24.4.2016 | 17:01
Eiga jarðgöng að ráða því hvenær kosið er?
Nú þegar er byrjað að koma því svo fyrir að loforðið um kosningar í haust verið ekki efnt.
Að minnsta kosti er ekki hægt að finna annað út úr því að Ásmundur Einar Daðason segir, að það verði að fresta þessum lofuðu kosningum, því að annars verði ekki hægt að byrja á Dýrafjarðargöngum á tilsettum tíma.
Sem sagt: Annað hvort kosningar og ekki Dýrafjarðargöng eða göngin og ekki kosningar.
Talað er eins og að Alþingi hafi ekki fjárveitingavald, vald, sem hefur verið notað til þess að fresta Dýrafjarðargöngum í áratugi og halda Vestfjörðum, einum landshluta, á svipuðu stigi í samgöngum og fyrir meira en hálfri öld.
Dónaskapur gagnvart þjóðinni | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Athugasemdir
Eru framsóknarmenn í fjölmiðlaflipperíi? Það kemur varla neitt vitrænt frá þeim þessa dagana frekar en áður.
Ragna Birgisdóttir, 24.4.2016 kl. 17:10
Ásmundur vill grafa göng,
í gegnum holt og hæðir,
afar löng og ekki þröng,
allra hjörtu bræðir.
Þorsteinn Briem, 24.4.2016 kl. 17:55
Nei, stjórnarskrá skal ráða, og skv henni ætti ekki að kjósa fyrr en næsta vor.
Ef við einfaldlega förum eftir stjórnarskrá en ekki eftir nokkrum öfgavinstrimönnum, þá verður hægt að afgreiða fjárlög, og þar með fjármagn í Dýrafjarðargöng.
Ég krefst þess að þjóðin fái einfaldlega að ráða, og farið verði eftir úrslitum kosninga 2013. Ef sama þjóð ákveður að fremja sjálfsmorð árið 2017 og kjósa vinstriöfga til valda, þá er bara að taka því.
Hilmar (IP-tala skráð) 24.4.2016 kl. 18:23
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.