1.5.2016 | 22:10
Furðu margt ómálefnalegt vestra.
Furðu margt ómálefnalegt láta frambjóðendur til vandamesta embættis veraldar freistast til að láta sér um munn fara.
Þetta er bagalegt, því að í leit að einhverju fréttnæmu hyllast fjölmiðlar oft til að leita uppi eitthvað krassandi til að greina frá, og vilja hin ómálefnalegu atriði þá oft verða notadrjúg og það gefur stundum ranga mynd af inntaki málflutningsins.
Erfitt er til dæmis að skilja hvað Mike Tyson kemur þessari baráttu við.
Við köllum hann Lyga-Tedda | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Athugasemdir
Það er rangt að kalla Donald Drumpf (eins og hann heitir í raun og veru) frjálslyndan, hann er afturhaldssamur rasisti og er bezt geymdur í röðum Ku Klux Klan.
Donald kallar Cruz lygara, en Donald er ennþá meiri lygari og er staðinn að lygum oftar en einu sinni. Viðurnefni Donalds ætti að vera Dumbo, því að hann er svo illa að sér í öllu og fáfróður að hann getur aldrei svarað einni einustu spurningu sem hann er spurður. Sjá:
Embarrassing Trump Audio Exposes Him as Totally Clueless
https://www.youtube.com/watch?v=NXUhcVWOyuI
Sem forseti verður Donald bara George W. Bush II: Algjör kretíni.
Pétur D. (IP-tala skráð) 1.5.2016 kl. 23:43
Pétur, menn sem bera fyrir sig "rasista" sem röka, eru yfirleitt fólk sem telur sig svo yfir aðra hafna að "aumingjarnir" þarna í hinum löndunum, þurfi á hjálp þeirra að halda. Og þar með "verstu" rasistarnir sjálfir.
Donald Trump er kjaftfor, sóðalegur í munni og annarlegur útlits. En það er bara gott að heira raddir eins og Nigel Farage, og Donald Trump, hvort sem maður er sammála þeim eður ei. Tími endalausra "kerlinga" þar sem ekkert má segja, og allir eru rasistar eða nasistar, og tími þess að leiða athygli almennings frá raunverulegum vandamálum, með ótímabærum slagorðum og/eða persónu árásum á borð við "nasisti" eða "rasisti" ... eru vonandi að líða undir lok, enda er þetta lið búið að setja hinn vestræna heim ... á hausinn.
Vandamálið við Donald Trump, er að það sem hann segir hefur margt til síns máls, en hann er viðskiptamaður. Og þar af leiðandi ólíklegastur, til að taka gullkálfinn úr höndunum á bófunum.
Bjarne Örn Hansen (IP-tala skráð) 2.5.2016 kl. 00:42
23.3.2016:
"Meirihluti Íslendinga myndi kjósa Hillary Clinton sem næsta forseta Bandaríkjanna ef þeir hefðu kosningarétt í landinu eða 53%.
Þetta kemur fram í niðurstöðum nýrrar skoðanakönnunar Maskínu.
Rúmlega 38% myndu hins vegar kjósa keppinaut hennar um að verða forsetaframbjóðandi Demókrataflokksins, Bernie Sanders.
Þá myndu 4-5% styðja auðkýfinginn Donald Trump sem notið hefur mests fylgis í forvali Repúblikanaflokksins."
Einungis um 5% Íslendinga myndu kjósa Donald Trump
Þorsteinn Briem, 2.5.2016 kl. 01:14
Very rich is Donald Trump,
not as smart as Forrest Gump,
a big fool,
never cool,
finally they will him dump.
Þorsteinn Briem, 2.5.2016 kl. 01:15
Eins og Synthia Mccinney fékk að kenna á, þá á enginn möguleika á árangri í stjórnmálum í USA nema hann skrifi upp á fullan stuðning við hryðjuverka valdið í Ísrael. Trump talar þó um að stöðva útfluttning iðnaðar úr landinu. Steini Briem, ert þú á launum hjá George Soros eða eitthvað svoleiðis?
Benni (IP-tala skráð) 2.5.2016 kl. 08:14
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.