23.4.2016 | 09:34
Steypustöð og sand- og malarvinnsla við miðborg Lundúna?
Það þarf ekki neinn borgarskipulagsfræðing til að sjá, þegar litið er á yfirlitskort yfir höfuðborgarsvæðið, að Ártúnshöfðahverfið liggur nálægt stærstu krossgötum landsins þar sem leiðir skerast, sem liggja annars vegar milli Vestur-Norðurlands og Suðurnesja, og hins vegar milli Seltjarnarness, sem Reykjavík stendur á, og Suður-Austurlands.
Aðeins 2-3 kílómetra vestur frá Ártúnshöfðahverfinu liggur þungamiðja íbúða og fyrirtækja á höfuðborgarsvæðinu.
Ártúnshöfðinn er að sönnu afar heppilegt stæði fyrir malar- og sandnám af flestu tagi, og þaulsætni fyrirtækja í slíkri starfsemi hefur helgast af því fram að þessu, en augljóst er, að fyrr eða síðar verður að finna slíku annan stað, því að möguleikarnir fyrir því að þétta og gera skilvirkari samsetningu byggðar á höfuðborgarsvæðinu er svo miklir og vaxandi á þessu verðmæta miðjusvæði.
Flytur Björgun á árinu? | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Athugasemdir
Myndir 1-9 sýna hvaða þróun gæti orðið með nýjum Landspítala Sundabraut og samgöngumiðstöð á Höfðanum, skoðið myndirnar fram og til baka.
Sturla Snorrason, 23.4.2016 kl. 11:22
Alvöru umræða um byggð umhverfis Geirsnef ásamt umferðarútreikningum hefur aldrei verið sett á vitræmt plan á vegum borgarinnar.
Fáar vegaframkvæmdir munu skila meiri eldsneytissparnaði en Sundabraut. Með Sundabraut inn við Elliðarárósa skapast einstök skilyrði fyrir uppbyggingu nýrrar þungamiðju fyrir Reykjavík í atvinnu og skólamálum ásamt samgöngumiðstöð og nýju sjúkrahúsi.
Sturla Snorrason, 23.4.2016 kl. 11:31
Miðja íbúafjöldans á höfuðborgarsvæðinu, frá Kjalarnesi að Hafnarfirði, er vestan Kringlumýrarbrautar í Reykjavík:
Íbúafjöldi á höfuðborgarsvæðinu 1. janúar 2014:
Reykjavík 121.230 (58,1%),
Kópavogur 32.308 (15,5%),
Hafnarfjörður 27.357 (13,1%),
Garðabær 14.180 (6,8%),
Mosfellsbær 9.075 (4,4%),
Seltjarnarnes 4.381 (2,1%).
Samtals 208.531.
Sunnan Reykjavíkur og Seltjarnarness (í Kópavogi, Garðabæ og Hafnarfirði) 73.845 íbúar.
Í Laugardal, Árbæ, Breiðholti, Grafarvogi, Grafarholti, Úlfarsárdal, Mosfellsbæ og á Kjalarnesi 74.970 íbúar.
Í Háaleitis- og Bústaðahverfi 14.519 íbúar.
Á Seltjarnarnesi, í Vesturbæ, Miðbæ, Hlíðum, Holtum, Túnum og Teigum 45.064 íbúar, 30.545 fleiri en í Háaleitis- og Bústaðahverfi.
Og póstnúmer 105 Reykjavík er að langmestu leyti í Hlíðum, Holtum og Túnum vestan Kringlumýrarbrautar.
Miðja íbúafjöldans á höfuðborgarsvæðinu, frá Kjalarnesi að Hafnarfirði, er því vestan Kringlumýrarbrautar í Reykjavík, nálægt Klambratúni (Miklatúni) og því skammt frá Landspítalanum.
Þorsteinn Briem, 23.4.2016 kl. 14:33
Um 1.100 íbúðir verða í Vogabyggð en um 850 í Hlíðarendahverfinu einu.
Þorsteinn Briem, 23.4.2016 kl. 14:33
Í Reykjavík starfa langflestir vestan Kringlumýrarbrautar og á því svæði eru stærstu vinnustaðirnir í Reykjavík.
Og langflest hótel og gistiheimili í Reykjavík eru vestan Kringlumýrarbrautar.
Í Háskóla Íslands og Háskólanum í Reykjavík eru samtals um 20 þúsund nemendur og kennarar og á Landspítalanum starfa um fimm þúsund manns.
Vestan Kringlumýrarbrautar er enn verið að þétta byggðina og auka atvinnustarfsemi, til dæmis með því að reisa stór hótel og hátæknisetur lyfjafyrirtækisins Alvogen skammt frá húsi Íslenskrar erfðagreiningar.
Hversu mikil atvinnustarfsemi er til að mynda í Háaleitis- og Bústaðahverfinu, Laugardalssvæðinu, Grafarvogi, Grafarholti, Árbænum og Breiðholtinu?!
Reykvíkingar eru 58% þeirra sem búa á höfuðborgarsvæðinu.
Og ef einhverjir geta talið upp meiri atvinnustarfsemi í Reykjavík en vestan Kringlumýrarbrautar, einhverju öðru sveitarfélagi á höfuðborgarsvæðinu eða utan þess, þætti mér gaman að sjá það.
Þorsteinn Briem, 23.4.2016 kl. 14:38
Gatnamót Hringbrautar, Snorrabrautar, Bústaðavegar og Miklubrautar skammt frá Landspítalanum eru ein umferðarmestu gatnamót landsins með um 100 þúsund bíla á sólarhring, sem er um helmingur fólksbílaflotans hér á Íslandi, en hann var 206 þúsund bílar árið 2011.
Þorsteinn Briem, 23.4.2016 kl. 14:40
Umferðarmiðstöðin (BSÍ) við Hringbraut er aðalumferðarmiðstöð höfuðborgarsvæðisins og langflest hótel og gistiheimili, um tvö hundruð, eru vestan Kringlumýrarbrautar.
Þorsteinn Briem, 23.4.2016 kl. 14:41
Í Reykjavík vestan Kringlumýrarbrautar er nú verið að byggja eða nýbúið að byggja um 1.250 íbúðir:
Um 200 íbúðir Búseta við Einholt og Þverholt,
um 100 stúdentaíbúðir í Brautarholti 7,
um 140 íbúðir í Stakkholti,
um 180 íbúðir í Mánatúni,
um 80 íbúðir á Lindargötu 39 og Vatnsstíg 20-22,
um 20 íbúðir á Lindargötu 28-32,
um 90 íbúðir á Höfðatorgi,
um 140 íbúðir á Lýsisreit við Grandaveg,
um 20 íbúðir í Skipholti 11-13,
um 70 íbúðir á Mýrargötu 26,
um 20 íbúðir á Hljómalindarreit milli Laugavegar og Hverfisgötu,
um 70 íbúðir á Frakkastígsreit milli Laugavegar og Hverfisgötu,
um 40 íbúðir á Tryggvagötu 13,
um 80 íbúðir austan Tollhússins.
Einnig verða til að mynda um 200 íbúðir á Barónsreitum, um 60 á Hverfisgötu 96 neðan við Laugaveg 77, um 20 á Frakkastíg 1, um 170 við Slippinn í Vesturbugt, um 170 í Austurhöfn við Hörpu og um 100 við Guðrúnartún.
Þar að auki verða til dæmis um 350 stúdenta- og starfsmannaíbúðir við Háskólann í Reykjavík, um 100 íbúðir við Stakkahlíð fyrir námsmenn og aldraða og um 80 íbúðir við Keilugranda í samstarfi KR og Búseta.
Og einnig er ætlunin að byggja allt að 850 íbúðir á Hlíðarendasvæðinu einu.
Alls verða því byggðar á næstunni að minnsta kosti 2.100 íbúðir í Reykjavík vestan Kringlumýrarbrautar í viðbót við þær 1.250 íbúðir sem þar er verið að byggja eða nýbúið að byggja.
Samtals 3.350 íbúðir vestan Kringlumýrarbrautar í Reykjavík.
Og einnig er nýbúið að byggja og verið að byggja íbúðir á Seltjarnarnesi.
Þorsteinn Briem, 23.4.2016 kl. 14:42
Hvernig í ósköpunum hægt er að fá það út að miðja íbúafjöldans á höfuðborgarsvæðinu sé vestan Kringlumýrarbrautar skammt frá núverandi Landspítala, er hulið hverjum þeim sem skoðar málið og er gróflega á skjön við það sem allir borgarfulltrúar, sem fjallað hafa um málið, hafa sagt.
Á höfuðborgarsvæðinu, frá Kjalarnesi til Hafnarfjarðar, búa alls 211 þúsumd manns.
Að 105 þúsund manns búi fyrir vestan Kringlumýrarbraut er náttúrulega brandari.
4401 býr á Seltjarnarnesi, og ef 101 þúsund manns búa í Reykjavík, vestan Kringlumýrarbrautar, eru þeir sem búa í Reykjavík austan Kringlumýrarbrautar aðeins 21 þúsund! (Íbúafjöldi Reykjavíkur 2014 var 122 þúsund)
Ómar Ragnarsson, 23.4.2016 kl. 20:29
Og af þessum örfáu sem búa austan Kringlumýrarbrautar hírast þá amk. 10% í einni blokk í Breiðholtinu.
Þorvaldur S (IP-tala skráð) 24.4.2016 kl. 20:59
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.