25.4.2016 | 06:14
Tækifæri, þótt menn sjái þau ekki.
Allt of lengi hefur mönnnum sést yfir þau tækifæri, sem ýmis konar markaðssetning gefur. Notkun íslenska fánans og nafn Íslands eru dæmi um það.
Fyrir matvælaframleiðsluþjóð getur nafn landsins ekki verið betra. Hægt væri að auglýsa með viðeigandi myndskreytingu: Ef þú vilt neyta góðs matar, hvert ferðu þá? Svar: Í ísskápinn - eða - kaupir íslenska matvöru.
Það er þekkt fyrirbæri um allan heim að samgöngumannvirki draga að sér verslun, þjónustu, framleiðslu og byggð.
Hafnir, krossgötur, flugvellir.
Þetta eru menn nú að sjá á Keflavíkurflugvelli og í nágrenni hans, verðmæti upp á hundruð milljarða.
Áratugum saman hefur hins vegar ríkt fjandskapur gagnvart þeim möguleikum sem Reykjavíkurflugvöllur býr yfir. Skipulag við völlinn hefur beinlínis miðað að því að koma í veg fyrir eðlileg not þessa góða samgöngumannvirkis.
Völlurinn hefur þann mikla kost í samanburði við svipaða flugvelli erlendis, að með því að lengja austur-vestur-braut hans skapast aðflug og fráflug yfir sjó í aðra áttina og yfir óbyggt svæði í Fossvogsdal í hina áttina.
Nýjar og hljóðlátar flugvélar, margar hverjar mun hraðskreiðari og hagkvæmari en áður hefur þekkst, gerbreyta líka stöðu valllarins til hins betra.
Vísa að öðru leyti í nýjan bloggpistil Einars Björns Bjarnasonar um þetta efni hér á blog.is
Merkja má vörur með íslenska fánanum | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Athugasemdir
"... nýju vélarnar [Bombardier Q400] geta flogið allt að 25% hraðar en Fokker F50 vélarnar."
Innanlandsflugið verður hugsanlega fært frá Reykjavík til Keflavíkurflugvallar með skemmri flugtíma í innanlandsfluginu og hraðlest á milli vallarins og Umferðarmiðstöðvarinnar (BSÍ) á Vatnsmýrarsvæðinu.
Þorsteinn Briem, 25.4.2016 kl. 13:56
15.12.2015:
"Ef svo fer fram sem horfir gæti hraðlest úr Vatnsmýrinni til Keflavíkurflugvallar verið komin í gagnið eftir átta ár.
Sveitarfélögin á höfuðborgarsvæðinu hafa möguleikann til skoðunar."
"Fluglestin - þróunarfélag ehf. hefur uppi áform um hraðlest úr Vatnsmýrinni til Keflavíkurflugvallar.
Það yrði raflest sem nær 250 kílómetra hraða og því tæki ferðin suður með sjó 15-18 mínútur.
Að hraðlestinni standa Fasteignafélagið Reitir, Landsbankinn, Ístak, Þróunarfélag Keflavíkurflugvallar Kadeco og Efla."
Hraðlest á milli Keflavíkurflugvallar og Umferðarmiðstöðvarinnar (BSÍ) eftir átta ár
Þorsteinn Briem, 25.4.2016 kl. 13:57
Valsmenn eiga landið á Hlíðarendasvæðinu.
"Hlíðarendi er erfðafestuland sem Knattspyrnufélagið Valur hefur átt frá árinu 1939."
Sagan - Hlíðarendi byggist
Og meirihluti Vatnsmýrarsvæðisins er í eigu Reykjavíkurborgar og einkaaðila, sem er stjórnarskrárvarinn eignarréttur.
Kosningar hafa farið fram um Reykjavíkurflugvöll sem eru enn í gildi, borgarstjórnir hafa framfylgt þeim kosningum og ríkið og Reykjavíkurborg hafa gert samninga á grundvelli þessara kosninga.
Þorsteinn Briem, 25.4.2016 kl. 14:05
Varaflugvellir fyrir Keflavíkurflugvöll eru á Akureyri, Egilsstöðum og í Skotlandi.
Þorsteinn Briem, 25.4.2016 kl. 14:09
"Flestir flugfarþegar eru karlmenn á aldrinum 30-35 ára, sem nota flugið vegna vinnu eða viðskipta.
Tæplega helmingur ferða er greiddur af einkafyrirtækjum og opinberum aðilum.
Keflavíkurflugvöllur er vel í stakk búinn til að taka við innanlandsflugi, reisa þyrfti nýja flugstöð eða finna henni stað í húsnæði sem til staðar er á vellinum."
Innanlandsflug um Keflavíkurflugvöll, möguleikar og samfélagsleg áhrif - Atvinnuþróunarfélag Suðurnesja, janúar 2014
Þorsteinn Briem, 25.4.2016 kl. 14:15
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.