24.4.2016 | 23:26
Þetta gerði Þórunn Jóhannsdóttir aldrei opinberlega.
Fyrir um 60 árum áttu Íslendingar kornungan píanósnilling, undrabarn að nafni Þórunn Jóhannsdóttir. Hún bar hróður landsins út fyrir landsteinana, ekki síst þegar hún giftist öðru undrabarni, Wladimi Ashkenazy, sem var orðinn að einum fremsta píanósnillingi heims á sjötta áratugnum.
Á endanum gerði Ashkenazy íslenskur ríkisborgari og beitt sér fyrir stofnun listahátíðar í Reykjavík.
Þórunn átti sín glansnúmer við píanóið sem hrifu áheyrendur, en ekki held ég að vitað sé til þess að hún hafi spilað á bakinu aftur fyrir sig á píanóstólnum.
Nú er spurningin hvort Ásta Dóra Finnsdóttir muni í fyllingu tímans hitta píanóleikara í fremstu röð og giftast honum líkt og Þórunn gerði.
Á sínum tíma varð það að heimspólitísku máli þegar Ashkenazy flúði land, en nú hafa netið og breytt alþjóðlegt umhverfi gert ólíklegt að jafn mikið stórmál gæti orðið úr hugsanlegan ráðahag Ástu Dóru Finnsdóttur í framtíðinni og ráðahag Þórunnar Jóhannsdóttur 1961.
Ein og hálf milljón áhorf í Taívan | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Athugasemdir
Ómar ungan snilling sá,
sigrar heiminn daman,
strax hann vill í spilin spá,
splæsir undrin saman.
Þorsteinn Briem, 25.4.2016 kl. 00:40
Karlremban alveg að sprengja þig? Forneskjulegt viðhorf þitt til kvenna er oft mjög áberandi, og undrun þín mikil þegar þær standa sig vel. Sú aðdáun sem þú lýsir ítrekað byggir á því að konur þurfi að vera því sem næst ofurmannlegar til að afreka það sama og karlmenn. Ásta Dóra getur bara sjálf orðið píanóleikari í fremstu röð og þarf ekkert að giftast einum slíkum. Hennar líf þarf ekki að stjórnast af því hverjum/hverri hún giftist.
Jós.T. (IP-tala skráð) 25.4.2016 kl. 00:44
Jós. T., Ásta Dóra finnur sér vitaskuld svarta konu í hjólastól og verður forseti Íslands. Jú, hann Ommi er algjört karlrembusvín , enginn vafi á því. Ég er viss um að konan hans hafi verið miklu betri flugmaður en hann, að minnsta kosti álíka góður skemmtikraftur, og stjarna hefði hún fengið að vera í sjónvarpinu. Svo er hún ekki einu sinni sköllótt.
En ekkert að óttast, Jósefína T. Konur eru að taka yfir heiminn, og þurfa ekki karla til þess. Þær fá allar bestu stöðurnar án þess að hafa hæfileikana til þess. Long Birgitta Silver fær Mæðraveldi sitt fyrr en varir. Við karlpungarnir verðum svo bara auðmjúkir þjónar, þrælar og sexmaskínur, ef að tæki hafa ekki leyst okkur af hólmi í þeim efnum líka. Þegar fyrsti kynningarþulurinn í Sjónvarpi varð karl, sá maður endalok testosteróns-veldisins. Brátt verður bannað að blogga.
FORNLEIFUR, 25.4.2016 kl. 06:41
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.