15.4.2016 | 09:42
Kjósendur þurfa hreinar línur.
Það heyrir til algerra undantekninga hér á landi að kjósendum sé tryggt fyrirfram fyrir kosninga hvaða atefnu flokkarnir sem þeir kjósa muni fylgja ef þeir komast til valda eftir kosningar.
Yfirleitt vita kjósendur ekki fyrir kosningar hvernig flookarnir muni spila úr aínum apilum eftir kosningar, með hverjum þeir muni starfa og hver stjórnarstefnan verði.
Langt, farsælt og stöðugt stjórnarsamstarf Sjalla og krata í Viðreisnarstjórninni 1959-71 byggðist að stórum hluta á því að þeir lofuðu því að starfa saman eftir kosningar ef þeir fengju meirihluta og lofuðu líka að halda áfram sömu stjórnarstefnu.
Einn ágætur maður lýati þannig að hann hefði áratugum saman aldrei kosið Framsóknarflokkinn en samt alltaf setið uppi með hann í stjórn.
Einfaldlega vegna þess að sá flokkur var snjallastur allra flokka í að hafa seglum eftir vindi og vinna sitt á hvað í hægri stjórnum eða vinstri stjórnum.
Ræða samvinnu umbótaaflanna | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Athugasemdir
Framsóknarflokkurinn hefur löngum verið igla á þjóðinni.Mergsogið úr henni blóðið.
Ragna Birgisdóttir, 15.4.2016 kl. 14:00
Satans flokkur, sauða her,
sýgur blóð sem igla,
til Helvítis nú Framsókn fer,
fláráðum þeir hygla.
Þorsteinn Briem, 15.4.2016 kl. 15:29
Rétt Ómar. Kjósendur þurfa hreinar línur. Það er alls ekki tímabært að tala um samvinnu umbótaafla fyrr en kröfu Ólafs Elíassonar hefur verið mætt. Við þurfum að fá nöfnin á kröfuhöfunum. Það er það eina sem stjórnmálamenn þurfa að sameinast um. Það gera framsóknarmenn ekki einir.
Elín Sigurðardóttir (IP-tala skráð) 15.4.2016 kl. 18:32
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.