"Þið hafið aldrei haft það jafn gott."

"Þið hafið aldrei haft það jafn gott" (You´ve never had it so good) var þekktasta slagorð Harolds Macmillans forsætisráðherra Breta og formanns Íhaldsflokksins í Bretlandi á uppgangstímunum á Vesturlöndum í kringum 1960.

Macmillan vissi um þá tilhneigingu kjósenda að "kjósa með buddunni", það er, láta efnahagslega stöðu sína ráða mestu hverju sinni í kjörklefunum, og nýtti sér það.  

Á Íslandi tók Viðreisnarstjórnin við völdum 1959 og naut þess allt til 1967 að Íslendingar höfðu aldrei áður haft það jafn gott. 

1967 hafði efnahagspólitík íhaldsmanna í Bretlandi étið undan sér og breska pundið riðaði til falls með miklum afleiðingum hér á landi auk þess sem verðfall á mörkuðum og hrun hins stóra síldarstofns stefndi íslenskum efnahag í mesta vanda sinn síðan 1948. 

En Viðreisnarstjórninni tókst að halda góðærissjó fram yfir kosningarnar 1967 þannig að slagorðið "þið hafið aldrei haft það jafn gott" virkaði, enda þótt tvær gengisfellingar og mikil og augljóslega óhjákvæmileg kjararýrnun dyndi yfir strax eftir kosningar. 

En nógu stór meirihluti kjósenda horfði ofan í veskið í kosningunum fyrr á árinu og lét "hrakspár" lönd og leið. 

Fólk þyrptist í siglingar með skemmtiferðaskipum sem sigldu frá Íslandi og hefur viðlíka fyrirbæri aldrei komið upp aftur.

Slagorðið byggir á því að meirihluti kjósenda taki það til sín. Þá skiptir litlu þótt kjör þeirra, sem minna mega sín, svo sem aldraðra og öryrkja og margra af ungu kynslóðinni séu jafnvel síðri en fyrr. 

Ein skýringin á fylgi Pírata kann að vera óánægja með ungu kynslóðarinnar sem hefur að mestu farið varhluta af góðærinu í kjölfar ferðaþjónustusprengingarinnar og lækkaðs olíuverðs. 

Í haust er hugsanlegt og jafnvel líklegt að Panamaskjölin og aukin misskipting verði gleymd og meirihluti kjósenda muni kjósa eftir buddunni. 

Svipað hefur oft gerst áður.


mbl.is Mótmælin haft þveröfug áhrif
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Þorsteinn Briem

8.1.2016:

"
Tölur sem ASÍ birti í gær staðfesta að bætt efnahagsskilyrði hafa ekki dregið úr brottflutningi Íslendinga, heldur hafi hann þvert á móti aukist."

Þorsteinn Briem, 3.5.2016 kl. 15:15

2 Smámynd: Þorsteinn Briem

Þetta vilja Sjálfstæðisflokkurinn og Framsóknarflokkurinn:

22.8.2009:

"Fyrri myndin segir okkur að innlend heimili skuldi að meðaltali ríflega tvö- til þrefalt meira en önnur (vestræn) heimili sem hlutfall af ráðstöfunartekjum eða sem svarar um fjórföldum ráðstöfunartekjum.

Seinni myndin segir okkur að greiðslubyrði innlendra heimila sé um það bil tvöfalt meiri en hjá öðrum (vestrænum) þjóðum eða að um 30-35% af ráðstöfunartekjum fer í að þjónusta þær skuldir sem hvíla á heimilum landsins að meðaltali.

Sé tekið tillit til að vextir eru hærri hér en víðast hvar annars staðar verður myndin enn svartari (gefið að lánstími sé álíkur).

Lítill hluti greiðslnanna fer þá í að borga niður höfuðstól lánsins en yfirgnæfandi hlutfall af heildargreiðslubyrðinni fer í vaxtagreiðslur.

Eignamyndun er því mun seinna á ferðinni."

Skuldir heimilanna

Þorsteinn Briem, 3.5.2016 kl. 15:18

3 Smámynd: Þorsteinn Briem

20.10.2015:

""Krónan gerir það að verkum að við þurfum að hugsa í höftum, verðtryggingu og einhverjum vúdú-seðlabankavöxtum sem að hafa áhrif sem við þekkjum ekki fyrirfram."

"Þetta sagði Helgi Hrafn Gunnarsson formaður Pírata í ræðu á Alþingi í dag.

Í ræðunni sagðist Helgi Hrafn ávallt komast að þeirri niðurstöðu að íslenska krónan sé í grundvallaratriðum gallaður gjaldmiðill.

Krónan búi ekki bara til óstöðugleika, heldur knýi hún fram "skítmix" á borð við verðtryggingu."

"Það er sama hvað okkur finnst um Evrópusambandið, við verðum að takast á við vandamálið sem er íslenska krónan.""

Formaður Pírata kemst ávallt að þeirri niðurstöðu að íslenska krónan sé gallaður gjaldmiðill

Þorsteinn Briem, 3.5.2016 kl. 15:19

4 Smámynd: Þorsteinn Briem

17.8.2015:

"Samkvæmt skoðanakönnun Gallup er helmingur landsmanna, 50,1%, andvígur aðild Íslands að Evrópusambandinu.

Fylgjendur aðildar eru 34,2% en 15,6% segjast hvorki vera fylgjandi né andvígir inngöngu í sambandið."

Skoðanakannanir um aðild Íslands að Evrópusambandinu eru lítils virði þegar samningur um aðildina liggur ekki fyrir.

Tugþúsundir Íslendinga hafa ekki tekið afstöðu til aðildarinnar og aðrar tugþúsundir geta að sjálfsögðu skipt um skoðun í málinu.

Fólk tekur afstöðu til aðildarinnar fyrst og fremst út frá eigin hagsmunum, til að mynda afnámi verðtryggingar, mun lægri vöxtum og lækkuðu verði á mat- og drykkjarvörum með afnámi allra tolla á vörum frá Evrópusambandsríkjunum.

Og harla ólíklegt að meirihluti Íslendinga láti taka frá sér allar þessar kjarabætur.

Þorsteinn Briem, 3.5.2016 kl. 15:20

5 Smámynd: Þorsteinn Briem

Ísland gæti fengið aðild að gengissamstarfi Evrópu, ERM II, þegar landið fengi aðild að Evrópusambandinu.

"The currency of Denmark, the krone (DKK), is pegged at approximately 7.46 kroner per euro through the ERM.

Although a September 2000 referendum rejected adopting the euro, the country in practice follows the policies set forth in the Economic and Monetary Union of the European Union and meets the economic convergence criteria needed to adopt the euro."

10.2.2015:

"Í Danmörku hafa lágir vextir á húsnæðislánum einnig styrkt efnahagslífið og komið því enn betur í gang.

Nú er hægt að fá lán til 30 ára með föstum 1,5 prósenta vöxtum en aldrei hefur verið boðið upp á lægri fasta vexti.

Þessi lán eru óverðtryggð."

Þorsteinn Briem, 3.5.2016 kl. 15:20

6 Smámynd: Þorsteinn Briem

25.8.2015:


Þorsteinn Briem, 3.5.2016 kl. 15:21

7 Smámynd: Þorsteinn Briem

1.4.2015:

"12. mars síðastliðinn tilkynnti Gunnar Bragi Sveinsson utanríkisráðherra Evrópusambandinu að Ísland væri ekki lengur umsóknarríki."

Straumurinn til Pírata eftir 12. mars síðastliðinn

Þorsteinn Briem, 3.5.2016 kl. 15:22

8 Smámynd: Þorsteinn Briem

1.9.2015:

Aðeins 5,9% kjósenda í aldurshópnum 30 ára og yngri segjast ætla að kjósa Framsóknarflokkinn og einungis 11,6% styðja Sjálfstæðisflokkinn.

Stærsti stuðningshópur Framsóknarflokksins eru kjósendur 50 ára og eldri, 13,9% kjósenda 50-59 ára styðja flokkinn og 13% kjósenda 60 ára og eldri.

Þorsteinn Briem, 3.5.2016 kl. 15:23

10 Smámynd: Þorsteinn Briem

Fylgi flokka á landsvísu - Skoðanakönnun Gallup 1.4.2015:

Píratar 22%,

Samfylking 16%,

Björt framtíð 11%,

Vinstri grænir 10%.

Samtals 59% og þessir flokkar mynda nú meirihluta borgarstjórnar.

Sjálfstæðisflokkur og Framsóknarflokkur 36% og þar af Framsóknarflokkur 11%.

Þorsteinn Briem, 3.5.2016 kl. 15:44

11 Smámynd: Þorsteinn Briem

Fylgi flokka á landsvísu - Skoðanakönnun Gallup 2.5.2016 (í gær):

Píratar 27%,

Vinstri grænir 18%,

Samfylkingin 8%,

Björt framtíð 5%.

Samtals 58% og þessir flokkar mynda nú meirihluta borgarstjórnar.

Sjálfstæðisflokkur og Framsóknarflokkur 38% og þar af Framsóknarflokkur 11%.

Og næsta víst, eins og Bjarni Fel. myndi segja, að ríkisstjórn Framsóknarflokksins og Sjálfstæðisflokksins kolfellur í næstu alþingiskosningum.

Þorsteinn Briem, 3.5.2016 kl. 15:45

12 Smámynd: Þorsteinn Briem

Mynd með færslu

Þorsteinn Briem, 3.5.2016 kl. 15:58

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband