Sameiningartákn í þroskuðu lýðræðisríki.

Í þroskuðum lýðræðiríkjum eru víða pólitískt kosnir forsetar, oft eftir harða kosningabaráttu á milli ólíkra stjórnmálaafla. 

Hjá þessum þjóðum flestum eru forsetarnir samt sameiningartákn út á við og inn á við vegna þess að þeir telja það skyldu sína að vera það og koma fram sem forsetar allra landsmanna, en ekki aðeins sinna eigin kjósenda. 

Það á að vera hægt að sameina þessa ólíku þætti, stjórnmál og sameiningarþjónustu, ef forseti og þjóð leggja sig fram um það. 


mbl.is Helst misvel á sameiningartákni
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Þorsteinn Briem

Ólafur Ragnar Grímsson hefur aldrei verið sameiningartákn okkar Íslendinga.

Vigdís Finnbogadóttir og Kristján Eldjárn voru það hins vegar.

15.9.2009:

Einungis 1% Íslendinga segir Ólaf Ragnar Grímsson vera sameiningartákn þjóðarinnar

Þorsteinn Briem, 17.4.2016 kl. 23:05

2 identicon

Og svo eru þeir sem telja okkur þurfa að breyta stjórnarskrá svo hægt sé að kjósa þangað til allir verða sammála um sameiningartáknið. Telja kosningar skapa samstöðu sé kosið nógu oft.

Hábeinn (IP-tala skráð) 17.4.2016 kl. 23:36

3 Smámynd: Jón Valur Jensson

Ómar Ragnarsson skrifaði undir áskorendalista InDefence til forseta Íslands um að vísa fyrri Icesave-samningnum í þjóðaratkvæðagreiðslu,* en það sama gerði hann ekki um Buchheit-samninginn, hann skrifaði ekki upp á undirskriftasöfnun Samstöðu þjóðar gegn Icesave (á Kjosum.is). Í þjóðaratkvæðagreiðslu um það mál 9. apríl 2011 sögðu þrír af hverjum fimm kjósendum NEI í kosningunum um Buchheit-lögin, 2 af 5 sögðu já. (Sjá: Fagnaðardagur eftir 59,9% sigur

 

Í þessu máli hafði Ólafur forseti öðru sinni gerzt sameiningartákn þjóðar-meirihlutans í hennar mikla hagsmunamáli. En þarna var Ómar EKKI á bandi með þjóð sinni og lagalegum réttindum hennar –– hann kaus þar að anda ekki á sína Samfylkingu.

 

Í Eyjugrein hans 6.3. 2010, Landhelgisdeilan og Icesave, sem hefst á orðunum: "Icesave má líkja við langhlaup sem vinnst ekki endanlega fyrr en komið er í mark. Og það gerist þegar síðasta krónan/evran/pundið verður greitt. Segjum að það gerist eftir 24 ár …" þá var Ómar greinilega að gæla við það, að við Íslendingar skyldum bara taka stefnuna á að borga Bretum og Hollendingum, eins og þeir kröfðust, þetta yrði ekki svo mikið mál eftir á, ekki frekar en menn hafi þurft að sýta það, að fullnaðarsigur í landhelgismálinu tók okkur um aldarfjórðung!

 

Einnig ÞETTA er býsna fróðlegt!

Og gleymum aldrei EFTA-dómstóls-sýknudóminum 28. janúar 2013!

 

* http://omarragnarsson.blog.is/blog/omarragnarsson/entry/2170736/ 

Jón Valur Jensson, 18.4.2016 kl. 01:28

4 Smámynd: Ómar Ragnarsson

Engan Íslending óraði fyrir því, ekki einu sinni Sigmundi Davíð, að EFTA-dómstóllinn myndi afgreiða málið út úr heiminum í janúar 2013.

Þá sátu margir við sjónvarpið og voru búnir að búa sig undir að úthúða aðild okkar að EFTA og alþjóðlegu samstarfi.

Það var ósköp auðvelt að segja eftir á svipað og strákar segja þegar vafasamur vítaspyrnudómur er framkvæmdur og skotið misheppnast: Kom í ljós! 

Þú munt aldrei komast framhjá þeirri meginstaðreynd, Jón Valur, að bestu myndina, sem alltaf er sýnd af mótmælunum gegn Icesave, tók ég úr flugvél ofan frá af blysförinni til Bessastaða, og lagði allt það sem í mínu valdi stóð, til að sá samningur, - sem hafði verið samþykktur með auknum meirihluta á Alþingi, viðbótaratkvæðum og hjásetu hjá þáverandi stjórnarandstöðu, - yrði felldur í þjóðaratkvæðagreiðslu.  

Ómar Ragnarsson, 18.4.2016 kl. 09:04

5 Smámynd: Ómar Ragnarsson

Afsakið innsláttarvillu: Á að vera "..ekki einu sinni Sigmund Davíð.."

Ómar Ragnarsson, 18.4.2016 kl. 09:05

6 identicon

Skrítið þetta alþjóðlega samstarf hjá Erdogan og Merkel.  Var frasinn um Mömmu Merkel kannski bara eitthvað grín? 

http://www.ruv.is/frett/erdogan-beygir-angelu-merkel

Elín Sigurðardóttir (IP-tala skráð) 18.4.2016 kl. 09:44

7 Smámynd: Jón Valur Jensson

Rangt hjá þér, Ómar, að engan Íslending hafi órað fyrir því, að við myndum vinna málið fyrir EFTA-dómstólnum. Greinilega varst þú ekki á okkar slóðum, Þjóðarheiðursmanna.

Jón Valur Jensson, 19.4.2016 kl. 00:52

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband