Stefnir í tveggja póla forsetakosningar?

Línur virðast nú skýrast hratt í kosningabaráttunni um Bessastaði. Annars vegar birtist mjög sterk staða Ólafs Ragnars Grímssonar sem byggist á því að hann hefur verið mjög aðsópsmikill forseti og glæsilegur og þarfur fulltrúi landsins á erlendum vettvangi.

Í loftslagsmálum og málefnum Norðurslóða hefur hann unnið firnagott starf.

Hann hefur verið nokkurs konar Kekkonen Íslands, en Kekkonen var forseti Finna í 26 ár.

Þegar mikið lá við í Icesave-málinu komu málflutningur Ólafs Ragnars og aðgerðir sér vel, þegar höfuðnauðsyn var fyrir okkur að vinna tíma og snúa okkur í vil herfilega slæmu viðhorfi nágrannaþjóðanna til okkar. 

En líkt og Kekkonen er Ólafur ekki óumdeildur. Þegar fram líða stundir mun menn sjá að lang stærstu mistök hans voru að beita sér ekki í Kárahnjúkamálinu, þar sem framin voru verstu óafturkræfu spjöll á íslenskri náttúru sem möguleg voru. (Sjá niðurstöðu 1. áfanga rammaáætlunar).

Þau mistök mun bitna á öllum þeim milljónum manna, sem eiga eftir að byggja þetta land.

Eins og aðrir íslenskir ráðamenn mærir forsetinn einhliða "hreina og endurnýjanlega íslenska orku", en stórlega skortir á að svo sé þegar að er gætt. Slíkar alhæfingar byggðar á rangfærslum eiga eftir að koma okkur í koll.

Og forsetinn rígheldur í stjórnarskrá, sem í öllum meginatriðum er samin fyrir danskan konung 1849 til að friða hann með því að hafa fyrstu 30 greinarnar um hann sjálfan.

Í stað þess að Íslendingar fengju að semja nýja stjórnarskrá fyrir sig á Þjóðfundinum 1851 riftu Danir fundinum og þröngvuðu stjórnarskrá úr danska kansellíinu upp á Íslendinga 1874.

Með því að skipta út Danakonungi og íslenskum forseta 1944 var líf þeirrar stjórnarskrár framlengt með hátíðlegu loforði forystumanna íslensku flokkanna um að semja loks þá stjórnarskrá sem til hafði staðið að gera á Þjóðfundinum 1851.

Eftir árangurslausar tilraunir nefnda flokkshesta var loks haldinn þjóðfundur 2009, á grundvelli niðurstaðna hans unnið gríðarmikið starf í sérstakri stjórnlaganefnd og loks samin ný og framsækin, en þó klassísk norræn stjórnarskrá 2011, byggð á því besta sem sjá mátti í stjórnarskrám Norðurlanda og þjóða Norður-Evrópu sem yfirgnæfandi meirihluti var fyrir í þjóðaratkvæðagreiðslu 20. október 2012.

Íslenska elítan og valdastéttin hafa afflutt þessa stjórnarskrá einhliða í síbylju án raka.

Nú er að líða fram á 21. öldina með nýjum krefjandi viðfangsefnum okkar og annarra þjóða heims.

Tveir frambjóðendur hafa nú fylgi 82% svaremda í skoðanakönnun. Ólafur Ragnar og Andri Snær Magnason eru sammála um margt, svo sem loftslagsmál, mál norðurslóða og alþjóðlega samvinnu.

En þá greinir áberandi á um stjórnarskrármálið og sýn Andra Snæs á gildi og mikilvægi íslenskrar náttúru er mun skarpari.

Almennt séð eru meginlínurnar hjá Andra Snæ ákall nýrrar aldar á nýja og skarpari framtíðarsýn.

Því fyrr, sem þessi óhjákvæmilegu sjónarmið verða sett í forgang því betra, burtséð frá því hvernig þessar forsetakosningar fara. Ólafur Ragnar mun hvort eð er ekki geta setið mikið lengur en Kekkonen gerði á sínum tíma, og þegar tími Kekkonens var liðinn, sáu menn, að það breytti litlu um það að Finnar gætu spjarað sig án hans.   


mbl.is Frambjóðendur bjartsýnir á framhaldið
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 identicon

Ástþór Magnússon átti skemmtilega innkomu í Harmageddon.  Mér finnst Andri Snær og Ólafur Ragnar endurspegla helmingaskipti gamla Íslands.  En auðvitað fær þjóðin það sem hún vill og á skilið.

Elín Sigurðardóttir (IP-tala skráð) 28.4.2016 kl. 08:42

2 identicon

það þarf ekki að afflitja hina svokölluð nýju stjórnarskrá fyrir mér hef lesið hana hef ekki áhuga á henni leisir fáan vanda. nú virðist ég vera í vanda statur að hugsanlega að eistefnuforseta til að losna við olaf ragnar. vonandi kemur eihver sem veit hvað málamiðlun er. annars verður maður nota eithvað sem samfylkíngin kallar klækjapólutik. þó manni líki það ekki. væri gott að hafa tvær umferðir. og nýta þá síðari til að halda smá þjóðarathvæðagreiðslu um ýmis málefni.  

kristinn geir steindórsson briem (IP-tala skráð) 28.4.2016 kl. 10:25

3 identicon

Ólafur í Indefence myndi gera okkur mikinn greiða ef hann byði sig fram í þetta embætti.  Bara svona til að fólk héldi fókus.

Elín Sigurðardóttir (IP-tala skráð) 28.4.2016 kl. 11:09

4 Smámynd: Þorsteinn Briem

"... staða Ólafs Ragnars Grímssonar sem byggist á því að hann hefur verið mjög aðsópsmikill forseti og glæsilegur og þarfur fulltrúi landsins á erlendum vettvangi."

Þorsteinn Briem, 28.4.2016 kl. 12:50

5 Smámynd: Þorsteinn Briem

"Bjargvætturin":

Ólafur Ragnar Grímsson
í London 3. maí 2005 - "How to succeed in modern business":

"No one is afraid to work with us; people even see us as fascinating eccentrics who can do no harm and therefore all doors are thrown wide open when we arrive."

"I have mentioned this morning only some of the lessons which the Icelandic voyage offers, but I hope that my analysis has helped to clarify what has been a big mystery to many.

Let me leave you with a promise that I gave at the recent opening of the Avion Group headquarters in Crawley.

I formulated it with a little help from Hollywood movies:

"You ain't seen nothing yet!""

Þorsteinn Briem, 28.4.2016 kl. 12:51

7 Smámynd: Þorsteinn Briem

Ef einhver tekur stóran þátt í að kveikja mikinn eld í íbúðarhúsi og slekkur svo lítinn hluta af eldinum á hann að sjálfsögðu að fá mikið hrós fyrir afrekið.

Þorsteinn Briem, 28.4.2016 kl. 13:02

9 Smámynd: Valdimar Samúelsson

Ég spyr er náttúra landsins einhvað nýtt fyrirbæri sem nota á við atkvæðaveiðar. Við sem erum eldri höfum notið hennar allt okkar líf og forverar okkar gerðu líka.Fólk þarf ekki annað en að lesa kvæði sem hafa verið ort um hálendi okkar til að skilja að náttúra landsins var ekki uppgötvuð af fáum háværum útvöldum náttúruverndarsinnum. Það er alvegöruggt að þessi náttúru verndar kynslóð er hópur manna sem stundar pólitík og gefur sér ekki tíma að ferðast nema til að mótmæla einhverju.

Þeir sjá ekki lifið þegar ný stöðuvötn myndast af manna völdum þar sem fuglar og fiskar nýta vötnin og þar af leiðandi getur ferðamennskan blómstrað í ýmsu formi s.s. vatnasport og annað. Það er líka spurning var einhvað sem við eldri eyðilögðum í náttúrunni fólkið sem ræktaðu upp mörg fisklaus vötn og nýttum þau okkur til framdráttar. Er þetta synd í augum náttúrusinna.   

Valdimar Samúelsson, 28.4.2016 kl. 14:09

10 Smámynd: Ómar Ragnarsson

Þú hefur greinilega ekki komið að nýjasta og stærsta vatninu, Hálslóni, sem er stærsti drullupollur á norðurhveli jarðar. Skyggni ofan í vatninu er 5-7 sentimetrar og í því er ekki vottur af lífi, þaðan af síður vatnasport.

Þegar ísa leysir á vorin er meirihluti vatnsstæðisins á þurru, þakinn nokkrum milljónum tonna af nýföllnum jökulleir, sem myndar leir- og sandstorma svo að skyggnið fer á stórum svæðum niður í minna en einn kílómetra.

Ómar Ragnarsson, 28.4.2016 kl. 16:26

11 identicon

Ólafur Ragnar hlýtur að draga framboð sitt til baka eftir að í ljós kom að hann er einna af tortóloidum. Ef hann gerir það ekki hefur hann ekki snefil af sómatilfinningu né sjálfsvirðingu.

Haukur Kristinsson (IP-tala skráð) 29.4.2016 kl. 15:41

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband