Sérkennilegt deiluefni í 60 ár.

Bráðum eru 40 ár síðan umræða um notkun öryggistækja á borð við belti og hjálma hófst hér á landi og liðin eru 60 ár síðan hún hófst erlendis.

Merkilegt er að upplifa ennþá andstöðu margra, þeirra á meðal góðs, gegns og vel menntaðs fólks, gegn einstökum atriðum í þessum málum.

Ég er jafn undrandi nú vegna umræðna um belti og hjálma og ég var vegna umræðnanna fyrir 40 árum.

Í öllum tilfellum snerist umræðan strax um það að viðkomandi öryggistæki væru til skaða og tjóns en ekki gagns.

Og hún snýst enn um þetta, árið 2016.

Í gær átti ég samtal við bæklunarlækni sem hefur langa reynslu af meðhöndlun slasaðra og í ljósi reynslu sinnar lýsti yfir svipaðri undrun sinni og ég varðandi tregðuna til þess að gera notkun belta og hjálma almenna.

Tölur frá rannsóknarnefnd samgönguslysa benda til þess að á þeim 40 árum, sem liðin eru síðan umræðan um bílbeltin hófst, hafi um 200 Íslendingar hafi látist vegna þess að bílbelti voru ekki notuð. Hefðu annars lifað. Reiðhjóla-hjálmur inni í

Óþörf örkuml gætu verið á annað þúsund hið minnsta.

Eftir að farið var að nota hlífðarhjálma á fiskiskipum hafa alvarleg höfuðmeiðsl nær horfið.

Ég hef þegar heyrt dæmi um gagnsemi hjálma á reiðhjólum og vélhjólum.

Myndin hér að ofan er tekin ofan í reiðhjólahjálm á hvolfi, sem braut framrúðu í bíl í slysi um daginn.

Í umræðu um hlífðarhjálma um daginn var því haldið blákalt fram að hjálmurinn hefði ekkert gagn gert í þessu slysi og að þegar allt dæmið væri reiknað, yllu hjálmarnir meira líkamstjóni og fjártjóni en sem næmi gagnsemi þeirra.

Tvö fjaðrandi innlegg eru í hjálminum, hið innra um 1 sentimetri á þykkt og mjúkt, en hið ytra er furðu hart og tæplega 2 sentimetrar á þykkt.

Hið ytra hlífðarefni verður að vera svona hart vegna þess að högg, sem svona hjálmar verða stundum fyrir, eru mun harðari en fólk gerir sér grein fyrir.

Á þessum hjálmi hef ég límt plástur yfir nafn framleiðandans.

Það er gert með tilliti til umræðunnar, sem oft er á því plani að hún er leidd eingöngu að auglýsingagildi hjálmsins og tekna framleiðandans af því að framleiða og selja hann, - eða að illa fengnum hugsanlegum tekjum þess, sem auglýsir vörumerkið með því að sýna mynd af hjálminum.      


mbl.is Dýrt að spenna ekki beltin í rútum
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 identicon

Boð og bönn verða ætíð deiluefni. Hvað á að ganga langt í því að hefta frelsi fólks til að skaða sig? Eigum við að lögfesta mannbrodda? Banna hælaskó? Á að setja of þunga í fangelsi þar til kjörþyngd er náð? Getur löggjafinn skyldað þig til að nota sólarvörn? Bannað þér að vera illa klæddum í kulda?

Hábeinn (IP-tala skráð) 29.4.2016 kl. 12:40

2 Smámynd: Ómar Ragnarsson

Allt það sem þú nefnir hér, er ekki í umræðunni, því að engar tillögur hafa komið fram um það sem þú nefnir. Þessi umræða snýst um öryggisbelti í bílum og flugvélum og hjálma á hjólum.

Ómar Ragnarsson, 30.4.2016 kl. 00:21

3 identicon

Þegar ég keyrði hópferðarbílum í Svíþjóð á 9 áratug voru lög um notkun á öryggisbeltum í hópferðabílum þegar í notkun. Sem mér finnst vera gott mál, því náttúrulögmálin gilda einnig í rútum. 

Gunnar Ottosson (IP-tala skráð) 30.4.2016 kl. 10:21

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband