Fulltrúi 21. aldarinnar með skýra sýn.

21. öldin mun verða ekki síður byltingarkennd en sú 20. því að óhjákvæmilegt er að hið stóra verkefni þjóða heims verður að hverfa frá rányrkju, blekkingum, leyndarhyggju, auðræði, misrétti og ófrelsi til sjálfbærrar þróunar, gagnsæsis, upplýsingabyltingar, frelsis, jafnréttis og mannréttinda. 

Á slíkri öld þarf að hafa skýra og nýja sýn á stóru málin.

 

Andri Snær Magnason birti slíka sýn fyrir Íslands hönd, byggða á þremur undirstöðum, þegar hann kynnti forsetaframboð sitt í dag.

Hann dreymir um stóran þjóðgarð á miðhálendi Ísland, nýja stjórnarskrá og eflingu menningar og tungu, allt eins og talað út úr mínu hjarta, enda hef ég áður tekið undir með aðdáendum skáldsins Snorra Hjartarsonar og ljóðs hans, "Land, þjóð og tunga." 


mbl.is Skipti sér ekki af daglegri pólitík
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 identicon

Það er gott að stráksi skuli hafa hobby. Er hann kominn með gælunafn eins og "Friður 2000"?

Jós.T. (IP-tala skráð) 11.4.2016 kl. 23:45

2 Smámynd: Þorsteinn Briem

Andri Snær Magnason er ekki fáráðlingur sem ekki þorir að segja sínar skoðanir undir eigin nafni og kennitölu.

Þorsteinn Briem, 12.4.2016 kl. 00:02

3 identicon

Að koma fram undir fullu nafni og kennitölu er greinilega ekki ávísun á vit.

Jós.T. (IP-tala skráð) 12.4.2016 kl. 00:24

4 Smámynd: Þorsteinn Briem

Ekki þorir þú enn að segja hér skoðanir þínar undir þínu fulla nafni og kennitölu, "Jós.T."

Þorsteinn Briem, 12.4.2016 kl. 00:38

5 identicon

Enda ætlast eigandi síðunnar ekki til þess og þér kemur það ekkert við. Ekki ávarpaði ég þig að fyrra bragði og væri sáttur við að þú létir af því að ávarpa mig.

Jós.T. (IP-tala skráð) 12.4.2016 kl. 01:14

6 Smámynd: Þorsteinn Briem

Ávarpa þig hvern, "Jós.T."?

Þorsteinn Briem, 12.4.2016 kl. 01:18

7 identicon

hvernig á að koma þessum þjóðgarði við ef landeigendur eru á móti honum senilega aukatriði hjá andra snæ.

um nýja  stjórnarskrá mikið af henni á heima í almenum lögum, ef þarf að breita stjórarskrá er það flókið mál. til eru langar og flóknar stjórnarskrá sem eingin virðist taka eftir t.d. sú rúsnesska. se ef farið eftir innihaldi væri hún hið fullkomna stjórnarskrá. sú bandaríska er víst nokkuð stutt, en það er farið eftir henni. svo í raun siptir ekki öllu máli hvernig stjórnarskráin er það skiptir máli að fara eftir henni. er ekki spentur fyrir þeiri nýju sé eingan tilgáng með henni gerir túlkunina bara flóknari 

kristinn geir steindórsson briem (IP-tala skráð) 12.4.2016 kl. 04:51

8 identicon

Mér finnst Andri Snær vera fulltrúi haftatímans á sínum listamannalaunum þegar stjórnvöld þurftu málpípur til að deila og drottna.  Borgaralaun eru jafnræði, listamannalaun ekki.

Elín Sigurðardóttir (IP-tala skráð) 12.4.2016 kl. 07:54

9 identicon

Andri Snær er sannkallað skúffuskáld.  

http://www.visir.is/daeldi-ut-skuffufe-a-sidasta-degi-sinum/article/2016160419783

Elín Sigurðardóttir (IP-tala skráð) 12.4.2016 kl. 08:19

10 identicon

Og ekkert þessara mála er á forræði forseta. Hefði hann einhvern raunverulegann áhuga þá veldi hann annað embætti en forseta til að vinna að framgangi þeirra.

Hábeinn (IP-tala skráð) 12.4.2016 kl. 08:36

11 identicon

Föðurland vort hálft er hafið,
helgað þúsund feðra dáð.
Þangað lífsbjörg þjóðin sótti,
þar mun verða stríðið háð.
Yfir logn og banabylgju
bjarmi skín af Drottins náð.
Föðurland vort hálft er hafið,
hetjulífi' og dauða skráð.

Jón Magnússon.

Elín Sigurðardóttir (IP-tala skráð) 12.4.2016 kl. 09:25

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband