"Frekar vera á höfuðbólinu en á hjáleigunni."

Guðmundur G. Hagalín rithöfundur var lengstum krati, og þótt mönnum því sérkennilegt að hann kaus eitt sinn Sjálfstæðisflokkinn.

En hann svaraði og sagði: "Ég vil frekar vera á höfuðbólinu en á hjáleigunni."

Þegar nýjustu fylgistölur skoðanakannana eru skoðaðar sést að Framsóknarflokkurinn hefur misst álíka mikið fylgi og fylgi Sjálfstæðisflokksins hefur aukist.

Í meira en 80 ára sögu Sjálfstæðisflokksins hefur það oft valdið samstarfsflokkum hans í tveggja flokka samsteypustjórnum, Framsóknarflokknum eða Alþýðuflokknum, vandræðum af því að of margir fylltust hugsun Guðmundar Hagalíns. +

Þetta gerðist hjá krötum 1971 og 1995 og hjá Framsóknarmönnum 2007.

Svo rammt kvað að þessu á Viðreisnarárunun 1959-71 að talið var að vegna yfirburða skipulags Sjálfstæðisflokksins, sem ég kynntist vel tveggja kosninga árið 1959 í vinnu á kosningaskrifstofu hans í Reykjavík, nýttu Sjallar sér þetta með því hreinlega að "lána" krötum atkvæði til þess að þeir fældust ekki úr samstarfinu.

En 1971 dugði þetta ekki og Alþýðuflokkurinn beið sinn versta ósigur fram að því, hrundi niður í rúm 10% og það var aðalástæðan fyrir falli Viðreisnarstjórnarinnar.  


mbl.is Sjálfstæðisflokkur bætir við sig
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 identicon

Ég held að hægri flokkarnir hafi líka lánað vinstri flokkunum gamlan geislabaug. Ekkert skrítið að Lilju Mósesdóttur hafi gengið illa að vinna með þessu fólki.  Hún er heiðarleg.

http://www.mbl.is/vidskipti/frettir/2016/04/14/eiginmadur_alfheidar_hja_mossack_fonseca_2/

Elín Sigurðardóttir (IP-tala skráð) 14.4.2016 kl. 11:37

2 Smámynd: Þorsteinn Briem

Fylgi flokka á landsvísu - Skoðanakönnun Gallup 13.4.2016 (í gær):

Píratar 29%,

Vinstri grænir 20%,

Samfylkingin 9%,

Björt framtíð 5%.

Samtals 63% og þessir flokkar mynda nú meirihluta borgarstjórnar.

Sjálfstæðisflokkur og Framsóknarflokkur 34% og þar af Framsóknarflokkur 7%.

Og næsta víst, eins og Bjarni Fel. myndi segja, að ríkisstjórn Framsóknarflokksins og Sjálfstæðisflokksins kolfellur í næstu alþingiskosningum.

Þorsteinn Briem, 14.4.2016 kl. 14:31

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband