Bensínvélin tók kipp.

Fyrir um áratug leit út fyrir að dísilhreyfillinn væri að sigla endanlega fram úr bensínhreyflinum, jafnvel þótt dísilhreyfillinn væri bæði dýrari og þyngri.

Ástæðan var meiri ending dísilhreyfilsins, mun minni eyðsla, einkum í köldu loftslagi og mun minni útblástur gróðurhúsalofttegunda.

Einnig hafði stórbætt forþjöppu- og innspýtingartækni gefið færi á að kreista tvöfalt meira afl út úr dísilhreyflum en áður.

En í lítt áberandi viðtali við helsta vélahönnuð Fiat-verksmiðjanna árið 2003 sagði hann, að það væri hvergi nærri búið að fá það út úr bensínhreyflinum, sem mögulegt væri, og að eftir nokkur ár myndi það koma í ljós.

Og það gerðist 2007 þegar Fiat Twin-air vélin var kynnt með stórbættri ventlastjórnun, innspýtingu og forþjöpputækni.

Þarna kom í ljós að með því að beita sömu ítrusu aðferðum og gert hafði verið á dísilhreyflinum, átti bensínhreyfillinn heilmikið inni enn.

Þetta var aðeins tveggja strokka 875 cc vél en afkastaði allt að 105 hestöflum, eða 120 hestöflum á litra rúmtaks, sem var næstum tvöföldun afls miðað við rúmtak.

Vélin varð margverðlaunuð og nokkrum árum síðar kom Ford með margverðlaunaða Ecoboost vélina sem afkastar allt að 125 hestöflum á 999 cc þriggja strokka vél.

Í þéttbýlu borgarsamfélagi Evrópu hafa efni í sótögnum og öðrum útblæstri dísilvéla valdið vaxandi áhyggjum, en líklega þarf ekki að hafa eins miklar áhyggjur af því hér á landi.

Nýju bensínvélarnar hafa enn ekki orðið jafnokar bestu dísilvélanna í sparneytni í köldu loftslagi, en kuldinn, einkum á veturna, virðis hafa meiri neikvæð áhrif á eyðslu bensínvéla en dísilvéla.

Hlutfall dísilvéla í bílaflotanum hér er mun lægra en í nágrannalöndunum og dísilhreyfillinn kemur betur út í bílum, sem mikið er ekið, heldur en bensínhreyfillinn.

Þess vegna er þetta allt saman bara á ágætu róli hjá okkur.  


mbl.is Snúa baki við dísilinu
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 identicon

Umhverfisverndarsinnar tala mikið um matarsóun þessi misserin sem er hið bezta mál. Enda vart hægt að hugsa sér meiri sóun en að sóa mat.

Það er þó nánast aldrei minnst á þá miklu matarsóun að það skuli vera skylda á Íslandi að brenna matvæli á díselbílum! Þetta mál hefur margar hliðar m.a. að gott ræktarland er tekið undir þetta, mikil umhverfisspjöll við framleiðslu á þessum íblöndunarefnum (matvælum) og síðast en ekki síst hækkar þetta matarverð til fátækra þjóða og tekur mat frá fátækum börnum (en atvinnulíf á Suðurnesjum virðist ganga fyrir þessu).

Nánar um þetta má kynna sér margar góðar greinar á Andríki.

Þorsteinn Styrmir Jónsson (IP-tala skráð) 28.4.2016 kl. 13:45

2 Smámynd: Þorsteinn Briem

"Ný rannsókn sýnir að á hverju ári deyja hátt í 9.500 íbúar í Lundúnum ótímabærum dauða vegna loftmengunar."

Þorsteinn Briem, 28.4.2016 kl. 13:55

3 Smámynd: Þorsteinn Briem

"The premature deaths are due to two key pollutants, fine particulates known as PM2.5s and the toxic gas nitrogen dioxide (NO2), according to a study carried out by researchers at King's College London.

The study - which was commissioned by the Greater London Authority and Transport for London - is believed to be the first by any city in the world to attempt to quantify how many people are being harmed by NO2.

The gas is largely created by diesel cars, lorries and buses, and affects lung capacity and growth."

Nearly 9,500 people die each year in London because of air pollution

Þorsteinn Briem, 28.4.2016 kl. 13:56

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband