Það sem átti að vera einskisvert til atvinnusköpunar.

Fyrir rúmum tveimur áratugum sendu íslensk stjórnvöld í leyni út nokkurs konar neyðarkall til helsu stóriðjufyrirtækja heims undir ákallinu: "Lægsta orkuverð!"

Fyrirtækin voru hvött til að reisa verksmiðjur á Íslandi og þeim ekki einasta lofað lægsta orkuverði heims, heldur líka "sveigjanlegu mati á umhverfisáhrifum" og þeim ívilnunum öðrum sem duga myndu.

Það var ekki fyrr en í bókinni "Framtíðarlandið" 2006 sem Andri Snær Magnason upplýsti íslenskan almenning um þetta.

Jafnframt þessu var hafinn áróður, sem stendur enn hér á landi, varðandi það að stóriðjan væri það eina sem gæti "bjargað landinu."

Hamast var á skammaryrðinu "eitthvað annað" sem ígildi fánýtrar fjallagrasatínslu.  

Þessi pistill er skrifaður vegna þess að þessi stefna er linnulaust rekin ennþá og verður það áfram.  

Á síðasta aðalfundi Landsvirkjunar var áróðurinn hertur undir þeim formerkjum að "verndun og nýting (orkunýting) fari vel saman" og vitnað í heilmikla skoðanakönnun meðal ferðamanna, þar sem þeir voru spurðir hvort þeir væru jákvæðir eða neikvæðir gagnvart nýtingu endurnýjanlegra orkugjafa á Íslandi. Sem er svona álíka og að spyrja hvort fólk sé með eða á móti rafmagni. 

Nú hefur "eitthvað annað" í formi ferðaþjónustu og skapandi greina skapað meira en tíu þúsund ný störf á hverju ári síðan 2010. 

Þar að auki hefur eldsneytisverð verið í sögulegu lágmarki síðustu árin.  

En reynt er að finna allt annað til á útskýra lítið atvinnuleysi heldur en hina raunverulegu ástæðu og áfram sóst eftir að virkja allt sem virkjanlegt er og leggja risaháspennulínur um mestallt land fyrir stóriðju og sæstreng.

Meira að segja er krónunni, sem viðheldur hamlandi gjaldeyrishöftum, þakkað.   


mbl.is Atvinnuleysi lækkar í 3,8%
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband