"Varnarlínurnar" liggja stundum annars staðar en ætlað er.

Áratugum saman hefur það verið haft á orði að "varnarlínan" varðandi "fólksflóttann" af landsbyggðinni hafi legið um Ártúnsbrekku og síðar við Kjalarnes og Geitháls.

Þetta er að breytast. Mikilvægasta arnarlínan hefur færst suður í Leifsstöð af því að æ fleiri flytjast nú alla leið til útlanda en áður var, og það stundum í svo miklum mæli, að aðeins með straumi erlendra innflytjenda helst mannfjölgun við á landinu.

Einnig hafa verið umræður um varnarlínur gegn flutningi úr sveitum og dreifbýli til þéttbýlisstaða.

Þessar varnarlínur eru að riðlast sums staðar eins og sést á upptalningunni á þeim þéttbýlisstöðum úti á landi, allt suður til Borgarness, sem gætu átt í vök að verjast á næstu áratugum.

Þegar verið er að benda á þessa hluti eru þeir, sem það gera, oft vændir um óþjóðhollustu og söng um "ónýta Ísland."

En tölur og staðreyndir eru til þess að bregðast við þeim en ekki til þess að reyna að hræða menn frá því að bregðast við þeim.


mbl.is Byggð í þéttbýli í hættu
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Þorsteinn Briem

8.1.2016:

"
Tölur sem ASÍ birti í gær staðfesta að bætt efnahagsskilyrði hafa ekki dregið úr brottflutningi Íslendinga, heldur hafi hann þvert á móti aukist."

Þorsteinn Briem, 18.4.2016 kl. 11:22

2 Smámynd: Þorsteinn Briem

8.1.2016:

"Framkvæmdastjóri Samtaka atvinnulífsins segir að á næstu árum breytist Íslendingar í innflytjendaþjóð.

Eftir tiltölulega skamman tíma verði útlendingar um fimmtungur þjóðarinnar.

Fyrirsjáanlegur sé skortur á vinnuafli sem kalli á að hingað komi tvö til þrjú þúsund útlendingar til starfa á ári.

Það er óhætt að fullyrða að samsetning íslensku þjóðarinnar er að breytast og muni breytast mikið á næstu árum. Þetta á einnig við um aldurssamsetninguna.

Þeim sem eru eldri en sjötugir á eftir að fjölga ört. Árgangar sem komu í heiminn eftir seinni heimsstyrjöldina eru nú að komast á þennan aldur."

Íslendingar að breytast í innflytjendaþjóð

Þorsteinn Briem, 18.4.2016 kl. 11:24

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband