15.4.2016 | 21:54
Engir olía - enginn áhugi.
Í ýmsum ríkjum heims ríkir miklu meiri neyð og mun fleiri eru drepnir en í ríkjum, sem sífellt eru í fréttum vegna mannfalls og neyðar.
Dæmi um þetta eru mörg, allt frá Shrilanka hér um árið til Suður-Súdans nú.
Ef landið er afskekkt, hernaðarhagsmunir stórveldanna litlir sem engir, aða engir olíuhagsmunir, falla þessar þjóðir í skuggann og áhugi alþjóðlegra fjölmiðla eru litlir sem engir.
Íbúarnir "mega éta það sem úti frýs", í Suður-Súdan á berjum og laufum.
Börnin lifa á berjum og laufum | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.