Að vilja ekki heyra eða skilja sannleikann, það er spurningin.

Formaður Framsóknarflokksins virðist áfram ætla að "heyra eða skilja" sannleikann allt öðruvísi en flestir aðrir.

Hann skilur ekki af hverju hann nýtur ekki lengur trausts meðal þeirra flokksmanna hans, sem vilja flýta flokksþingi og gera málin upp þar.

Hann skilur ekki af hverju einn þingmanna hans var gráti nær yfir því að hann ætlaði að spila sóló upp á eigin spýtur með því að þvinga forseta Íslands til að gefa heimild til að senda allan þingflokkinn heim í þingrofi án þess að hafa um það hið minnsta samráð.

Hann skilur ekki að málið snúi fyrst og fremst um aumkunarverðar tilraunir hans til að ljúga í sjónvarpsviðtali um mál, sem útilokað var annað en hann hefði fulla vitneskju um.

Hann skilur ekki að vanhæfi er dæmt í upphafi þess ástands, sem gerir nauðsynlegt að skoða slíkt í stað þess að athuga eftir á, hvort aðstaða beggja vegna borðsins hafi haft áhrif á niðurstöðuna.

Atburðarásin sem sá annars ágæti drengur Sigmundur Davíð Gunnlaugsson upplifði í falli sinu frá valdamesta embætti þjóðarinnar niður í duftið, var raunar svo óvenjuleg og svakaleg, að honum er vorkunn að hafa fipast jafn alvarlega í gegnum hana alla og heimurinn hefur horft upp á.

Lýsing fyrrum formanns Framsóknarflokksins á ferli SDG er átakanleg, því að sá ferill er varðaður þeirri firringu sem getur fengið jafnvel bestu menn til að "vilja ekki heyra eða skilja sannleikann, hinn bitra sannleika.


mbl.is Vilji ekki heyra „sannleikann“
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 identicon

Þú hefur löngum átt létt með að hantera sannleikann að hætti hússins Ómar minn smile

Hilmar Hafsteinsson (IP-tala skráð) 12.4.2016 kl. 08:34

2 Smámynd: Ragna Birgisdóttir

Siðblinda heitir þessi veiki sem fyrrum forsætis er haldinn ásamt ótrúlega mörgum þegnum þessa lands.

Ragna Birgisdóttir, 12.4.2016 kl. 08:38

3 identicon

http://www.mbl.is/smartland/pistlar/brynjabragadottir/1780014/

Hábeinn (IP-tala skráð) 12.4.2016 kl. 09:07

4 identicon

Mér finnst þú fara mjúkum höndum um fyrrverandi forsætisráðherra SDG. Hann gerði ekki bara "aumkunarverðar tilraunir" til að ljúga í viðtalinu fræga.  Hann laug einfaldlega og það oftar en einu sinni eins og  Kastljósviðtalið sýndi. Engin furða að hann skyldi grípa til fótanna.

Ég vorkenni þessum fyrrverandi forsætisráðherra okkar ekki baun nema kannski fyrir það að hafa ekki haft dómgreind til að halda sig fjarri störfum sem hann greinilega veldur ekki.

Agla (IP-tala skráð) 12.4.2016 kl. 11:10

5 Smámynd: Þorsteinn Briem

"Eiríkur Elís Þorláksson lektor við lagadeild Háskólans í Reykjavík segir það ekki breyta neinu varðandi meint vanhæfi þó ráðherrann hafi unnið gegn hagsmunum konu sinnar."

"Þá skipti það heldur ekki máli að umræddar eignir séu séreign eiginkonunnar, vanhæfið, sé það til staðar, sé hið sama, enda sé hún það tengd honum að vanhæfisreglur eigi við um hann sem ráðherra."

"Eiríkur Elís segir að umræðan um málið hvað varði vanhæfið hafi verið á verulegum villigötum.

Þannig hafi aðstæður verið bornar saman við það að allir alþingismenn hefðu þá verið vanhæfir í sumum málum tengdum hruninu, til dæmis þegar ákveðið var að gera innistæður í bönkum að forgangskröfum.

Þessu sé gjörólíku saman að jafna við mál forsætisráðherra. Hæfisreglur varðandi alþingismenn séu af allt öðrum toga.

Þannig verði alþingismenn aðeins vanhæfir í málum þar sem um er að ræða fjárveitingar til þeirra sjálfra."

"Eiríkur Elís bendir á að forsætisráðherra væri því ekki vanhæfur til að fjalla um málið sem alþingismaður.

Hins vegar hafi hann gert það sem forsætisráðherra og þar gildi hæfisreglur stjórnsýslunnar sem séu miklu strangari en hæfisreglur alþingismanna og svipi hæfisreglum sem gildi um ráðherra raunar til hæfisreglna dómara."

"Samkvæmt upplýsingum frá embætti ríkisskattstjóra eru hjón samsköttuð óháð því hvort annað hjónanna á eignir en hitt ekki. Þau séu sameiginlega ábyrg gagnvart skattayfirvöldum."

Hæfi ræðst ekki af vinnu gegn kröfuhöfum - Eiríkur Elís Þorláksson lektor við lagadeild Háskólans í Reykjavík

Steini Briem, 2.4.2016

Þorsteinn Briem, 12.4.2016 kl. 12:58

9 Smámynd: Þorsteinn Briem

31.3.2016:

"Þorsteinn Pálsson fyrrverandi formaður Sjálfstæðisflokksins og forsætisráðherra segir að eftir að upplýst var um aflandsfélög tengd ráðherrum séu engar siðferðilegar stoðir lengur fyrir þeirri pólitísku stefnu ríkisstjórnarinnar að sumir geti staðið fyrir utan krónuhagkerfið en aðrir ekki."

"Því hefur verið haldið fram að það sé nauðsynlegt að hafa krónu vegna útflutningsfyrirtækjanna.

Útflutningsfyrirtækin hafa hins vegar fyrir löngu yfirgefið krónuna. Þau starfa fyrir utan krónuhagkerfið þannig að þau rök eiga nú ekki vel við.

Þegar gengi krónunnar hrynur rýrna eignir launafólks en eignir þeirra sem geyma sín verðmæti í erlendri mynt hækka í verði.

Það er þetta óréttlæti sem ég held að hafi blasað við um nokkurn tíma en verður miklu augljósara eftir þessa atburði."

Þorsteinn Pálsson fyrrverandi formaður Sjálfstæðisflokksins - Engar siðferðilegar stoðir fyrir stefnu ríkisstjórnarinnar

Þorsteinn Briem, 12.4.2016 kl. 13:19

10 Smámynd: Ásthildur Cesil Þórðardóttir

 Ragna það er reyndar búið að afsanna að hann sé siðblindur, vegna þess að siðblindur maður lýgur án þess að hugsa sig um, SDG sást fara í panik.  Reyndar eru allir í kring um hann sömu flónin, og eru enn að reyna að verja þessa uppákomu.  Svo set ég alvarlega spurning við nýju stjórnina.  Núverandi forsætisráðherra sagðist hafa athugað málið og komist að því að EES samningurinn kæmi í veg fyrir að hægt væri að setja lög um aflandseyjar, það þurfti opinbera stofnun til að leiðrétta þá vitleysu.  Nýji utanríkisráðherrann fór strax í að skoða hvort einhver skaði hafi hlotist af umfjölluninni og fullyrti að ekkert bæri á því, en annað segir fólk sem er erlendis og verður fyrir endalausum háðsglósum og hlátri.  Veit ekki en heldur þetta fólk virkilega að það sé bara hægt að segja eitthvað út í loftið og allir trúi þeim af því að þau eru sest í hásæti?

Ásthildur Cesil Þórðardóttir, 12.4.2016 kl. 13:48

11 Smámynd: Ragna Birgisdóttir

Hannes Hólmsteinn er farinn að verja gjörningana og það ætti að nægja til að sjá vitleysisganginn í forsætis og hjörð.cool

Ragna Birgisdóttir, 12.4.2016 kl. 13:53

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband