Í Ameríku: "Follow the money! Í Íslandi: "Finndu...!?"

Eitt af lykilorðum mínum til opnunar á einu sviði fjarskipta minna tengdist hér um árið íslenskum stjórnmálamanni.

Ég hef til gamans haldið við svipuðu lykilorði, þótt átta ár séu liðin frá Hruninu og þótt það kynni að vera með ólíkindum að lykilorðið myndi verða viðeigandi áfram.

Lykilorðið varð til í sambandi við setningar á ensku og frönsku varðandi það hvernig best væri að bera sig að til að upplýsa vafasamar viðskipta- og stjórnmálafléttur.

Í Ameríku: "Follow the money!", rektu slóð peningannna!

Í Frakklandi: "Scherchez la femme!", leitaðu að konuninni í spilinu!

Hér heima vildi ég bæta við íslenskri útgáfu: "Finndu Finn!"

Ef einhver hefur haldið eftir Hrunið að íslenska útgáfan væri orðin úrelt, var það auðvitað fjarri lagi að slíkt gæti gerst.

Lykilorðið hefur heldur betur sannað sig núna.


mbl.is Finnur í Panama-skjölunum
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Þorsteinn Briem

Mikið er nú fundið fé,
á Framsóknar-Tortóla,
í dunkum held og dollum sé,
Dorritar og Óla.

Þorsteinn Briem, 26.4.2016 kl. 07:14

2 identicon

þegar grant er skoðað er nú ekki mark takandi á þessari umræðu að taka finn svona útúr í alri þessari aflanssúpu sem er ekki öll komin fram furðuleustu nöfn koma upp svona bara fyrir tilviljun megnið er úr landsbanka varla voru hinir bankarnir minna í þessu sérstaklega þæti mér gott að sá glitnisbanka. þar á ég von um að sjá fólk sem hefur verið að gagnrína þessi aflandsfélög. en nú þegar kastljósið hefur komist í gegnum auðveldu gerníngana ættum við að fara að sjá stóru nöfninn. nema rúv ætli sér að nota efnið til fjákúgunar lígt og árni úr eyjum sem hafði víst þrjár útgáfur af eitni bók sinni að sögn. nú þegar stóru nöfninn koma skulum við skoða hverja stjórnmálaflokka þeir studdu.miðað við ársreiknínga þeira þáðu allir peníng frá aflandseyjum á enn eða annan hátt. þá er spurt hvenær á maður stjórnmálaflokk og hvenær ekki. 

kristinn geir steindórsson briem (IP-tala skráð) 26.4.2016 kl. 11:05

3 Smámynd: Sigurður Haraldsson

Gerspilling flokkræðis er hér augljós, það ver sig sjálft í rauðan dauðann og nú síðast gamli maðurinn í Forsetaembættinu til ára tuga, getur ekki unnt samlöndum sýnum að sjá smá von til framtíðar án flokkræðismafíunnar.

Sigurður Haraldsson, 26.4.2016 kl. 11:10

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband