur bjóst við og varð því að eins konar áhrínsorðum.
Lykilsetningin í þessum vísum var nokkurs kjörorð, sem stuðningsmenn SDG gætu notað fyrir hann, en snerist í höndum þeirra upp í andhverfu sína.
Hér koma 1. og 3ja vísan.
Forystu Íslands féllust hendur.
Til Frakklands var þess vegna enginn sendur.
Héðan fór enginn yfir hafið
því enginn er betri en Sigmundur Davíð.
Við endalok valda hans enginn er skaðinn?
Og enginn mun þá koma í staðinn?
Þá verður ei utan af því skafið
að enginn er betri en Sigmundur Davíð.
Svo er að sjá að SDG telji sig eins konar Napóleon íslenskra stjórnmála, sem muni geta snúið vörn í sókn og stefnt bjartsýnn beint úr pólitískri feigðarför sinni til Bessastaða til glæsilegrar stjórnmálalegrar Waterloo-orrustu.
Ef Framsóknarmenn halda flokksþing er hugsanlegt að skást væri að hafa engan formann, heldur bara varaformann, og komast að þessari niðurstöðu undir kjörorðinu: Enginn er betri en Sigmunduru Davíð.
Vill flýta flokksþingi fyrir kosningar | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Athugasemdir
Sæll Ómar - sem og aðrir gestir, þínir !
Fyrir nú utan það: hveð þessi flokks ómynd, hefir verið fylgispök ræningja bælum ísl. yfirstéttarinnar / s.s. Banka Mafíunnar og Lífeyrissjóða drazlaranna og sukkaranna t.d., í gegnum tíðina, hefir hann það að einu sinna megin markmiða, að kjapt fylla landið, af Múhameðskum villimanna úrhrakslýð, til að gera sér fylgispakan - á sama tíma, og hann kappkostar að flæma landsmenn:: sem eiga sér hér uppruna, allar götur aftur til landnámstíma 7. - 9. alda, af landinu, síðuhafi góður.
Ekki bara: yngra fólkið / heldur allra kynslóða.
Það væri ekki úr vegi - að þú Ómar, sem fleirri frjálslyndir, færuð að vakna til vitundar, frekari skemmdarverka þessa 6flokks afmánar, sem nú hefir sæti sín, á hinu illa rotnandi alþingi samfélags eyðileggingarinnar !
Með beztu kveðjum: samt sem áður - af Suðurlandi /
Óskar Helgi Helgason (IP-tala skráð) 10.4.2016 kl. 22:39
Framsóknar nú sest er sól,
Simmi burtu genginn,
hann er frægur heims um ból,
hann er verri en enginn.
Þorsteinn Briem, 10.4.2016 kl. 23:24
Góður Steini Briem!
Haukur Kristinsson (IP-tala skráð) 11.4.2016 kl. 01:01
Þú hefur jafn mikinn áhuga á Sigmundi Ómar og hann á konunni sinni. Nú kemur upp úr kafinu að hún Katrín Jakobsdóttir ásamt félögum sínum í VG greiddi atkvæði gegn því að nöfn þeirra einstaklinga sem standa að baki kröfunum í slitabúin yrðu birt.
Elín Sigurðardóttir (IP-tala skráð) 11.4.2016 kl. 07:58
Það virðist vera á stefnuskrá VG og Samfylkingar að vilja vita sem allra minnst. Þetta er varhugaverð stefna og mjög einkennileg vægast sagt.
http://www.mbl.is/frettir/innlent/2016/04/11/thekkir_ekki_eignarhaldid/
Elín Sigurðardóttir (IP-tala skráð) 11.4.2016 kl. 08:34
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.