20.4.2016 | 11:38
Eyjafjallajökull, útifundur og afsögn ráðherra eins og hvalreki.
Strax í upphafi gossins í Eyfjallajökli, þegar það setti flugsamgöngur úr skorður um alla jörðina í raun, var því spáð hér á síðunni að aldrei í sögu Íslands hefðu land og þjóð fengið eins mikla og verðmæta auglýsingu.
Á tveimur dögum, 4. og 5. apríl, fékk Ísland aftur verðmæta auglýsingu, vegna þess hvernig mál snerust úr því að upplýsa um einstaklega mikil not Íslendinga á aflandsfélagum í skattaskjólum yfir í risavaxinn mótmælafund, afsögn forsætisráðherrans og skipun nýs í staðinn.
Flest sem gerðist í þessi tvö skipti, 2010 og 2016, var á yfirborðinu neikvætt, en reyndst jákvætt þegar upp var staðið, hvalreki fyrir umfjöllun erlendra fjölmiðla og þar með áhuga ferðafólks á landinu.
Umfjöllun um Ísland náði til 1,3 milljarða | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Athugasemdir
Íslands hamingju allt að vopni,
einkum þó hann Simmi,
og soldið Ómar sá útopni,
sáralítill krimmi.
Þorsteinn Briem, 20.4.2016 kl. 15:07
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.