13.4.2016 | 18:02
Munurinn á 2009 og 2016: Fjártjón.
Mikil og vaxandi reiði vegna margfalt meira fjárhagstjóns margfalt fleira fólks en nokkru sinni í sögu landsins, olli mestu um það hve öldur risu hátt veturinn 2008-2009 svo að heil ríkisstjórn féll og stjórnarandstaðan tók við.
Enn fleira fólk kom á mótmælafundinn á Austurvelli fyrir rúmri viku en á nokkurn fund í Búsáhaldabyltingunni, fundir hennar voru miklu fleiri og með jafnari aðsókn en nú.
Núna telja að vísu margir að ríkisstjórnin hafi hlunnfarið aldraða og öryrkja og hyglað efnafólki auk þess sem unga fólkið hefur orðið útundan.
Siðrof, sem mikið er talað um, er að vísu jafn mikiið nú og 2008, raunar framhald á sama siðrofi, en það eru ekki eins margir sem hafa beinlínis tapað jafn miklu fjárhagslega og 2008-2009.
Þess vegna verða ekki kosningar fyrr en í haust, þrýstingurinn á það er ekki eins mikill og fyrir sjö árum.
En jafnvel þótt kosningar verði ekki fyrr en í október, verða þá liðnir sex mánuðir frá birtingu Panamaskjalanna, en það liðu fjórir mánuðir frá Hruninu til valdatöku Jóhönnustjórnarinnar, og alls liðu rúmlega sex mánuðir frá Hruninu til kosninga.
Ríkisstjórnin stendur sterk | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Athugasemdir
Hvar er afnám verðtryggingar?
Hvar er vaxtalækkunin?
Hvar er afnám gjaldeyrishafta?
Hvar er lækkunin á bensíngjaldinu?
Hvar eru álverin á Húsavík og í Helguvík?
Hvar er hækkunin á öllum bótum öryrkja og aldraðra?
Hvar er áburðarverksmiðja Framsóknarflokksins?
Hvar er þetta og hitt?
Ég er viss um að það var hér allt í gær.
Þorsteinn Briem, 13.4.2016 kl. 18:08
Auðvitað á að breyta lögum á þann veg að kosið sé á fjögurra ára fresti.Stjórnarfar er oftast verst í þeim ríkjum þar sem kosið er oftast.Í Noregi er kosið á fjögurra ára fresti.Eftir næstu koningar er útlit fyrir að sú stjórn springi vegna þess yfirlýsta markmiðs pírata að ástunda stjórnleysi.Ef fyrir lægi að næsta þing sæti í fjögur ár, eru meiri líkur á að sú stjórn kæmi einhverju í verk,og þingmenn kjöftuðu minna.st br.er í Vesturbænum samkvæmt síðustu fregnum.
Sigurgeir Jónsson, 13.4.2016 kl. 21:38
Fylgi flokka á landsvísu - Skoðanakönnun Gallup 13.4.2016 (í dag):
Píratar 29%,
Vinstri grænir 20%,
Samfylkingin 9%,
Björt framtíð 5%.
Samtals 63% og þessir flokkar mynda nú meirihluta borgarstjórnar.
Sjálfstæðisflokkur og Framsóknarflokkur 34% og þar af Framsóknarflokkur 7%.
Og næsta víst, eins og Bjarni Fel. myndi segja, að ríkisstjórn Framsóknarflokksins og Sjálfstæðisflokksins kolfellur í næstu alþingiskosningum.
Þorsteinn Briem, 13.4.2016 kl. 22:05
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.