Meira en tíu sinnum stærri skekkjur en Laugavegurinn um daginn.

Gaurinn, sem ætlaði frá Leifsstöð til hótels við Laugaveg í Reykjavík í haust gerði tæplega 400 kílómetra skyssu þegar hann lét gps-ið leiða sig norður á samnefnda götu á Siglufirði.

Skyssa bresks pars sem ætlaði frá Birmingham í Bretlandi til Las Vegas, en keypti sér fyrir mistök far frá Birmingham í Alabama í Bandaríkjunum, er meira en tíu sinnum stærri, hvað ferðalengd varðaði.

En líklega er stærsta skyssan sú, sem tengdasonur minn sýndi mér þegar hann var staddur í heimsókn hjá mér.

Hann ætlaði að kenna mér hvernig ég gæti notað gps forrit á snjallsíma sínum til að komast utan af landi heim til mín austast í Spönginni í Grafarvogshverfi.

Hann sagði hróðugur, eftir að hafa stimplað ferilinn inn: "Á skjánum stendur meira að segja stórum stöfum nafnið á staðnum, þangað sem síminn segir að þú sért nú niður kominn."

"Er hann ekki svolítið fljótur á sér?" svaraði ég. "Hér stendur stórum stöfum: Grafarvogskirkjugarður.  Ég á ennþá eftir 300 metra þangað.


mbl.is Keyptu flugferð frá rangri borg
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband