Ekki það sama að fella og gróðursetja

Skógur hefur víðast þá sérstöðu sem náttúrufyribæri að jafnvel þótt hann sé felldur er  hægt að bæta fyrir það með því að gróðursetja aftur. Þannig er verknaðurinn ekki óafturkræfur en oftast er um að ræða mikið tilfinningamál fyrir þann sem gróðursetti trén og hans nánustu.

Svipað er að segja um hús sem hafa verið felld eins og gert var í Vesturbænum.  

Í þessum tilfellum sem verið hafa í fréttum að undanförnu hafa menn ekki leitað leyfis og sáttar um að eyðileggja hús eða tré. Þó  lofað sé að endurbyggja síðar eftir málaferli ber að hafa í huga það sem skáldið sagði, að aðgát skal höfð í nærveru sálar. Einnig að fara að lögum í landinu. 


mbl.is Gunnar Nelson kærður til lögreglu
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 identicon

 Hann má drepa mann í vinnunni og lög ná ekki yfir það. Því þá ekki að fella tré í fríum þegar lögin eru fyrir aðra.

Davíð12 (IP-tala skráð) 14.4.2016 kl. 22:45

2 identicon

Stundum er nú ekki alveg á hreinu hvað er rétt og hvað er rangt í sögunni.  Þá er kannski best að sleppa því að fella dóma.

http://omarragnarsson.blog.is/blog/omarragnarsson/entry/2169369/

Elín Sigurðardóttir (IP-tala skráð) 14.4.2016 kl. 23:22

3 Smámynd: Þorsteinn Briem

Brjóta hús og brjóta lög,
brotinn margur hryggur,
Nelson kom með sína sög,
í sólbaði nú liggur.

Þorsteinn Briem, 14.4.2016 kl. 23:55

4 identicon

Tré hafa verið felld til að reisa hús sem síðan hafa verið rifin niður.

Stjórnarskrá verður að herma svo að almennum lögum landsins verði gerður sem sáttmáli að rótum þjóðfélagsins til sátta og samlyndis.

Fleiri trjátegundir koma til greina ef hús stendur á lóð þar sem er stutt niður á klöpp.

Ákvæði í byggingareglugerð um gróðursetning trjáa ætti að taka mið af öllum aðstæðum, ekki t.d. bara að tré skuli ekki vera gróðursett innan 3 metra frá lóðarmörkum.

Öllum eigendum lóða í þéttbýli ætti að vera gert ljóst hvaða plöntum þeir geta gróðursett samkvæmt stöðlum, og þá einungis vegna hugsanlegra eignaspjalla sem þeir geta ollið!

L. (IP-tala skráð) 15.4.2016 kl. 01:03

5 identicon

Ríkið er eftirlitsaðili.

Það tekur ákvarðanir um hverskonar innflutning.

Allar þær ákvarðanir um innflutning sem ríkið tekur, skal verða að fullu bætt ef það veldur skaða almennings eða einstaklings.

Mótvægi við TISA-samninginn.

L. (IP-tala skráð) 15.4.2016 kl. 01:18

6 identicon

Og Stórnarskránna þarf að endursemja ef á að samþykkja TTIP eða TISA samninginn.

L. (IP-tala skráð) 15.4.2016 kl. 01:23

7 identicon

Verktakafyrirtækið Minjavernd reif Aðalstræti 10 til grunna og byggði nýtt hús.  Þar var um að ræða elsta hús Reykjavíkur.  Hvers vegna þessi harka nú?  Er það vegna þess að það gilda ekki sömu reglur fyrir alla?

http://www.dv.is/frettir/2016/4/13/mannverk-bidst-afsokunar-thvi-ad-hafa-rifid-nidur-fridad-hus/

Elín Sigurðardóttir (IP-tala skráð) 15.4.2016 kl. 07:24

8 identicon

Það er hins vegar alveg rétt hjá þér Ómar að aðgát skal höfð í nærveru sálar.  Jón þarf að muna að hann þarf alltaf að tipla á tánum í kringum séra Jón.  Annars fer hann beina leið til helvítis :)

Elín Sigurðardóttir (IP-tala skráð) 15.4.2016 kl. 07:36

9 identicon

Hvenær reif Minjavernd Aðalstræti 10 til grunna og byggði nýtt hús? Var sett grafa á Aðalstræti 10 og húsið hakkað í spað? Nei. Var húsið tekið niður spýtu fyrir spýtu og þær mældar? Já. Var húsið teiknað upp áður en það var tekið niður? Já. Var allt sem nýtanlegt var úr húsinu notað? Já. Var fyrirfram fengið leyfi til að ráðast í framkvæmdir? Já.

Hvað af þessu var gert við Exeter húsið?

Jú, það var brotið í spón með gröfu. Ekkert annað.

Og það gilda sömu reglur fyrir alla. Sumir fara svo að reglunum en aðrir ekki. Má um það deila hvort þeir eiga að komast upp með það.

Þorvaldur S (IP-tala skráð) 15.4.2016 kl. 08:34

10 identicon

Veistu ekki einu sinni hvenær húsið var rifið en þykist þó vita allt um verklagið?  

Elín Sigurðardóttir (IP-tala skráð) 15.4.2016 kl. 08:41

11 identicon

Skýringin á því er sú, og nú ert þú komin í rökþrot og farin að snúa út úr, að húsið var aldrei rifið til grunna og nýtt hús byggt; það var tekið niður og endurbyggt úr því efni sem í því var nothæft og nýju efni aukið þar sem þurfti. Og þetta stóð yfir frá 2005-2007 þegar húsið var opnað að nýju eftir endurbygginguna.

Og ég vann á sínum tíma, ásamt t.d. Helga Hóseassyni, hjá fyrirrennara Minjaverndar við endurgerð Bernhöftstorfunnar, og reyndar fleiri húsa í miðbænum, og veit því hvert verklagið er við endurgerð gamalla húsa.

Þorvaldur S (IP-tala skráð) 15.4.2016 kl. 10:35

12 identicon

Skv. fréttum var um tvöfalt lögbrot að ræða við trjáfellinguna.

1. tré sem eru orðin einhverja metra há má ekki fella nema með leyfi Borgarinnar.

2. Maður má ekki einu sinni tína rusl í garði nágrannans án pottþétts leyfis, hvað þá fella tré. Fyrir svo utan dónaskapinn sem felst í því að fara inn á annara manna lóð og fella tré (tré taka nefninlega dálítin tíma að vaxa).

Það er heilmikið til í því að svona stór tré eigi ekki að vera uppvið hús, en það eru til leiðir til að taka á ágreiningsmálum af þessu tagi.

Varðandi húsrifið þá er lögbrot lögbrot, jafnvel þó menn þykist hafa verið í góðri trú. Hugsanlega þá hægt að virða mönnum eitt og annað til refsilækkunar, en lögbrotið er skýrt.

ls (IP-tala skráð) 15.4.2016 kl. 10:36

13 identicon

Við höfum ólíkar skoðanir á minjavernd Þorvaldur S.  Verktakinn Minjavernd var sniðugur í nafngift sinni.  Það má hann eiga.  Að mínu mati er minjavernd og nýbygging sitthvað.  Ég set Aðalstræti 10, Laugaveg 4 og 6 og Þorláksbúð undir sama hatt.  Skrásetning niðurrifsins breytir engu um þessa skoðun mína.  Robert Ben Rhoades tók mynd af Reginu Kay Walters áður en hann drap hana.  Hann var dæmdur fyrir morð.  Skrítið að honum hafi ekki dottið í hug að benda á myndina sér til málsvarnar.

Elín Sigurðardóttir (IP-tala skráð) 15.4.2016 kl. 10:55

14 identicon

Nú, um smekk verður vitaskuld ekki deilt. En spurt var: Hvers vegna kemst Minjavernd upp með það sem Mannverk kemst ekki upp með? Og skýringin er sem sagt sú að Minjavernd fór að reglum en Mannverk ekki.

Hvað morðmál í útlöndum kemur þessu við er vandséð, enda var þar enginn endurgerður eða endurfæddur.

Þorvaldur S (IP-tala skráð) 15.4.2016 kl. 11:01

15 identicon

Ekki horfa framhjá eignarhaldinu Þorvaldur S.  Þetta er valdníðsla og ekkert annað.  Mér finnst Minjavernd hafa slegið tóninn fyrir lundabúðaæðið með þessum eftirlíkingum sínum.  Þeirra ábyrgð er mikil.  Þeir bera þó ekki ábyrgð á Morgunblaðshúsinu en með tilkomu þess og Miðbæjarmarkaðarins var götumyndin ónýt.  Eftir það hefði átt að flytja þau hús sem eftir voru í stað þess að bjóða upp á þennan óskapnað sem nú blasir við.  

Elín Sigurðardóttir (IP-tala skráð) 15.4.2016 kl. 11:16

16 identicon

Hvað kemur eignarhaldið þessu við? Mannverk ætlaði að lyfta húsinu og endurbyggja það, sem sagt hafa götumyndina nánast hina sömu. En í stað þess að endurbyggja húsið var það mélað í spón og ekki einu sinni til teikningar af því heldur ætla þeir að fara eftir ljósmyndum við nýbyggingu. Og kannski má kalla það valdníðslu að friða gömul hús en ég er ekki þeirrar skoðunar.

Þorvaldur S (IP-tala skráð) 15.4.2016 kl. 12:48

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband