12.4.2016 | 19:57
Aftur fyrir upphaf RUV ?
Skoðana- og tjáningarfrelsi er hið fyrsta af fjórum tegundum frelsis, sem Roosevelt Bandaríkjaforseti setti fram í frægri ræðu í janúar 1941.
Frá upphafi starfsemi Ríkisútvarpsins voru ekki beinar hömlur á almennu skoðana- og tjáningarfrelsi þeirra sem þar störfuðu.
Fréttastjórarnir sáu um að brýna fréttamenn til faglegra og vandaðra, óhlutdrægra vinnubragða.
Dagskrárgerðarmönnum var treyst fyrir því að láta skoðanir sínar ekki hafa áhrif á það hvernig þeir unnu að dagskrá sinni á þann hátt að fyllstu óhlutdrægni væri gætt og ekki minnist ég annars en að þeir hafi staðið við það.
Sem dæmi má nefna að Jón Múli Árnason var áberandi í hópi mótmælenda gegn inngöngu í NATO á Austurvelli 30. mars og varð að svara fyrir það fyrir dómi, en sem betur fór vann hann allt sitt mikla starf sem fréttaþulur, fréttamaður á ÓL í London 1948, og áratuga dagskrárgerð um tónlist.
Ef marka má það, sem frést hefur um nýjar siðareglur starfsfólks RÚV, en maður hefur ekki fengið að sjá, virðist að einhverju leyti eiga að fara aftur fyrir 1930 í banni við því að frétta- og dagskrárgerðarfólk sé á ferli á samfélagsmiðlum.
Ég áttaði mig ekki á því persónulega hvað skoðana- og tjáningarfrelsi er mikilvægt fyrr en 21. september 2006 þegar ég steig fram og söðlaði um frá því að vera einhliða í harðri sjálfsritskoðun að öllu leyti yfir í það að gerast aðgerðasinni.
Daginn eftir leið um mig svo sterk léttis- og frelsistilfinning, að ég varð undrandi, skildi loks til fulls gildi þess frelsis, sem hafði verið efst á lista hjá Roosevelt.
Í fyrsta sinn í áratugi gat ég látið sjá mig hjá hvaða fólki sem ég vildi, talað við hvaða fólk sem ég vildi um hvað sem´ég vildi og látið skoðanir mínar í ljós, ef ég kaus það.
Það er erfitt að trúa því að leggja eigi jafn miklar hömlur starfsfólk Ríkisútvarpsins og IMMI leggst gegn.
Leggjast gegn siðareglum RÚV | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Athugasemdir
Er þetta semsagt það frelsi einstaklingsins til orða og athafna,sá sýnileiki og frjálsræði sem hægri menn hamra stanslaust á? Er þetta ekki akkúrat það sem tíðkaðist í fasistaríkjum sögunnar? Þetta er skrítið líf.
Ragna Birgisdóttir, 12.4.2016 kl. 20:01
Gott að fá álit þitt, Ómar, á þessu máli. Veistu hvernig svona málum er háttað erlendis? Er BBC og álíka stofnanir með siðareglur sem takmarka skoðana- og tjáningarfrelsi starfsmanna?
Wilhelm Emilsson, 12.4.2016 kl. 20:08
Ríkisútvarpið er rotin stofnun undir stjórn vinstrimanna og í þágu vinstriflokkanna. Skítt með siðareglur og önnur formsatriði, það á að reka hvern einasta starfsmann og leggja draslið niður.
Það er niðurlægjandi að horfa upp á fasíska ofbeldistilburði stofnunar, sem hefur það eitt að markmiði, að mannorðsmyrða pólitíska andstæðinga, niðurlægjandi í þjóðfélagi sem kallar sig vestrænt lýðræðisþjóðfélag.
Burt með draslið!
Hilmar (IP-tala skráð) 12.4.2016 kl. 20:50
BBC News and Current affairs staff, BBC correspondents on non-staff contracts and freelances known primarily as presenters or reporters on BBC news and current affairs programmes, must remain impartial when speaking publicly or taking part in similar events, such as a public discussion or debate. They must not promote any political party, campaigning organisation or lobby group. They should not chair conferences which are a promotional exercise for a commercial company, that supports any political parties, or is one-sided on a matter of public policy, political or industrial controversy or any other 'controversial subject'.
Þorvaldur S (IP-tala skráð) 12.4.2016 kl. 20:53
Ennþá ertu að vitna í tíma þegar fjölmiðlar gátu matreitt upplýsingar ofan í fólk. Við búum ekki við þessar aðstæður lengur.
Elín Sigurðardóttir (IP-tala skráð) 12.4.2016 kl. 20:59
Í fullu starfi við að skrá skoðanir starfsmanna Reykjavíkurborgar
http://reykjavik.is/skrifstofaogsvid/starfsfolk-mannrettindaskrifstofu
Nótt (IP-tala skráð) 12.4.2016 kl. 21:01
Takk kærlega, Þorvaldur S, fyrir upplýsingarnar. Þetta setur hlutina í samhengi, ekki satt?
Wilhelm Emilsson, 12.4.2016 kl. 21:07
Ef ég man rétt þá lét Páll Bergþórsson einhver orð falla um Margaret Thatcher þegar hann var að spá í veðurkortin í sjónvarpinu fyrir mörgum árum.
Hörður Þormar (IP-tala skráð) 12.4.2016 kl. 21:16
Hví skyldu fréttamenn viðra póitíska sýn sína í frétta tímum í stað þess að greina hlutdrægt frá?
Við erum mörg orðin langþreytt á hlutdrægni RÚV.
Heimir Lárusson Fjeldsted, 12.4.2016 kl. 21:41
Nú skil ég ekki alveg Ómar. Varst þú semsagt á þessum tímapunkti haldinn eftirsjá að hafa ekki sem fréttamaður viðrað meira persónulegar skoðanir þínar og sjónarmið í umdeildum málum ? (á öðrum vettvangi en Rúv, hugsanlega) .
Ég hef dáðst að hve þú vannst fagmannlega sjónvarpsfréttir og á stundum umdeildar fréttir (virkjanamál t.d) . Minnist ekki að hafi hallað stórt á plús eða mínus hlið, áður en þú fórst á eftirlaun. Sérstaklega í ljósi sterkra skoðana þinna sem þú hefur fullan rétt á.
Spurning hins vegar hvort þú hefðir fengið fyrrgreind verkefni með háværa (eða dempaða) andspyrnurödd á þeim tíma.
P.Valdimar Guðjónsson, 12.4.2016 kl. 21:43
Hefur þú kynnt þér siðareglur danska sjónvarpsins Ómar Ragnarsson? Gerðu það endilega.
Það virðist líka almenn ánægja með þessar siðareglur. Nema hjá elítunni í sama klassa og Helgi Seljan. Sem varð uppvís að því að ljúga tvisvar upp á skrifstofustjóra Alþingis - í Cashljósi og Kastljósi. Merkilegt hvað lítið er fjallað um það. Hentisannleikurinn er orðinn ansi áberandi.
Sigrún Guðmundsdóttir (IP-tala skráð) 12.4.2016 kl. 21:50
"73. gr. Allir eru frjálsir skoðana sinna og sannfæringar.
Hver maður á rétt á að láta í ljós hugsanir sínar en ábyrgjast verður hann þær fyrir dómi. Ritskoðun og aðrar sambærilegar tálmanir á tjáningarfrelsi má aldrei í lög leiða.
Tjáningarfrelsi má aðeins setja skorður með lögum í þágu allsherjarreglu eða öryggis ríkisins, til verndar heilsu eða siðgæði manna eða vegna réttinda eða mannorðs annarra, enda teljist þær nauðsynlegar og samrýmist lýðræðishefðum."
Stjórnarskrá Íslands
Þorsteinn Briem, 12.4.2016 kl. 23:09
"Það ber að viðurkenna að hver maður sé jafnborinn til virðingar og réttinda, er eigi verði af honum tekin, og er þetta undirstaða frelsis, réttlætis og friðar í heiminum."
"Mannréttindi á að verja með lögum."
"Þannig hefst inngangur Mannréttindayfirlýsingar Sameinuðu þjóðanna sem samþykkt var 10. desember 1948 [til að mynda af íslenska ríkinu]."
Mannréttindayfirlýsing Sameinuðu þjóðanna
Þorsteinn Briem, 12.4.2016 kl. 23:11
"65. gr. Allir skulu vera jafnir fyrir lögum og njóta mannréttinda án tillits til kynferðis, trúarbragða, skoðana, þjóðernisuppruna, kynþáttar, litarháttar, efnahags, ætternis og stöðu að öðru leyti. ..."
Stjórnarskrá Íslands
Þorsteinn Briem, 12.4.2016 kl. 23:12
"65. gr. Allir skulu vera jafnir fyrir lögum og njóta mannréttinda án tillits til kynferðis, trúarbragða, skoðana, þjóðernisuppruna, kynþáttar, litarháttar, efnahags, ætternis og stöðu að öðru leyti. ..."
Stjórnarskrá Íslands
Þorsteinn Briem, 12.4.2016 kl. 23:13
""Það ber að viðurkenna að hver maður sé jafnborinn til virðingar og réttinda, er eigi verði af honum tekin, og er þetta undirstaða frelsis, réttlætis og friðar í heiminum.
Hafi mannréttindi verið fyrir borð borin og lítilsvirt, hefur slíkt í för með sér siðlausar athafnir, er ofboðið hafa samvisku mannkynsins, enda hefur því verið yfir lýst, að æðsta markmið almennings um heim allan sé að skapa veröld, þar sem menn fái notið málfrelsis, trúfrelsis og óttaleysis um einkalíf og afkomu.
Mannréttindi á að vernda með lögum. Að öðrum kosti hljóta menn að grípa til þess örþrifaráðs að rísa upp gegn kúgun og ofbeldi."
Þannig hefst inngangur Mannréttindayfirlýsingar Sameinuðu þjóðanna sem samþykkt var hinn 10. desember 1948.
Með henni var lagður grundvöllur að uppbyggingu hins alþjóðlega mannréttindakerfis og hún hefur með árunum orðið viðurkennt leiðarljós þeirra sem vinna að eflingu og virðingu mannréttinda og þeirra sem mannréttindi eru brotin á um heim allan."
Mannréttindahugtakið - Mannréttindaskrifstofa Íslands
Þorsteinn Briem, 12.4.2016 kl. 23:23
Helgi Seljan, kosningastjóri Samfylkingarinnar, og fréttamaður, tók ákvörðun um það, ásamt félögum sínum á Ríkisútvarpinu, að 'taka niður' forsætisráðherrann. Ekki í fyrsta skipti sem þessi lýður gerir pólitískar árásir úr miljarðabatteríi, sem á að vera sameign þjóðarinnar, en er miskunarlaust misnotuð af pólitískum vinstriloddurum.
Í hvaða siðmenntaða ríki myndi svona viðbjóður viðgangast?
Hilmar (IP-tala skráð) 12.4.2016 kl. 23:26
Annað dæmi, gyðingahatarinn og fasistinn Sema Erla Serdar er í framboði til varaformanns Samfylkingarinnar. Hún fær umfjöllum sem er miljóna virði, ef ekki tugmiljóna, á besta útsendingartíma til að boða fagnaðaerindi gyðingahatara, fasista og Samfylkingar.
Í siðmenntuðu ríki væri hafin opinber rannsókn á þessari misnotkun á almannaeigum.
Hilmar (IP-tala skráð) 12.4.2016 kl. 23:29
Hins vegar:
"234. gr. Hver, sem meiðir æru annars manns með móðgun í orðum eða athöfnum, og hver, sem ber slíkt út, skal sæta sektum eða fangelsi allt að 1 ári.
235. gr. Ef maður dróttar að öðrum manni einhverju því, sem verða myndi virðingu hans til hnekkis, eða ber slíka aðdróttun út, þá varðar það sektum eða fangelsi allt að 1 ári.
236. gr. Sé ærumeiðandi aðdróttun höfð í frammi eða borin út gegn betri vitund, þá varðar það fangelsi allt að 2 árum.
Sé aðdróttun birt eða borin út opinberlega, enda þótt sakaráberi hafi ekki haft sennilega ástæðu til að halda hana rétta, þá varðar það sektum eða fangelsi allt að 2 árum.
237. gr. Ef maður bregður manni brigslum án nokkurs tilefnis, þá varðar það sektum, þótt hann segi satt.“
Almenn hegningarlög nr. 19/1940
Þorsteinn Briem, 12.4.2016 kl. 23:32
Engar reglur virðast lengur vera um ráðningu starfsmanna Ríkisútvarpsins. Þar komast menn upp með að ráða vini og kunningja, og drykkjfélaga af börum 101 Reykjavík.
Og þegar gerð er krafa um sparnað í rekstri, þá uppheft áróður hjá skilvirkri áróðurssveit Ríkisútvarpsins, sem felur í sér árásir á kjörna fulltrúa þjóðarinnar og endar með dramtískum tilkynningum um stórfelldar uppsagnir starfsmanna.
Það fylgir hinsvegar ekki sögunni, að vildarvinirnir sem sagt er upp, eru allir ráðnir aftur, á betri kjörum, sem verktakar. Auðvitað verður enginn sparnaður, og eftir árið, þegar tapreksturinn er tilkynntur, hefst sama bíóið aftur.
Vinstrimenn eru á beit í Efstaleitinu, glæpagengi sem er eftirlitslaust, sem bregst við af offorsi, áróðri og andlegu ofbeldi, ef einhver dirfist að malda í móinn.
Hilmar (IP-tala skráð) 12.4.2016 kl. 23:36
Steini, og hver er niðurstaðan að þínu mati?
Wilhelm Emilsson, 12.4.2016 kl. 23:37
Það er mikill misskilningur hjá Sjálfstæðisflokknum og Framsóknarflokknum ef þeir halda að þeir geti framið mannréttindabrot og stjórnarskrárbrot eins og þeim sýnist hverju sinni.
Þorsteinn Briem, 12.4.2016 kl. 23:37
Hvernig værir að þú kæmir fram undir nafni, Hilmar?
Wilhelm Emilsson, 12.4.2016 kl. 23:38
"73. gr. Allir eru frjálsir skoðana sinna og sannfæringar.
Hver maður á rétt á að láta í ljós hugsanir sínar en ábyrgjast verður hann þær fyrir dómi. Ritskoðun og aðrar sambærilegar tálmanir á tjáningarfrelsi má aldrei í lög leiða."
Stjórnarskrá Íslands
Þorsteinn Briem, 12.4.2016 kl. 23:39
En þetta er ekki nóg, glæpagengið á Ríkisútvarpinu réðst með ótrúlegri ósvífni á forsætisráðherra, sem engu hefur stolið, en lætur gjaldkera Samfylkingarinnar í friði, þó að hann eigi huldufélög um allar koppagrundir, og hefur ekki lagt fram neina pappíra um sín mál.
Það verður að athugast, að þessi gjaldkeri Samfylkingarinnar var EFNAHAGSLEGUR RÁÐGJAFI ríkistjórnar vinstrimanna.
Hvar í hinum siðmenntaða heimi myndi ríkisútvarp þegja um slíkt?
Hilmar (IP-tala skráð) 12.4.2016 kl. 23:40
Ég er undir nafni, Wilhelm, ég heiti Hilmar.
Ég þykist hinsvegar vita, að það sé ekki ættfræðin sem rekur þig áfram.
Hilmar (IP-tala skráð) 12.4.2016 kl. 23:43
Að þessu sinni er ég að sinna öðru en því vonlausa verkefni að eyða athugasemdum, sem launsátursmaðurinn Hilmaar notar til að lýsa þeim sem hann hefur óbeit á, samanber orð á borð við "glæpalýður", "gyðingahatari" og "fasisti."
Hann notar þessi orð um konu sem gegnir fullu nafni og ber á móti því að í þeim felist hatursumræða.
Ómar Ragnarsson, 12.4.2016 kl. 23:59
Já já Ómnar minn, þessi kona undir fullu nafni á rosalega bágt.
En hvað segir þú um fórnarlömb hennar, sem fá ekki að svara fyrir sig, þessi sem hún kallar morðingja, nasista, fasista o.sv.frv.
Er sósíalíska meðvirknin alveg að drepa þig, eða ertu bara nokkuð sammála henni í hatrinu?
Hilmar (IP-tala skráð) 13.4.2016 kl. 00:06
Og ef þú ert að tjá þig um þessa sameiginlegu stofnun landsmanna, sem rekin er fyrir skattfé okkar, ertu ekki tilbúinn að greina frá fjárhagslegum tengslum þínum, þinna barna og annarra ættingja við téða ríkisstofnun?
Finnst þér kannski eðlilegt að þyggja, t.d. laun og verktakagreiðslur, frá téðri stofnun, og ráðast síðan á heift á þá sem dirfast að gagnrýna mjólkurkúna?
Hilmar (IP-tala skráð) 13.4.2016 kl. 00:09
"Helgi Seljan, einn umsjónarmanna Kastljós, segir að enginn hafi bannað starfsmönnum Ríkisútvarpsins að vera á Facebook, Twitter eða öðrum samskiptamiðlum.
Hann segir siðareglur RÚV vera í anda reglna sem gilda hjá öðrum sambærilegum fjölmiðlum. Eyjan fjallar um málið.
Frétt Vísis um nýjar siðareglur hefur vakið athygli í dag. Hafa fjölmargir haldið fram að með þeim væri verið að hefta málfrelsi starfsmanna sem mættu nú ekki tjá sig um umdeild þjóðfélagsmál.
Siðareglurnar eru samdar af starfsmönnum Ríkisútvarpsins en sex manns skipa starfshóp."
Þorsteinn Briem, 13.4.2016 kl. 00:10
Og þetta með launsátrið, gagnrýnendur Ríkisútvarpsins eru náttúrulega stórhættulegt fólk, að mati starfsmanna Ríkisútvarpsins og þeirra annarra sem hafa hag af því að misnota þessa ríkiseign.
En Jóhannes Kr er hetja Ríkisútvarpsins, jafnvel þó að hann hafi logið sig inn í ráðherrabústaðinn og svikist aftan að forsætisráðherra.
Ég verð aldrei hetja í augum Ómars, ég er ekki nægilega ómerkilegur til þess.
Hilmar (IP-tala skráð) 13.4.2016 kl. 00:17
Tímaskorturinn Ómar, hann er djöfulegur. Auðvitað verður maður að vorkenna vinstrimanni sem þjáist af ritskoðunaráráttu, en hefur ekki tíma til þess að afmá ummerki pólitískra andstæðinga.
Blogg er vandmeðfarið Ómar. Það er erfiðara að sía út andstæðingana en t.d. hjá Ríkisútvarpinu, þar sem allir viðmælendur eru sammála öðrum vinstrimönnum, nema kannski örfáar hægrihræður sem fá af miskun að fylgja með, svona til að gefa stofnuninni 'hlutlaust' yfirbragð, en þá eru orð þeirra bara mistúlkuð svo ekkert 'rangt' fari í loftið.
Hilmar (IP-tala skráð) 13.4.2016 kl. 00:24
"Fasískir ofbeldistilburðir"...með þann eina tilgang "að mannorðsmyrða.."
"Boðar fagnaðarerindi gyðingahatara og fasista..."
"...bregst við af offorsi, áróðri og andlegu ofbeldi..."
"..ráðnir drykkjufélagar af börum 101 Reykjavík..."
"...fjölmiðlahóra..."
og síðan í framhaldinu ummæli sem ég skal eyða allri nóttinni í að eyða, Hilmar, þótt þú komir aftur og aftur og setjir þau inn að nýju eins og þú gerðir um síðustu áramót.
Þetta að ofan eru beinar tilvitnanir í orð þín sem þú telur vera málefnaleg og eiga að sanna að svona orðanotkun sé fullkomlega eðlileg og að það sé "sósíalisk meðvirkni" mín með "glæpagenginu" að hafa eitthvað við hana að athuga.
Ómar Ragnarsson, 13.4.2016 kl. 00:27
Hilmar, ertu svona eins og stórstjörnurnar, Madonna og Beyoncé, með eitt nafn?
Wilhelm Emilsson, 13.4.2016 kl. 00:28
Og svona að lokum, þá veit ég að þú kemur til með að eyða út athugasemdum sem falla ekki að þínum pólitíska áróðri, en það er allt í lagi, ég á afrit af þessu öllu, og set þetta þá bara inn á næsta blogg hjá þér.
Og nú gefum við vinstrihjörðinni orðið, svo hún geti tjáð sig um þennan ömurlega Hilmar, sem er víst nafnlaus, líklega Sjálfstæðismaður, nema að hann sé guðforðimérfráaðnefna það, Framsóknarmaður, en örugglega einhver versti maður sem til er. En ekki einu orði verður eitt á glæpahjörðina í Efstaleitinu, sem deilir út áróðri fyrir vinstriflokkana, án þess að rukka þá um krónu.
Hilmar (IP-tala skráð) 13.4.2016 kl. 00:31
Já Wilhelm, nema að ég er betri performer en þær, og mun fallegri. En það munt þú víst aldrei fá að sjá.
Hilmar (IP-tala skráð) 13.4.2016 kl. 00:34
Ekkert vandamál mín vegna Ómar, þú mátt vaka eins lengi og þig lystir. Þú hefur aldurinn til þess.
Hilmar (IP-tala skráð) 13.4.2016 kl. 00:35
Hér fyrir ofan eru 13 athugasemdir þínar sem ég hef ekki eytt "af heift" eins og þú orðar það.
Ómar Ragnarsson, 13.4.2016 kl. 00:42
Ein hugmynd Ómar, svona yfir nóttina, meðan þú eyðir út óþægilegum athugasemdum og bíður á milli vonar og ótta um að ég snúi til baka, værir þú ekki til í að ganga á undan með góðu fordæmi, skrifa greinargerð og gera grein fyrir fjárhagslegum tenglum þínum og þinna við Ríkisútvarpið?
Ég skal ekki bögga þig, fyrr en.... ja.... eftir kl 4 í nótt?
Það ætti að gefa þér tíma.
Hilmar (IP-tala skráð) 13.4.2016 kl. 00:42
Þér verður tíðrætt um mig sem spilltan verktaka "glæpagengis" hér að ofan.
Fjárhagsleg tengsl mín við RUV síðan ég fór á eftirlaun og varð verktaki hafa falist í því að RÚV hefur sett á markað og selt mynddiska með Stiklum fyrir á annað hundrað milljónir króna samtals frá upphafi.
Samtals hafa greiðslur úr höfundarréttarsjóði RÚV til mín verið 200 þúsund krónur frá upphafi vega.
Ég hef þegið verktakagreiðslur í tímavinnu við að hjálpa við að koma þessu efni á diska, og þessar greiðslur hafa samtals numið nokkur hundruð þúsund krónum síðan ég fór á eftirlaun.
Ómar Ragnarsson, 13.4.2016 kl. 01:09
Þú ert alla vega góður í stafsetningu, Hilmar. En ekki eins góður í kommusetningu.
Wilhelm Emilsson, 13.4.2016 kl. 01:48
RÚV er ekki gæðastimpill á fréttir frekar en BBC. Þar á bæ héldu menn hlífiskildi yfir barnaníðingi sem fékk - örugglega vegna starfa sinna á BBC - að misnota börn að vild. Við þurfum ekki þessar stofnanir. Þær gera ekki gagn. Allt tal um andlitsleysi og nafnleysi fólks hér á þessari síðu endurspeglar hroka fjölmiðlafólks. Það ætti að líta framan í smettið á Jimmy Savile og hugsa sinn gang.
http://www.mirror.co.uk/tv/tv-news/john-lydon-blasts-bbc-banning-6503470
Elín Sigurðardóttir (IP-tala skráð) 13.4.2016 kl. 08:00
Stephen Fry, sem á kornungan kærasta, segir að fórnarlömb kynferðisbrota þurfi að fullorðnast. Merkilegt innlegg í umræðuna frá fulltrúa BBC.
Elín Sigurðardóttir (IP-tala skráð) 13.4.2016 kl. 09:03
Knuz telur tímabært að tala um skuggahliðar athugasemdanna. Hefur Knuz fjallað um BBC og Jimmy Savile? Hversu trúverðugur er þessi miðill Knuz?
https://knuz.wordpress.com/2016/04/13/skuggahlidar-athugasemdanna/
Elín Sigurðardóttir (IP-tala skráð) 13.4.2016 kl. 10:12
Það telst sem sé ekki undir hroka að dæla inn í þrettán athugasemdum við einn bloggpistil þeim óhroða sem tekin eru dæmi um hér á undan og krefjast þess að taka öll völd á bloggsíðu sem er á mínu nafni og í minni umsjón.
Ómar Ragnarsson, 13.4.2016 kl. 14:50
Hvað eru þrettán athugasemdir í samanburði við rekstur RÚV og nefskattinn? Hvað réttlætir skylduáskrift?
Elín Sigurðardóttir (IP-tala skráð) 13.4.2016 kl. 15:20
Félagi þinn og fornvinur, Eiður, hefur þann hátt á að athugasemdir birtast ekki fyrr en hann hefur samþykkt þær. Þér er í lófa lagið að hafa sama hátt á til að losna við hvimleiðar lýs. Enginn skynsamur maður myndi heldur lá þér tækir þú slíkt upp heldur myndu menn sem vott hafa af sómatilfinningu fagna því að vera lausir við óhroðann og sóðaskapinn.
Þorvaldur S (IP-tala skráð) 13.4.2016 kl. 15:27
Ef við horfum framhjá þessu eymdarvæli vinstrimanna, þegar þeim er svarað á sama hátt og þeir sjálfir tala, þá erum við með eitt staðfest, og það er að Ómar Ragnarsson á fjárhagslegra hagsmuna að gæta hjá Ríkisútvarpinu.
Hann að vísu svarar engu um fjárhagslega hagsmuni barna og öðrum honum tengdum, en gera má ráð fyrir að þeir hagsmunir séu sannarlega til staðar, og hafi áhrif á hans málflutning.
Munurinn á Ómari Ragnarssyni og t.d. Sigmundi Davíð Gunnlaugssyni er sá, að Sigmundur Davíð er kosinn af fólkinu í landinu, og fólkið í landinu getur refsað Sigmundi með því að kjósa hann ekki aftur. Fólkið í landinu kaus ekki einn einasta starfsmann Ríkisútvarpsins, og því eru þeir umboðslausir þar sem þeir fara fram með árásir á kjörna fulltrúa, og aðra þá sem eru þeim ekki þóknanlegir, í Ríkisútvarpi, sem er rekið fyrir fé kjósenda.
Ómar Ragnarsson er ómarktækur þegar kemur að málefnum Ríkisútvarpsins, og ætti hann að íhuga það, í stað þess að væla sí og endurtekið um vonda manninn sem leggur hann í einelti.
Og þá munu athugasemdir mínar vera orðnar 14 talsins, bara svo því sé haldið til haga. Og þar sem ég viðurkenni fjöldann, og að ég sé vondur við garminn, þá getur hann hugsanlega eytt orkunni í efnisleg svör, í stað væls.
Hilmar (IP-tala skráð) 13.4.2016 kl. 17:52
Samkvæmt skilningi Hilmars hef ég verið ómarktækur í umræðum um RÚV og fjölmiðlamál frá 1969, þegar ég var ráðinn til RÚV.
Ég svara honum skilmerkilega í athugasemd númer 41 um fjárhagsleg tengsl mín við RÚV, en þá krefur hann mig svara um laun annarra hjá RÚV.
Hann getur flett þeim upp sjálfur í opinberum gögnum.
Það er enn ekki komið á það stig að Hilmar taki endanlega af mér réttinn til að fjalla um mál á minni bloggsíðu að mínu eigin vali, heldur sakar hann mig um ofbeldi á vegum glæpagengis ef ég skipti mér af bloggsíðunni.
Næsta skref verður hugsanlega það að Hilmar fullkomni ætlun sína með því að taka síðuna af mér svo að hann geti djöflast á henni að vild sinni, fjölda lesenda henna til mikils afma, því að tilgangur hans kemur ljóslega fram í athugasemdum hans hér á undan.
Ómar Ragnarsson, 13.4.2016 kl. 22:51
Hér er ágætis umfjöllun um nettröll eins og hér ríða röftum hjá síðueiganda/höfundi:
http://gu.com/p/4ta7k/sfb
Um leið og menn byrja að skipa mönnum í dilka eftir einhverri ímyndaðri hægri/vinstri kríteríu og gera náunganum upp vafasamar skoðanir, hvað þá hvatir á hvorn veginn sem er, þá eru menn ekki lengur málefnalegir og á engan hátt marktækir í skoðanaskiptum eða rökræðum.
En af hverju ætti síðuhöfundur að þurfa að gera grein fyrir fjárhagslegum hagsmunum sínum af ævistarfi sínu, frekar en að sá sem setur fram þessa fáranlegu kröfu geri slíkt hið sama? Eða hver greiðir honum laun fyrir að reyna að spilla málefnalegri umræðu?
Hvað varðar umræðuefni greinarinnar sjálfrar á ég eiginlega eftir að átta mig á betur hvort siðareglur opinberrar fréttastofu eins og RÚV séu viðeigandi eða ekki. En óneitanlega þætti mér fara illa saman að flytja hlutlausar fréttir af hápólitískum málum og vera á sama tíma virkur í pólitískri umræðu á vettvangi samfélagsmiðla og hvað þá í flokksstarfi með afgerandi afstöðu.
Karl Ólafsson, 14.4.2016 kl. 00:03
RÚV er hluti af vandamálinu. Þegar Anna Kristín Jónsdóttir Sigurðssonar í FME var að rýna í spegil í kjölfar hrunsins þá var það ekki til að auka trú á stofnuninni. Siðareglur til eða frá breyta engu þar um.
Elín Sigurðardóttir (IP-tala skráð) 14.4.2016 kl. 08:26
Ég vil ekki borga dætrum Pútíns fyrir fréttaflutning af honum. "Gat nú verið helvítis fasistinn þinn".
Elín Sigurðardóttir (IP-tala skráð) 14.4.2016 kl. 08:56
Einkennilegt annars hversu kommar ríða húsum á fréttastofunni miðað við að séu stjórnmálaskoðanir fréttamanna, þeirra sem á annað borð eru þekktar, skoðaðar hallast flestir að sjálfstæðisflokknum eða hafa starfað í hreyfingum þess flokks. Má þar til dæmis nefna Elínu Hirst, Boga Ágústsson, Jóhönnu Vilhjálmsdóttur og Sigmar Guðmundsson og meira að segja Ómar Ragnarsson þótt að vísu sé mikið vatn til sjávar runnið síðan.
Annað hvort eru sjálfstæðismenn í fréttamannastétt sem sagt duglausar gungur og taglhnýtingar komma; eða, sem er trúlegra, að sómakærir sjálfstæðismenn segi sannleikann sem ósómakærum sjálfstæðismönnum þykir ljóslega óþarfi.
Þorvaldur S (IP-tala skráð) 14.4.2016 kl. 13:54
Þú gerir sem sagt ekki ráð fyrir því að fólk geti einfaldlega verið utan flokka? Ekki skrítið að þú náir ekki aðalatriðinu.
Elín Sigurðardóttir (IP-tala skráð) 14.4.2016 kl. 17:08
Aldeilis getur fólk verið utan flokka. En staðreyndin er sem sagt sú að sé fólk ekki utan flokka á fréttastofu Ríkisútvarpsins er líklegast að það sé eða hafi verið í sjálfstæðisflokknum.
En vitaskuld getur hið vænsta fólk verið utan flokka. Skrítið samt hvað slíkt fólk fer miklu fremur í taugarnar á ósómakærum sjálfstæðismönnum en öðrum landsmönnum. Þeir sómakæru hafa ekkert að fela.
Þorvaldur S (IP-tala skráð) 14.4.2016 kl. 17:28
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.