29.4.2016 | 20:50
Færist meira fjör í leikinn?
Svo virðist sem áhyggjur af því að allt of margir frambjóðendur yrðu til embættis forseta Íslands vegna þess að enginn yrði með meira en 15% fylgis, hafi verið dregnar full dökkum litum, því að enda þótt flest nöfnin í pottinum nú hafi verið á sveimi í vikur og jafnvel mánuði, eru það aðeins þrjú önnur en nöfn forsetans sjálfs, sem fá eitthvað fylgi.
Eina konan með meira en 2% fylgi, er Halla Tómasdóttir, svo að það gæti verið spennandi að sjá hvort framboð Berglindar Ásgeirsdóttur eða Sigrúnar Stefánsdóttur myndi breyta einhverju.
Engu að síður er æskilegt að forseti Íslands sé með meirihluta atkvæða, en það hefur aðeins gerst einu sinni, árið 1968.
Og það er hægt að framkvæma með notkun SVT-aðferðinni (singular vote transfer) án þess að kjósa þurfi tvisvar.
Athugasemdir
Ólafur Ragnar Grímsson fékk 67,5% greiddra atkvæða í forsetakosningunum árið 2004 og um 52,8% árið 2012.
Og Vigdís Finnbogadóttir 92,7% árið 1988.
Þorsteinn Briem, 29.4.2016 kl. 21:14
Er ekki vald einstaklinga þjóðfélagsins í hugarafls-forsetavaldhafa-vali hvers og eins? Er ekki hjarta hvers og eins eini marktæki leiðbeinandinn?
Varla er hægt að krefjast hugaraflsforræðis "klíkukannana"-blekkinga-forsetaframbjóðenda-leiðbeininga, í staðinn fyrir sjálfstætt og óhannað hugaraflsvald hvers og eins kjörgengs skoðanasjálfstæðs einstaklings?
Það verður að stoppa þessa sögufölsun kannana"-"fjölmiðla, í öllum heimsins málum. Munum hvernig fjölmiðlar hönnuðu blekkingarnar í kringum bankaránið 2008, með heimsfjármálakerfanna/bankanna matsfyrirtækja-blekkingum!
Kannski Mossi&Fonnsi (lögfræðingarnir: þýski og sænski), ættu að velta fyrir sér raunveruleikanum? Og við hinir vitleysingarnir ættum líka að velta fyrir okkur hverjir stjórna ábyrgðarlaust og raunverulega á bak við tjöldin?
M.b.kv.
Anna Sigríður Guðmundsdóttir, 29.4.2016 kl. 22:02
Var Rússnesk kosning 1988?
Kveðja frá Las Vegas
Jóhann Kristinsson, 29.4.2016 kl. 23:57
Ég á að sjálfsögðu við það þegar forsetarnir voru kjörnir í fyrsta sinn, - 1952, 1968 og 1996, ekki þegar sitjandi forsetar buðu sig fram 1956, 1960, 1964, 1972, 1976, 1984, 1988, 1992, 2000, 2004, 2008 eða 2012.
Ómar Ragnarsson, 30.4.2016 kl. 00:25
Já. 1988 voru fyrstu kosningarnar þar sem einhver bauð sig fram á móti hinum sitjandi. Eg man vel eftir því náttúrulega, - og það þótti víða hneyksli!
Þ.e.a.s. að dirfast að bjóða sig fram á móti hinum sitjandi. Miklum meirihluta þótti það enganvegin við hæfi. Þessu vilja sumir ekki trúa núna þegar ég segi þetta. (Pétur Hoffmann hafði að vísu gefið til kynna að hann ætlaði að bjóða sig fram 1956 en dró það til baka.)
Það er ekki lengra síðan en 1988 að óviðeigandi þótti að bjóða sig fram gegn sitjandi. Af því geta menn líka merkt, hvernig litið var á forsetaembættið. Sem sameiningar og virðingartákn. Rétt eins og var kennt í öllum skólum bara alltaf, - þar til einhver gaur fór allt í einu að túlka og útskýra forsetaembættið alveg uppá nýtt.
Mér finnst merkilegt hve mikið umburðurlyndi var fyrir því, að einn maður gæti ákveðið að forsetaembættið væri einhvernvegin allt öðruvísi en alltaf hafði verið talið og m.a kennt í öllum skólum, - og líka af ÓRG sjálfum!
Það er meir að segja orðið þannig núna, að 2012 fullyrti ÓRG að forseti réði nánast utanríkisstefnunni eða ætti allavega að hafa afskipti af henni.
Fyrir mér hljómar það nánast eins og brandari hvernig forsetaembættið er orðið. Hlýtur að enda með ósköpum ef ekki verður einhvernvegin tekið á þessu og mótaðar reglur fyrirfram. Alltaf þegar eitthvað er svo laust í reipum og hægt að móta bara eftir behag, - gefst aldrei vel. Endar alltaf með skaða.
Fyrir mér er líka nokkuð öruggt, að afar erfitt, nánast ómögulegt, er að fella sitjandi forseta á þessum tímum og næstu árum eða áratug a.m.k.
Það er ekki lengra síðan 1988 að einhver dirfðist fyrst að bjóða sig fram gegn sitjandi!
Vissulega hafa miklar breytingar orðið síðan þá, - en samt er alveg enn grunnur fólks sem kýs bara sitjandi forseta og finnst annað óviðeigandi. Það dugar bara. Hinn sitjandi þarf lítið annað að gera en stíga yfir endamarkið. Er nefnilega ekki venjuleg kosning, kosning þar sem sitjandi er í framboði.
Eg veit ekki hvað þyrfti að gerast til að sitjandi forseti væri felldur. Þyrfti eitthvað stórt að gerast, að mínu mati, og það er ekki sjáanlegt hvað það gæti verið.
Ómar Bjarki Kristjánsson, 30.4.2016 kl. 01:49
Góður pistill hjá Ómari Bjarka. ÓRG verður varla felldur þótt hann sé kominn í raðir Tortólóida.
Haukur Kristinsson (IP-tala skráð) 30.4.2016 kl. 07:55
Ómar Bjarki. Ég varð mjög hissa þegar ég heyrði fólk segja að það væri óviðeigandi að bjóða sig fram gegn sitjandi forseta.
Ég hef ekki ennþá heyrt rökstuðninginn fyrir að það væri óviðeigandi.
Hvað ef sitjandi forseti vill sleppa frá forsetaembættinu en sleppur kannski ekki vegna baktjaldaþrýstings af einhverju tagi? Og enginn þyrði að bjóða sig fram gegn honum? Það eru margar hliðar á hverju máli, og okkur almenningi er ekki sagt frá því sem gerist bak við leiktjöldin.
Ég skil þetta bara alls ekki, og vona að einhverjir viti hvers vegna það er óviðeigandi að bjóða sig fram gegn sitjandi forseta í lýðræðisríki.
M.b.kv.
Anna Sigríður Guðmundsdóttir, 30.4.2016 kl. 22:48
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.