17.4.2016 | 13:11
Bb og Hh - alltaf hjá öllum!
Eg er forsjóninni þakklátur fyrir að geta skrifað þennan bloggpistil til að styðja forvarnarstarf, úr því að eina hlið þess ber á góma í fréttum.
Ég tel mér skylt að leggja mitt af mörkum og myndi vera órótt ef ég gerði það ekki.
Ekki er víst að ég gæti skrifað þennan pistil einhentur ef ég hefði nýtt mér undanþágu fyrir fullorðið fólk til að nota hjálma þegar það hjólar á reiðhjólum. En börnum er skylt að nota þá.
Myndin er af léttum hjálmi, sem ég keypti þegar ég hóf að nýju hjólreiðar fyrir rúmu ári.
Með honum stangaði ég og braut framrúðu bíls sem ekið var á mig á gangbraut við Grensásveg síðdegis á föstudag.
Hjálmurinn varði líka höfuð mitt fyrir miklu þyngra höggi þegar ég skall í götuna meira en tíu metrum frá gangbrautinni eftir að bíllinn hafði hent mér af þaki sínu þangað.
Þetta voru þung högg, ekki létt. Maður brýtur ekki framrúðu bíls svo léttilega með höfðinu. Allur líkaminn varð fyrir hnjaski og meiðslum, báðir ökklar, bæði hné, báðir olnbogar, hægri öxl og hálsinn.
Læknirinn á bráðadeild taldi magnað og algera hundaheppni að ekkert bein skyldi brotna.
Bb og Hh eru skammstafanir fyrir bílbelti og hjólahjálma.
Það er skylda að nota bílbelti í akstri en ekki skylda fyrir fullorðna á reiðhjólum.
Ég hef séð furðu marga hjóla hjálmlausa á hjólaferðum mínum síðan hjólið tók við hlutverki bílsins hjá mér.
Þess vegna er þessi pistill skrifaður.
Ólafur Hand gagnrýnir Reykjavíkurborg | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Athugasemdir
Gott var að ekkert brotnaði. Nóg er nú samt.
Vonandi hefurðu verið að leiða hjólið yfir á gangbrautinni? Þær eru nefnilega, skv. lögum og orðanna hljóðan, eingöngu fyrir gangandi vegfarendur. Hjólendur skulu víkja fyrir aðvífandi umferð bifreiða.
Þorvaldur S (IP-tala skráð) 17.4.2016 kl. 13:30
Ég segi í pistlinum að ég skrifi hann til að vekja athygli á notkun reiðhjólahjálma. Það er eina ástæðan fyrir því að hann er skrifaður.
Ómar Ragnarsson, 17.4.2016 kl. 14:13
Mildi að við misstum ekki verndara landsins. Gangi þér vel Ómar.
Sigurður Haraldsson, 17.4.2016 kl. 14:20
Þar sem ekkert bein brotnaði af hverju heldur þú þá að því hefði verið eitthvað öfugt farið með höfuðbeinin ef þú hefðir ekki notað hjálm? Ég get ekki betur séð en að fátt bendi til þess að þetta slys hefði orðið þér að alturtila þó þú hefðir verið hjálmlaus þó vissulega hefði höfuðmeiðslin vafalítið orðið meiri en þau blessunarlega urðu.
Þegar lagt var til að skylda börn til að nota hjálma í Noregi fyrir nokkrum árum var norsku umferðaöryggisstofninin fengin til að meta væntan árangur þess. Þeir fóru í vandaða rannsókn þar sem meðal annars var skoðaður árangur hjá þeim þjóðum sem hafa sett slík ákvæði í lög. Niðurstaðan kom í mjög vandaðri skýrslu. Í upphafi hennar kom ein setning sem skýrði í raun innihaldið. Hún var svona.
"Þó vissulega auki einstakir hjólreiðamenn öryggi sitt með því að nota hjálm þá er ekkert sem bendir til þess að skyldunotkun hjálma fækki slysum heldur fækkar slíkt aðeins hjólreiðamönnum".
Staðreyndin er sú að það er ekki hægt að sýna faram á að neitt þeirra landa sem sett hefur á skyldunotkun á reiðhjólahjálmum hafi uppskorið lækaða tíðni hjólreiðaslysa en þau hafa öll lent í miklum samdrætti í hjólreiðu í kjölfarið. Nú þegar hefur allavega eitt þessara ríkja, það er Ísrael, afnumið hjálmaskyldu fullorðina vegna slæmrar reynslu af slíkri hjálmaskyldu. Ég held að það sé aðeins tímaspursmál hvenær fleiri þessara ríkja fylgi í kjölfarið.
Miðað við tölur frá Ástralíu þar sem til er vönduð tölfrræði um hjólreiðar fyrir og eftir hjálmaskyldu þá er ljóst þar að hjálmaskyldan fékk ekki menn sem áður hjóluðu hjálmlausir til að taka upp hjálmanotkun því það var nánast engin fjölgun á hjólreiðamönnum með hjálma. Hjálmaskyldan leiddi greinilega til þess að þeir sem ekki hjóluðu með hjalma fyrir lagasetninguna annað hvort héldu áfram að hjóla hjálmlausir þó það væri orðið lögbrot eða að þeir hættu að hjóla eða í það minsta minnkuðu hjólreiðar mikið því eina breytingin var sú að þeim fækkaði sem hjóluðu hjálmlausir. Það sem við þurfum því að spyrja okkur er hvort betra sé að menn hjóli hjálmlausir eða að þeir hjóli ekki. Miðað við heilsufarsrávinning af hjólreiðum og það hversu lág slysatíðni er í hjólreiðum miðað við aðra líkamsrækt eða samgöngumáta þá er það ekki nein spurning í mínum huga að það er betra að menn hjóli hjálmlausir heldur en að menn hjóli ekki.
Sigurður M Grétarsson, 17.4.2016 kl. 14:34
Ef það sem SMG skrifar er rétt, af hverju eru mótorhjólamenn, skíðamenn, hestamenn og byggingarmenn með hjálma? Kannski rétt að banna hjálma? Það sem Ómar skrifar:
"Með honum stangaði ég og braut framrúðu bíls sem ekið var á mig á gangbraut við Grensásveg síðdegis á föstudag.Hjálmurinn varði líka höfuð mitt fyrir miklu þyngra höggi þegar ég skall í götuna meira en tíu metrum frá gangbrautinni eftir að bíllinn hafði hent mér af þaki sínu þangað."
Nokkuð augljóst að Ómar var betur settur með hjálm en hjálmlaus. Ég hef líka dottið á mótorhjóli og hjálmurinn bjargaði lífi mínu enda var hann ónýtur eftir.
Sú fullyriðing að það sé lág slysatíðni af hjólreiðum það er það mikill misskilningur, hún er mjög há miðað við fjölda þerra sem ferðast á hjóli.
Hjálmtýr (IP-tala skráð) 17.4.2016 kl. 14:56
"Samkvæmt upplýsingum frá skóla- og frístundasviði geta skólastjórnendur, í samráði við foreldra, þó leyft að gjafir af þessu tagi séu færðar börnum í skólanum eftir að skipulögðu skóla- og frístundastarfi lýkur."
Þorsteinn Briem, 17.4.2016 kl. 15:02
Ef þetta er allt rétt hjá þér, af hverju eru börn þá skylduð til að hafa hjálma þegar þau hjóla?
Þetta með að það sé svo óþægilegt að hafa hjálm, að það valdi því að menn hjóli frekar alls ekki ef þeir eru skyldaðir til að bera þá, hefur ekki verið tilfellið hjá mér.
Þessi mótbára minnir mig á mótbáruna gegn bílbeltunum þess efnis að það væri svo óþægilegt að vera í beltunum og tímafrekt og leiðinlegt að spenna þau.
Hvað höggið á rúðuna snerti dró sérstakt fjaðrandi hlífðarlag inni í hjálminum úr þvi varðandi höfuðið. Auk þess er flötur hjálmsins mun stærri en flötur höfuðkúpunnar og hann braut rúðuna en hún hélt lagi sínu þrátt fyrir brestinn.
Mun minni ákomuflötur höfuðkúpunnar óvarðrar hefði getað valdið því að hún hefði farið í gegnum rúðuna og mannshúð fer verr út úr slíku en ytra byrði hjálms.
Ef höggið hefði verið enn harðara og rúðan brotnað alveg í gegn þarf ekki að spyrja að gagni hjálmsins.
Höfuðið hefur algera sérstöðu miðað við aðra líkamshluta.
Ástæða þess að ég slapp við beinbrot þrátt fyrir mikið högg þegar ég skall í götuna var augljóslega sú að höggið dreifðist á mestallan skrokkinn og útlimina, líkt og gerist hjá vönum júómönnum.
Júdómennirnir spretta á fætur eftir slikt fall og halda áfram, en höggið var það miklu stærra þegar ég skall í götuna að liðir og limir lemstruðust allt frá ökklum upp í herðar og háls.
Höfuðið er sér á parti af því að högg á það dreifist ekki á aðra líkamshluta.
Skortir ekki aðeins betri rök fyrir gagnsleysi hjálma en lesa má hér að ofan?
Ómar Ragnarsson, 17.4.2016 kl. 15:19
Ómar, - Það á samt ekki að láta börn sem geta ekki borið hönd fyrir höfuð sér, þurfa skipulega að ganga/hjóla með lúmskar auglýsingar, (óvitandi t.d. um feril háttvirtra Eimskipa), um allar trissur. - KIWANIS gengur örugglega gott eitt til, en einhver, ef ekki báðir, græða, og græða óbeint á börnum sem eru klárlega misnotuð í þessu tilviki. - Það er nóg að þurfa að auglýsa fyrir framleiðanda vörunnar í sífellu á hverju fati sem maður gengur í, og það geta ekki einu sinni fullorðnir komið í veg fyrir. - Láta börnin í friði fyrir hrægömmum og öðrum óþjóðalýð, það er lágmarkskrafa.
Már Elíson, 17.4.2016 kl. 15:21
Eins og SMG skrifar hér að ofan, þá þekkir Ómar það mætavel sem og mín kynslóð á eftir, að hjálmar voru ekki notaðir frá upphafi hjólaaldar, hans kynslóðar og minnar, og allir sluppum við, hvergi nærri að lenda í neinum vandræðum. - Að vísu er umferðin meiri, en að sama skapi hjólreiðastígar mörg hundruð prósentum fleiri, hljól hætt að vera munaðarvara vegna möguleika á hærri yfirdrætti almennings og "status". - Allt í lagi fyrir börn/krakka að vera með hjálma ef það ýtir undir öryggistilfinngu foreldranna, en hjálmur er ekki sama og hjálmur, jafnvel þó að fyrirtæki nái að klína auglýsingum sínum á þá.
Már Elíson, 17.4.2016 kl. 15:31
Ég ítreka að pistillinn er eingöngu skrifaður um gagnsemi hjálmanna og beina notkun þeirra eða notkunarleysi.
Ómar Ragnarsson, 17.4.2016 kl. 15:34
Öryggibeltin, dagljósabúnaður, nefndu það!
Ég á líf mitt í bráðum 50 ãr mótorhjólahjálmi að þakka, sem brotnaði þó.
Það er voða gott að hafa hugsónir, sérstaklega fyrir aðra. En það verður að hafa efni á þeim!
Spurningin er kannski, tekur þú sénsinn sjálfur á að nota ekki hjálm, hjálmurinn veldur ekki slysi eða dauða, en notkun hans getur komið í veg fyrir það!
Er þá ekki rétt að lögleiða hjálma fyrir alla aldurshópa? Þeir sem "taka sénsinn" verða þá sjálfir ábyrgir fyrir hugsanlegum afleiðingum þess? Sjúkra og slysakostnað greiða þeir úr eigin vasa.
Varðandi merkingu hjálma, börn eru gangandi auglýsingar fyrir alls konar fyrirtæki, sum þessara fyrirtækja jafnvel orðuð við barnaþrælkun (fatamerkingar), þykir sjálfsagt og fínt. Svo eru boðnir fríir hjálmar með merki skipafélags, sem aldrei hefur verið orðað við slíkt, þá verður allt vitlaust? Jú, jú, allir græða, Kivanis (góðgerðarsamtök í og með) barnafjölskyldur og sjálfsagt Eimskip líka, þó svo mér finnist það svolítið langsóttur gróði.
Guðjón Guðvarðarson (IP-tala skráð) 17.4.2016 kl. 16:48
Eimskip getur gefið hjálma í skólunum hér í Reykjavík ef foreldrarnir leyfa það.
Hins vegar er harla ólíklegt að fyrirtækið framleiði sjálft hjálma.
Miklu fleiri hjóla hér í Reykjavík en fyrir nokkrum árum, börn sem fullorðnir.
Öll börn sem undirritaður hefur séð á hjóli hér í Vesturbænum síðastliðin ár eru með hjálm og langflestir fullorðnir.
Ómar Ragnarsson ætti hins vegar alltaf að vera með hjálm, einnig í rúminu, enda mesti hrakfallabálkur landsins.
Og undirritaður er alltaf með hjálm sem merktur er Framsóknarflokknum.
Allir með hjálm!
Farinn út í sólskinið, vorið og Kardashian. Með hjálminn.
Þorsteinn Briem, 17.4.2016 kl. 17:42
Fyrsta athugasemdin við þessa bloggfærslu (skrifuað af Þorvaldi) fer með fleipur. Hvar er það beinlínis sagt í lögum og reglum að hjólandi á gangbraut eigi að víkja fyrir bifreiðum?
Var viðstaddur ráðstefnu síðastliðið haust þar sem sérfræðingur frá Samgöngustofu fór sérstaklega yfir einmitt þetta atriði og gat ekki fundið neitt í lögum sem styður þessa fullyrðingu. Það væri forvitnilegt að vita hvaðan umræddur Þorvaldur hefur sína fullvissu.
Birgir Fannar Birgisson (IP-tala skráð) 17.4.2016 kl. 18:14
Ég hef hvergi sagt að hjálmar séu gagnslausir. Ég sjálfur hjóla daglega og fer aldrei hjálmlaus á reiðhjól. En það þjónar engum tilgangi að mála hjólreiðar sem mikið hættulegri yðju en hún er með því að halda því faram að það hefðu margir hjólreiðamenn og þar með börn látis í hjólreiðaslysum seinustu 13 ár ef viðkomandi hefði ekki verið með hjálm. Það er langur vegur frá því að sú fullyrðing sé hafin yfir skyndaman vafa. En án efa hafa hjálmar komið í veg fyrir marga misalvarlega höfuðaverka og nokkuð öruggt að svo hefði verið með Ómar hefði hann ekki verð með hjálm en ég dreg það stórlega í efa að mikil hætta hefði verið á að hann hefði látist í því slysi.
Það er einn stór munur á skyldunotkun reiðhjólahjálma og skyldunotkun bílbelta og mótorhjólahjálma. Hvað varðar bílbeltin og mótorhjólahjálmana þá segir tölfræðin okkur að skyldunotkun þeirra hafi fækkað slysum veruelga. Því er öfugt farið með skyldunotkun reiðhjólahjálma. Það er ekkert sem bendir til þess að slíkur ávinningur hafi náðst hjá þeim þjóðum sem hafa gert slíkt. Ein þeirra þjóða, það er Ísrael, hefur dregið hjálmaskyldu fullorðina til baka vegna slæmrar reynslu af slíkri lagsetningu þar sem niðurstaðan varð engin lækkun á slydatíðni hjólreiðamanna en mikil fækkun hjólreiðamanna.
Ég endurtek það sem systurstofnun umferðstofu í Noregi ályktaði eftir ýtarlega ranndókn á gagnsemi hjálmaskyldu. "Þó vissulega auki einstakir hjólreiðamenn öryggi sitt við að nota hjálm þá er ekkert sem bendir til þess að skylunotkun reiðhjólahjálma fækki slysum heldur fækkar slíkt aðeins hjólreiðamönnum".
Þetta er aðalatriðið í því sem ég er að segja. Hjálmanotkun gerir lítið hættulega yðju enn hættuminni en það er ekkiert sem bendir til þess að lagaskylda til hjálmanotkunar fækki slysum. Það hefur hvergi gerst þar sem slíkt hefur verið reynt og því ekkert sem bendit til þess að slíkt gerist hér.
Þeir sem ekki skilja munin á því að segja að hjálmanotkun auki ekki öryggi hjálreiðamanna og því að lagaskylda til hjálmanotkunar fækki ekki slysum þurfa aðeins að kynna sér málið betur. En aðalsástæðan fyrir þessu er sú að fjölgun hjolreiðamanna lækkar fljótt slysatíðni þeirra vegan þess að við fjölgun þeirra verða ökumenn fremur á varðbergi gagnvart þeim og horfa til dæmis frekar upp á gangstéttir og horfa í hægri hliðarspegil áður en eir taka hægri beygju til að athuga hvort þeir séu nokkuð að svína fyrir hjólreiðamann. Fækkun hjólreiðamanna virkar í öfuga átt það er fljótlega hækkar tíðni slysa á þeim vegna þess að ökumenn eru síður á varðbergi gagnvart þeim. Þau lönd sem hafa sett hjálmaskyldu hafa flest uppskorið um 25 til 50% samdrátt í hjólreiðum fyrir vikið. Algengast er um þriðjungs samdráttur. Þetta leiðir til þess að hjálmaskylda veldur því að líkur á að reiðhjólamaður verði fyrir bíl aukast og gagnsemi hjálmanotkunar vegur það ekki upp. Höfum líka í huga að norska umferðaöryggisstofnunin er meðal þeirra virtusur í heimi og hún komst að þeirri niðurstöðu að það væri ekki liklegt til árangurs í baráttu gegn meiðslum barna á reiðhjólum að setja slíkt lagaákvæði.
Það má einnig benda á að OECD gaf út lista yfir 16 atriði sem sýnt hafi verið að skiluðu árangri í að fækka slysum á hjólreiðamönnum. Þar var ekki minnst á hjalmaskyldu eða hvatningu til aukinnar hjálanorkunar enda benda rannsóknir ekki til þess að slíkt skili árangri í þá veru.
Og varðandi spurningu Ómars með það af hverju börn eru slylduð til að nota hjálma. Hér á landi var það einn ráðherra sam ákvað að gera það án þess að styðjast við nokkrar rannsóknir til að rökstyðja þá ákvörðun. Þetta er sama sagan annars staðar í heiminum sem slík hjálmaskylda hefur verið sett. Það hefir verið gert af tilfinningaástæðum en ekki með ígrundiðum aðgerðum studdum með rannsóknum sem sýndu gagnsemi slíkrar aðgerðar.
Sigurður M Grétarsson, 17.4.2016 kl. 18:23
Ágæti Ómar.
Það er ánægjulegt að þú meiddist þó ekki alvarlegar en þú lýsir og vona ég að þú náir fullum bata hið fyrsta.
Á kjánana sem agnúast út í reiðhjólahjálma og annann öryggisbúnað á hjólum og vélhjólum og líklega í bílum og bátum er ekki orðum eyðandi. Spurning hvort þeir hefðu ekki þurft hjálm fyrr. Það er t.d. fróðlegt að sjá að alvarleg höfuðslys á sjómönnum á togurum og nótaskipum hefur stórfækkað þau hafa nánast horfið enda sést ekki maður þar við vinnu hjámlaus. Sama á við á öllum stöðum þar sem unnið er við slysaaðstæður t.d. við byggingastörf eða gagnagerð.
Kjartan Gunnarsson.
Kjartan Gunnarsson (IP-tala skráð) 17.4.2016 kl. 18:28
Í 2. grein umferðarlaga nr. 50/1987 segir orðrétt: „Gangbraut:
Sérstaklega merktur hluti vegar, sem ætlaður er gangandi vegfarendum til að komast yfir akbraut.“
í 3. grein stendur: „Ákvæði um gangandi vegfarendur gilda einnig um þann sem er á skíðum, hjólaskíðum, skautum eða svipuðum tækjum; enn fremur um þann sem rennir sér á sleða eða dregur með sér eða leiðir tæki eða hjól. Þau gilda og um [fatlaðan einstakling]2) sem sjálfur ekur hjólastól.“
Og í áliti fræðslustjóra samgöngustofu, Þóru Magneu Magnúsdóttur, frá 8.4.1915 segir orðrétt: „Í lögunum segir einnig „Heimilt er að hjóla á gangstétt og gangstíg, enda valdi það ekki gangandi vegfarendum hættu eða óþægindum.
Hjólreiðamaður á gangstétt eða gangstíg skal víkja fyrir gangandi vegfarendum.“
Ekki er gangbraut þar með í upptalningunni og því má ætla að ekki skuli hjólað yfir á gangbraut heldur hjól leitt yfir.
Hætta getur skapast ef hjólað er yfir.
Má þá ætla að hjólreiðamaður fyrirgeri rétti sínum um forgang ef hann hjólar yfir sebramerkta gangbraut.“
Dugir þetta Birgir Fannar Birgisson?
Þorvaldur S (IP-tala skráð) 17.4.2016 kl. 18:32
Ég er hjólandi hér í Sviss. Hér eru reglur varðandi gangbraut (merkt með gulum strikum) og hjólendur (Velofahrer) nákvæmlega eins og Þorvaldur S lýsir (13:30 og 18:32) . Ef þú leiðir hjólið á gangbrautinni, ert sem sagt fótgangandi, hefur þú forrétt, annars ekki.
Haukur Kristinsson (IP-tala skráð) 17.4.2016 kl. 19:01
Hér má sjá grein í Lækablaðinu frá árinu 1996 þar sem sagt er frá einu rannsókninni sem ég veit um sem hefur verið gerð hér á landi um gagsemi hjálmanotkunar.
http://www.lhm.is/images/stories/vaktin/arnid/Laeknabladid1996_315.pdf
Hér er egin að mæla gegn hjálmanotkun. Ég er aðeins að benda á að fátt bendi til þess að sú fullyrðing að hjálmar hafi bjargað mörgum mannslífum hér á landi standist. Ég er bara að óska eftir því að ekki sé verið að útmála hjólreiðar sem hættulegri yðju en þær raunverulega eru.
Og enn vil ég benda á að þeir sem ekki skilja munin á gagsemi hjálmanotkunar og gagsemi lagaskyldu til hjálmanotkunar þurfa aðeins að kynna sér málin betur. Þetta er alls ekki sami hluturinn.
Sigurður M Grétarsson, 17.4.2016 kl. 20:11
Ég ítreka það sem ég hef sagt áður segir, að tilefni í fréttum dagsins í fjölmiðlum varðandi dreifingu reiðhjólahjálma í skólum varð til þess að ég taldi það skyldu mína í forvarnaskyni að vekja málefnalega umræðu um notkun hjálma.
Mér finnst sanngjarnt á þessu stigi af tillitssemi við málsaðila að beðið sé með það að lýsa því út í hörgul hvernig þetta slys bar nákvæmlega að.
Get þó upplýst það að bílstórinn segir að meðvirkandi ástæða slyssins hafi verið að lág kvöldsól blindaði hann á versta augnabliki.
Umferð reiðhjóla um gatnamót getur hins vegar vel orðið að sérstöku umfjöllunaratriði síðar.
Ómar Ragnarsson, 17.4.2016 kl. 20:17
Óska þér góðs bata - og takk fyrir að segja reynslusöguna af hjálminum.
Ég þekki allt of marga sem hafa hlotið varanlegan skaða í hjólreiðaslysum.
Þess vegna er andmælandi hjálmanotkunar við hjólreiðar, í mínum huga: "...ei nema hálfur maður, sem hafnar siðum góðum."
Þorkell Guðnason, 17.4.2016 kl. 21:24
Hvar á Grensásveginum varð þetta slys? Kaflanum sem til stendur að þrengja og taka umferðahraðann niður, eða norðan Miklubrautar?
Haukur (IP-tala skráð) 17.4.2016 kl. 22:46
Þetta var á leið minni og fleiri hjólreiðamanna í austurátt á stíg sem liggur samsíða Miklubraut niður að gatnamótum Grensásvegar og Miklubrautar.
Sem sagt: Norðan Miklubrautar.
Ómar Ragnarsson, 17.4.2016 kl. 23:23
Til hamingju að komast svona vel út úr þessu Ómar. Gott að þú varst með hjálm.
Ívar Pálsson, 17.4.2016 kl. 23:55
Nei, Þorvaldur, þetta dugar ekki. Þessi ummæli Þóru Magneu hafa verið dregin mjög í efa af mörgum kollegum hennar hjá Samgöngustofu, þar á meðal forstjóra stofnunarinnar.
Það er hvergi bannað í umferðarlögum að hjóla yfir á gangbraut. En ég get alveg verið sammála þér um að það er hvergi tekið sérstaklega fram að það sé leyfilegt, og þeir sem eru andvígir því geta alveg dregið ályktanir í þá átt að það ætti að vera bannað. En það er það ekki.
Á sama hátt og hægt er að nota ákvæðið um að hjálparmótor rafmagnshjóla eigi að hætta að aðstoða hjólreiðamanninn þegar 25km hraða er náð, til að draga þá álykutn að það sé almennur hámarkshraði á hjólastígum.
Birgir Fannar Birgisson (IP-tala skráð) 18.4.2016 kl. 06:03
Þorkell Guðnason. Hver er að andmæla hjálmanotkun hér? Allavega ekki ég. Ég tek það fram að ég hjóla daglega og fer sjálfur aldrei á reiðhjól án reiðhjólahjálms. En ég er þreyttur á því þegar verið er að útmala hjólreiðar sem mun hættulegri yðju en þær eru með því að halda því fram að hjálmar hafi bjargað mörgum mannslífum meðan sú fullyrðing er í besta falli vafasöm.
Ég er líka á móti skyldunotkun hjálma af þeirir ástæðu að reynslan af slíku þar sem það hefur veirð gert er alls staðar slæm. Það er líka ástæða þass að nánast öll hjólreiðasamtök í heiminujm eru mótfallin hjálmskyldu og er sú afstaða tekin á grunvelli vel og faglega unnina úttekta á afleiðingum slíkrar lagasetningar.
Sigurður M Grétarsson, 18.4.2016 kl. 07:44
Gangbraut:
Sérstaklega merktur hluti vegar, sem ætlaður er gangandi vegfarendum til að komast yfir akbraut.“
í 3. grein stendur: „Ákvæði um gangandi vegfarendur gilda einnig um þann sem er á skíðum, hjólaskíðum, skautum eða svipuðum tækjum; enn fremur um þann sem rennir sér á sleða eða dregur með sér eða leiðir tæki eða hjól. Þau gilda og um [fatlaðan einstakling]2) sem sjálfur ekur hjólastól.“
Gangbraut er ætluð gangandi vegfarendum til að komast yfir gangbraut skv. 2. grein og njóta þeir þar forgangs.
Í 3. greininni eru svo gangandi vegfarendur skilgreindir. Þar er m.a. tekið fram að gangandi teljist maður sem leiðir hjól. Þar eru taldir allir þeir sem njóta forgangs á gangbraut. Hjólríðandi maður er ekki þar upp talinn.
Hvergi tala ég um að bannað sé að hjóla yfir gangbraut. Hins vegar nýtur hjólreiðamaður ekki forgangs þar og má ekki ætlast til að svo sé og skal víkja fyrir bifreiðaumferð og jafnvel komi hjólreiðamaður eftir akbrautinni skal okkar maður víkja.
Dugi þetta ekki er ég ráðalaus.
Þorvaldur S (IP-tala skráð) 18.4.2016 kl. 08:44
Fengin að þú slappst óbrotinn, Ómar, og hafðu þakkir fyrir að fitja upp á umræðuefninu.
Mér sýnist þú vilja takmarka umræðuna við notkun fullorðinna á hjólahjálmum. Ég hef hjólað daglega í nær fjörutíu ár, yfirleitt 25 km á hverjum virkum degi. Prófaði að nota hjálm en fannst það skerða bæði heyrn og sjónvídd. (Kannski rétt að taka það fram að ég hjóla yfirleitt ekki hraðar en 25 km á klukkustund.)
Þessi uppfitjun þín á verðugu umræðuefni er greinilega að hverfa í gleymskunnar hyl, þrátt fyrir góða þátttöku lesenda. Ég vona að þú haldir samt áfram að vekja athygli á stöðu hjólreiðamanna, sér í lagi á stórborgarsvæðinu og takmarkir þig ekki við umræðu um öryggishjálma sem eru, eins og flestir vita, mismunandi að gæðum.
Mér finnst athugasemd Þorvalds(#16) athyglisverð og á erfitt með að verjast þeirri hugsun að e.t.v. vanti eitthvað í reglugerðir eða lagasetningar um stöðu hjólreiðanda.
Sjálfri finnst mér að hjólreiðamenn eigi að vera á merktum hluta innanbæjar akbrauta og að þeir eigi að víkja fyrir gangandi á merktum gangbrautum nema umferðaljós gefi annað til kynna.
Mér finnst algjörlega ótækt að hjólreiðamenn noti gangstéttir eða göngustígi sem sínar umferðaæðar.
Agla (IP-tala skráð) 18.4.2016 kl. 09:28
Til að taka af allan vafa, þá hefur fallið dómur þess eðlis að hjólreiðamenn fyrirgera ekki rétti sínum þegar þeir fara yfir gangbraut á reiðhjóli, í stað þess að leiða það.
Annað, á gatnamótum Miklubrautar og Grensásvegar, þar sem Ómar lenti í því, eru ekki gangbrautir. Þar eru hins vegar heilar línur sem tryggja forgang þeirra sem innan línanna fara. Sá sem fer yfir heila lína, er alltaf í órétti nema á grænu ljósi. Í raun var Ómar með aðalbrautarréttinn á á beygjureinunum, en á aðalæðunum (N og S, hefur hann verið í órétti hafi hann verið á rauðu gönguljósi en í rétti hafi hann verið á grænu gönguljósi.
Haukur (IP-tala skráð) 18.4.2016 kl. 11:25
Takk Ómar fyrir að deila sögu þinni og gott að heyra að ekki fór ver. Til fróðleiks deili með þér og þeim sem skoða þessa síðu:
Tími. mánudagur 18. apríl í Norræna húsinu:
Kl. 18:00 sýning á myndinni hefst í sal http://www.bikes-vs-cars.com/
Kl. 19:30, pallborðsumræður
Reikna með ca 20-30 mín í pallborð og opna svo fyrir nokkrar spurningar úr sal.
Sendiherra Svía á Íslandi býður gesti velkomna.
Pallborð:
Gísli Marteinn, fjölmiðlamaður (stjórnar umræðum)
Kristín Sigurðardóttir, slysa- og bráðalæknir og stjórnarmaður FÍB
Morten Lange, fyrrverandi formaður Landssamtaka hjólreiðamanna og einn af stofnfélögum Hjólafærni á Íslandi
Sigrún Helga Lund, stofnandi Samtaka um bíllausan lífsstíl
Þorsteinn R. Hermannsson, nýráðinn samgöngustjóri Reykjavíkurborgar
Þið megið mjög gjarnan deila viðburðinum í ykkar netverki, http://nordichouse.is/event/3452/
Kristin Sigurðardóttir (IP-tala skráð) 18.4.2016 kl. 14:15
Hér er úttekt á afleiðingum hjálmaskyldu í Ástralíu. Niðurstaðan varð gríðerlegur samdráttur í hjólreiðum en engin samdráttur í meiðslum hjólreiðamanna.
http://www.cycle-helmets.com/
Vegna slæmra lýðheilsuáhrifa af þessari gríðarlegu fækkun hjólreiðamanna er talið að hjálmaskyldan kosti ástrakslt heimbrigðiskerfi um hálfan milljarð dollara á ári.
Afleiðingar hjálmaskyldu hafa orðið nokkurn vegin þær sömu annars staðar sem slíkt hefur verið gert.
Sigurður M Grétarsson, 18.4.2016 kl. 16:36
Ekk myndi ég lesa verulega staðfestingu á rétti manna til að hjóla á gangbrautum út úr dómi nr S-256/2007. Þetta er eini dómurinn sem fallið hefur í slíku máli og rökstuðningurinn ber glögglega með sér samúð dómarans með litlum dreng sem varð fyrir bíl. Hún telur upp þá sem leyft er skv. lögunum að fara yfir gangbraut á forgangi og segir síðan: "Telur dómurinn [sem sagt einn dómari]að hegðun tjónþola megi jafna við athafnir ákvæðis 2. mgr. 3. gr. umferðarlaga með rýmkandi lögskýringu." Slík ummæli dómara verða ævinlega hártoguð og verulegar líkur á að Hæstiréttur snúi slíkum dómum. Þá liggur fyrir að bannað er að aka niður fólk þótt menn séu í rétti og ökumaðurinn þótti hafa ekið of hratt miðað við aðstæður að öðru leyti. Sakfelling byggðist fyrst og fremst á óvarlegum akstri og síðan afar nýstárlegri lagatúlkun sem dómarinn býr til sjálfur og hefur hvergi fengið stuðning annars staðar. Eiginlega er óskiljanlegt að málinu skyldi ekki vera áfrýjað, en sennileg skýring á því er sú að sektarupphæðin var svo lág að hún nær ekki lágmarksupphæð til áfrýjunar.
Þorvaldur S (IP-tala skráð) 19.4.2016 kl. 08:37
I framhaldinu af þessa umræðu var hringt í Landssamtök hjólreiðamanna þar sem blaðamaður mbl.is benti á að tala við fyrrverandi formann og nú stjórnarmaður í samtökunum. Útkoman var ágæt, að ég held:
http://www.mbl.is/frettir/innlent/2016/04/19/ekki_nota_hraedsluarodur_a_hjolafolk/
Morten Lange, 20.4.2016 kl. 14:44
Þorvaldur S, ég get tekið undir rökin um að niðurstaða dómsmáls sé sennilega tengt því að þetta hafi verið barn. En égheld þó allra mest tengd því að bílstjórinn hafi akið óvarlega.
En svo má benda á að í siðuðum löndum í þessum efnum, þá er mjög skýrt að þetta sé almenn regla. Bílstjórar bera sök nema hægt sé að sanna alvarlegt gáleysi hjá fullorðnum. Svo má lita til hvernig reglur eru í Noregi, en þar má hjóla á gönguhraða á gangstett og þvera þannig götu á gangbraut. En fólk á hjóli sem það gera hafa ekki forgang, ólíkt gangandi.Ekki er ósennilegt að fólk á hjóli muni samt öðlast forgangi líka, því þannig hegða flestir bílstjórar sér (einnig hér).
Það er eiginlega til lítils að ræða hvort megi hjóla yfir á gangbraut. Það mun bara virka til að beina athyglina frá mun þarfari hlutum, og er til þess fallið að mynda andúð í garð fólks sem hjóla, frekar en að bæta tillitssemi og samvinnu í umferðinni.
Ég spái því að innan fimm ára er búið að léiðrétta lögin, nú eða lafgaskýringar að þessu leyti.
Morten Lange, 21.4.2016 kl. 14:24
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.