Bragð er að þá barnið finnur.

Sigurður Ingi Jóhannsson er sprottinn úr öðru umhverfi en efnamennirnir tveir sem voru oddvitar ríkisstjórnarinnar og teljast það jafnvel enn ef marka má þá hefð, að formenn stjórnaflokka teljist vera í því hlutverki.

Það er því eðlilegt að hinn nýi forsætisráðherra verði undrandi þegar hann svipast um í þeirri veröld sem hefur verið að opnast undanfarna viku.

Það hefur vakið heimsathygli hvað hlutdeild hins örlitla Íslands er mikil í eign aflandsfélaga.

Ef rétt er sem hermt er að Svíar, sem eru 30 sinnum fleiri en Íslendingar, eigi færri aflandsfélög en frændþjóðin litla úti í Atlantshafinu, hlýtur það að verða undrunarefni.

Það er svo sem ekki í fyrsta sinn sem undrun af þessu tagi kviknar.

Þegar ný gerð Toyta Landcruiser kom á markað 2007 seldust þessir dýru lúxusjeppar best hvað stykkjatal snerti, í tveimur löndum: Rússlandi og Íslandi.

En Rússar eru 500 sinnum fjölmennari þjóð en Íslendingar.


mbl.is Sigurður Ingi: Innsýn í undarlega veröld
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Þorsteinn Briem

Bragð var að þá barnið fann,
bóndinn Sigurður Ingi,
Framsóknar loks Finn fann hann,
í fjósi sem á þingi.

Þorsteinn Briem, 11.4.2016 kl. 16:11

2 Smámynd: Ómar Ragnarsson

Góður!

Ómar Ragnarsson, 11.4.2016 kl. 22:00

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband