13.4.2016 | 12:22
Endalaust álitamál.
Skógrækt er eitt af helstu verkefnum þjóðar, sem býr í landi einhverrar verstu gróður- og jarðvegseyðingar sem finnst í nokkru landi.
Af nógu er að taka í verkefnum uppgræðslu á Íslandi og eitthvert sjálfsagðasta mál, sem hægt er að hugsa sér, að minnst sé á það í stjórnarskrár slíks lands.
En stjórnarskrárnefnd hefur fellt ákvæði um það úr textanum í frumvarpi stjórnlagaráðs.
Vegna þess hve mikið verk er óunnið í landgræðslu og skógrækt á Íslandi mætti ætla að gróðursetning hvers kyns gróðurs og trjáa ætti rétt á sér hvar sem er.
En um það má deila.
Það er til dæmis vandséð hvort brýna nauðsyn bar til þess að gróðursetja há barrtré í gígnum Sandey úti í miðju Þingvallavatni.
Eitt fallegasta náttúrufyrirbærið í miðju Borgarfjarðarhéraði eru klettabelti og klettaröðlar, sem gefa landinu ævintýralegan blæ þegar sól er lágt á lofti.
Nú má sjá á nokkrum stöðum skógrækt upp við þessi klettabelti sem mun kaffæra þau með tímanum.
Á svæðinu í kringum Hvaleyrarvatn og Hvaleyrarholt suður af Hafnarfirði getur að líta einn glæsilegasta árangur skógræktar og landgræðslu á landinu.
En í nyrsta hluta Undirhlíða hefur þó verið gengið of langt að mínu mati, þegar sett var þar niður þráðbein girðing á ská niður syðri hluta Sandfellsins og er skógur sunnan við en ekki norðan við.
Þessi þráðbeina og áberandi reglustikulína er í æpandi mótsögn við ósnortna ásýnd þessa magnaða svæðis.
Hæð trjáa skiptir máli.
Þar sem ég átti heima á fyrsta áratug aldarinnar var plantað öspum á lóðamörkum tveggja íbúðablokka.
Á þessum tíu árum urðu þessar aspir svo háar að þær byrgja nú fyrir allt útsýni úr þessari blokk sem ég átti heima í, yfir austurborgina.
Alveg hefði verið hægt að ná sama árangri og jafnvel betri með gróðursetningu lægri trjáa sem hefðu haft sitt mesta laufskrúð neðar þar sem hefta þurfti vind og skafrenning á veturna.
Hvert gróðursetningarmál er að sjálfsögðu mál útaf fyrir sig.
Ákveðið stjórnleysi ríkir enn í þessum málum.
Það er tíl dæmis ákveðin mótsögn í því að yfirleitt þarf ekkert leyfi eða samráð þarf til að hefja rækt á hvaða trjátegund sem er, en hins vegar að sjálfsögðu leyfi eða samráð til að höggva tré eða skóg.
Nágranni felldi tré í óþökk eigenda | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Athugasemdir
Ómar! þetta komment út af þessu tréruddaskap er einhvernvegin um allt annað en þetta ákveðna tré, Ég var með það allra stæðsta og fallegasta tré á Hafslunsöy í Sarpsborg og það einasta þarna. Það kom fólk um helgar að skoða það. En við hjónin rökuðum líka öll laufin sem féllu af trénu, en það gerði enn sá sem keipti húsið og er tréð nú farið og breitti ásýnd hverfisins til hins verra. Þarna stendur ekkert í dag nema varabíll konunnar. Ég var alltaf með allt hverfið með þegar ég feldi tré á minni lóð.
Eyjólfur Jónsson, 13.4.2016 kl. 14:36
Í fréttum helst nú felldu tré,
fláráðir þar dólgar,
margir einnig fela fé,
af firnum landið ólgar.
Þorsteinn Briem, 13.4.2016 kl. 16:01
Það fer lítið fyrir háum trjám hér á mínum slóðum. Hvert tré sem skríður yir 2 metra telst einstakt fyrirbrigði. Þó með mikilli vinnu nærgætni og nánast algjöru skjóli hefur nokkrum tekist hið ómögulega ,að fá tré til að vaxa yfir 3 metra. En að einhverjum hafi dottið í hug að saga niður tré hér vegna þess að það truflaði útsýni ,hefur aldrei gerst mér vitandi. En menn hafa nú rifist út af ómerkilegri hlutum ..
Ragna Birgisdóttir, 13.4.2016 kl. 18:20
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.