Sama krafan alls staðar: Gagnsæi.

Sama krafan birtist í umræðunni víða um lönd varðandi stjórnmálamenn og þjóðarleiðtoga: Upp á borðið með allt sem tengist aflandsfélögum.

Gagnsæi var ein af höfuðatriðum hjá Þjóðfundunum 2009-2010 og sú krafa var endurspegluð í frumvarpi stjórnlagaráðs.

Krafan er einkum mikilvæg varðandi stjórnmál og stjórnmálamenn og tengsl þeirra við viðskiptalífið.

Krafan um gagnsæi kom fyrst persónulega og óvænt inn á borð inn til mín 1975 á Kanaríeyjum þegar frekir Þjóðverjar sölsuðu undir sig sólstóla við hús, sem leigt var út fyrir ferðamenn og við Íslendingarnir sættum okkur ekki við það, hvernig Þjóðverjarnir vöknuðu fyrir allar aldir, fóru út til að breiða handklæði sín yfir stólana og fóru síðan inn til að leggja sig en krefjast þess jafnframt að einoka stólana allan daginn.

Í odda skarst og þá komu Þjóðverjarnir með þau rök að í raun og veru ætti þýskt fyrirtæki ætti.

Í hópi Íslendinganna voru hraustir sjómenn, sem fóru þá úr að ofan og buðu Þjóðverjunum að taka slaginn "að sjómannasið." Alveg tílbúnir að kenna sömu lexíu og kennd var 1939-1945.

Lögðu þeir þýsku þá niður rófuna, allir féllust í faðma og urðu perluvinir.  

Í nútíma þjóðfélagi vaknar maður í leiguhúsnæði sem ekki er víst hver á í raun og veru og notar hluti og kaupir varning allan daginn án þess að leiða hugann að eignarhaldi framleiðslufyrirtækisins eða verslunarfyrirtækisins.

Hvaða erlent fyrirtæki á til dæmis 49% hlut í því sjávarútvegsfyrirtæki, sem veiddi fiskinn sem maður kaupir í fiskbúðinni?

Ég sest á bak ítölsku reiðhjóli með rafhjálp, sem er framleitt í Kína fyrir Bandaríkjamarkað.

Ferðamálaráðherra gefur útlendingum íslenska lopapeysu, sem er framleidd í Kína.

Gagnsæi er krafa okkar tíma. 1% jarðarbúa á 99% auðæfanna. "Stjórnmál og viðskipti fela i sér banvæna blöndu" var lærdómur Hrunsins.  

"Hver á hvað og hvað er hvurs og hver er hvað? Hvernig eigum við að vita það?" var einu sinni sungið.


mbl.is Þekkir ekki eignarhaldið
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 identicon

Hver er ég?

Maniki (IP-tala skráð) 11.4.2016 kl. 12:01

2 Smámynd: Þorsteinn Briem

"Til­raun­ir kín­verska fjár­fest­is­ins Huangs Nu­bos til þess að kaupa jörðina fóru út um þúfur um árið og hef­ur jörðin verið aug­lýst til sölu á evr­ópska efna­hags­svæðinu."

Enginn stjórnmálaflokkur sem á sæti á Alþingi vill segja upp aðild Íslands að Evrópska efnahagssvæðinu.

Útlendingar geta eignast allar jarðir hér á Íslandi og helminginn af öllum aflakvóta íslenskra fiskiskipa strax í fyrramálið ef þeir nenna því.

Þorsteinn Briem, 11.4.2016 kl. 12:04

3 Smámynd: Þorsteinn Briem

"Aðilar, sem njóta réttar hér á landi samkvæmt reglum samningsins um Evrópska efnahagssvæðið (EES) eða stofnsamnings Fríverslunarsamtaka Evrópu (EFTA) um frjálsa för fólks, staðfesturétt, þjónustustarfsemi eða fjármagnsflutninga, geta öðlast heimild yfir fasteign hér á landi án leyfis dómsmálaráðherra, enda þótt þeir uppfylli ekki skilyrði 1. mgr. 1. gr. laga um eignarrétt og afnotarétt fasteigna."

Reglugerð um rétt útlendinga, sem falla undir samninginn um Evrópska efnahagssvæðið eða stofnsamning Fríverslunarsamtaka Evrópu, til að öðlast eignarrétt eða afnotarétt yfir fasteignum, nr. 702/2002

Á Evrópska efnahagssvæðinu eru Evrópusambandsríkin, Ísland, Noregur og Liechtenstein og í EFTA eru Ísland, Noregur, Sviss og Liechtenstein.

"Fasteign merkir í lögum þessum afmarkaðan hluta lands ásamt lífrænum og ólífrænum hlutum þess, réttindum sem því fylgja og þeim mannvirkjum sem varanlega er við landið skeytt."

Jarðalög nr. 81/2004

Þorsteinn Briem, 11.4.2016 kl. 12:05

4 Smámynd: Þorsteinn Briem

Útlendingar, til að mynda Kínverjar, geta nú þegar átt helminginn af öllum aflakvóta íslenskra fiskiskipa en útlendingar hafa mjög lítið fjárfest í íslenskum sjávarútvegsfyrirtækjum.

23.11.2010:


"Friðrik J. Arngrímsson, [nú fyrrverandi] framkvæmdastjóri Landssambands íslenskra útvegsmanna (LÍÚ) segir að lögin hafi alltaf verið skýr varðandi erlent eignarhald í sjávarútvegi.

"Erlendir aðilar mega eiga allt að 49,99% óbeint, þó ekki ráðandi hlut, og svona hafa lögin verið lengi," segir Friðrik."

"Nefnd um erlenda fjárfestingu hefur að undanförnu fjallað um málefni sjávarútvegsfyrirtækisins Storms Seafood sem er að hluta til í eigu kínversks fyrirtækis, Nautilius Fisheries.

Eignarhlutur Kínverjanna er
um 44%, beint og óbeint.

Og niðurstaða nefndarinnar er að það sé löglegt."

Þorsteinn Briem, 11.4.2016 kl. 12:06

5 identicon

Mikið rosalega er Jónas Kristjánsson ómerkilegt eintak af spunatrúði.  Hann rembist við að horfa framhjá Ólafi Elíassyni en talar þess í stað um Frosta Sigurjónsson.  Ekki orð um Katrínu Jakobsdóttur og tvöfeldni hennar og flokkanna tveggja, Samfylkingar og VG.  Vinstri mennska gengur út á sérhygli og róg.  Við skulum hafa hugfast hvar Jónas byrjaði sinn feril.  Hann ætti að læra að skammast sín á gamals aldri.  Það er aldrei of seint.  

http://www.jonas.is/dansinn-a-favitahaelinu/

Elín Sigurðardóttir (IP-tala skráð) 11.4.2016 kl. 12:13

6 identicon

Þessi Elín er orðin kvenkyns útgáfa af Hilmari. Virkilega "annoying."

Haukur Kristinsson (IP-tala skráð) 11.4.2016 kl. 13:48

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband