Stjórnarskrárumræða Sveins Björnssonar endurlífguð.

Í nýjársávarpi sínu 1949 brýndi Sveinn Björnsson, þáverandi forseti Íslands, Alþingi til að efna loforð talsmanna þingflokkanna frá 1943-44 um að setja landinu nýja íslenska stjórnarskrá í stað þeirra bráðabirgðastjórnarskrár, sem samþykkt var við stofnun lýðveldis.

Þá var senn liðin öld síðan Trampe greifi, fulltrúi Danakonungs, sleit þjóðfundi þar sem Íslendingar unnu að samningu íslenskrar stjórnarskrár.

1874 "gaf" Danakonungur síðan Íslendingum dansksmíða stjórnarskrá á þúsund ára afmæli Íslandsbyggðar og er hún í meginatriðum enn í gildi hér á landi.

Eins og er, hafa þrír forsetaframbjóðendur mest fylgi í skoðanakönnunum, í stafrófsröð Andri Snær Magnason, Guðni Th.Jóhannessson og Ólafur Ragnar Grímsson.

Andri Snær og Guðni hafa tekið upp að nýju orðræðu Sveins Björnssonar fyrir 67 árum um nýja íslenska stjórnarskrá á grundvelli þjóðaratkvæðagreiðslu 20. október 2012 þar sem yfirgnæfandi meirihluti var hlynntur nýrri stjórnarskrá á grundvelli frumvarps stjórnlagaráðs 2011 og þjóðfundar þar á undan.

Ólafur Ragnar er hins vegar tregur til í þessu efni og þarna skilur nokkuð á milli hans og hinna tveggja.

Umræðan um stjórnarskrá, samda af Íslendingum, er orðin 166 ára gömul og hún mun vonandi fá byr í seglin í komandi forsetakosningum.


mbl.is „Það er ekkert að óttast“
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Eyjólfur Jónsson

Stjórnarskrárkosningin er góð vísbending um hvernig fer fyrir öllum tillögum sem ekki eru fyrirfram samþykktar af klíkunni. Þetta vitum við núna.

Eyjólfur Jónsson, 5.5.2016 kl. 20:06

2 identicon

Ég hélt að það væri hlutverk forseta að vera vörslumaður stjórnarskrar en ekki vera talsmaður þess að skipta um hana.

allidan (IP-tala skráð) 5.5.2016 kl. 21:15

3 Smámynd: Þorsteinn Briem

Mörlands og Tortólu vörslumenn.

Þorsteinn Briem, 5.5.2016 kl. 22:02

4 identicon

Ómar

Þetta er lykilspurning; ætlar einhver frambjóðendanna að beit sér gegn stjórnarskránni. Sá sem það gerir mun fyrirgefa atkvæðum okkar sem þekkjum hana gaumgæfilega.

Þú ert fróður mjög um margt, en því miður heldur þú að þú sért fróður um of margt, þ.m.t. stjórnarskrána.

Einar S. Hálfdánarson (IP-tala skráð) 5.5.2016 kl. 22:43

5 Smámynd: Þorsteinn Briem

Þjóðaratkvæðagreiðslan 20. október 2012 er enn í fullu gildi.

"11. gr. Til þess að spurning eða tillaga sem er borin upp í þjóðaratkvæðagreiðslu teljist samþykkt þarf hún að hafa hlotið meiri hluta gildra atkvæða í atkvæðagreiðslunni."

Sem sagt ekki meirihluta þeirra sem eru á kjörskrá hverju sinni.

Lög um framkvæmd þjóðaratkvæðagreiðslna nr. 91/2010


Já sögðu 48 og enginn sagði nei

Þorsteinn Briem, 5.5.2016 kl. 23:26

6 Smámynd: Þorsteinn Briem

Niðurstaða þjóðaratkvæðagreiðslunnar 20. október 2012:

1.
Vilt þú að tillögur stjórnlagaráðs verði lagðar til grundvallar frumvarpi að nýrri stjórnarskrá?

Já sögðu 67,5%.


2.
Vilt þú að í nýrri stjórnarskrá verði náttúruauðlindir sem ekki eru í einkaeigu lýstar þjóðareign?

Já sögðu 82,9%.


3.
Vilt þú að í nýrri stjórnarskrá verði ákvæði um þjóðkirkju á Íslandi?

Já sögðu 57,1%.


4.
Vilt þú að í nýrri stjórnarskrá verði persónukjör í kosningum til Alþingis heimilað í meira mæli en nú er?

Já sögðu 78,4%.


5.
Vilt þú að í nýrri stjórnarskrá verði ákvæði um að atkvæði kjósenda alls staðar að af landinu vegi jafnt?

Já sögðu 66,5%.


6.
Vilt þú að í nýrri stjórnarskrá verði ákvæði um að tiltekið hlutfall kosningarbærra manna geti krafist þess að mál fari í þjóðaratkvæðagreiðslu?

Já sögðu 73,3%.

Þorsteinn Briem, 5.5.2016 kl. 23:27

7 Smámynd: Þorsteinn Briem

Í síðustu forsetakosningum fékk Ólafur Ragnar Grímsson atkvæði 35,7%, eða rúmlega þriðjungs þeirra sem þá voru á kjörskrá.

Karlinn fékk hins vegar meirihluta greiddra atkvæða í kosningunum, um 52,8%.

Þorsteinn Briem, 5.5.2016 kl. 23:28

8 Smámynd: Þorsteinn Briem

Frumvarp Stjórnlagaráðs - 78. gr. Forsetakjör:

"Forseti Íslands er kosinn í leynilegri atkvæðagreiðslu þeirra er kosningarétt hafa til Alþingis.

Forsetaefni skal hafa meðmæli minnst eins af hundraði kosningabærra manna og mest tveggja af hundraði.

Kjósendur skulu raða frambjóðendum, einum eða fleirum að eigin vali, í forgangsröð.

Sá er best uppfyllir forgangsröðun kjósenda, eftir nánari ákvæðum í lögum, er rétt kjörinn forseti.

Ef aðeins einn maður er í kjöri, er hann rétt kjörinn án atkvæðagreiðslu. Að öðru leyti skal ákvarða með lögum um framboð og kosningu forseta Íslands."

Þorsteinn Briem, 5.5.2016 kl. 23:29

9 Smámynd: Þorsteinn Briem

Meirihlutinn ræður einfaldlega í þjóðaratkvæðagreiðslu um stjórnarskrá.

"The Twenty-eighth Amendment of the Constitution of Ireland permitted the state to ratify the Lisbon Treaty of the European Union.

It was effected by the twenty-eighth Amendment of the Constitution (Treaty of Lisbon) Act 2009, which was approved by referendum on 2 October 2009 (sometimes known as the Lisbon II referendum).

The amendment was approved by the Irish electorate by 67.1% to 32.9%, on a turnout of 59%."

Twenty-eighth Amendment of the Constitution of Ireland

Þorsteinn Briem, 5.5.2016 kl. 23:32

10 Smámynd: Þorsteinn Briem

17.6.2004:

"Svisslendingar, Írar og Frakkar hafa ekki gert lágmarksþátttöku að skilyrði fyrir gildi þjóðaratkvæðagreiðslu."

"Engin skilyrði um lágmarksþátttöku [í þjóðaratkvæðagreiðslum] eru fyrir hendi á Írlandi og raunar má finna dæmi þess frá 1979 að breytingar á stjórnarskrá hafi verið samþykktar í kosningum með innan við 30% þátttöku."

"Franska þjóðin kaus um Maastricht-sáttmálann árið 1992 og árið 2000 var þjóðaratkvæðagreiðsla um styttingu á kjörtímabili forsetans úr sjö árum í fimm.

Engin skilyrði um lágmarksþátttöku voru í þessum kosningum og úrslit kosninganna árið 2000 voru bindandi, þrátt fyrir aðeins um 30% kosningaþátttöku."

Rúmlega 460 þjóðaratkvæðagreiðslur í Evrópu frá 1940

Þorsteinn Briem, 5.5.2016 kl. 23:34

11 Smámynd: Þorsteinn Briem

3.1.2016:

"Helgi Hrafn Gunnarsson þingmaður og formaður Pírata ætlar að bjóða sig fram til Alþingis á næsta kjörtímabili en Helgi var fyrir skemmstu valinn stjórnmálamaður ársins af hlustendum Bylgjunnar og lesendum Vísis.

Niðurstaða könnunarinnar var kynnt í útvarpsþættinum Sprengisandi á Bylgjunni í morgun."

"Píratar hafa verið á mikilli siglingu síðustu misseri og flokkurinn hefur mælst stærsti stjórnmálaflokkur landsins í könnunum með yfir 30 prósent fylgi.

Verði það niðurstaðan í næstu Alþingiskosningum munu Píratar fá nítján þingmenn.

Helgi sagði í Sprengisandi að hann ætti von á því að fylgi Pírata myndi minnka en flokkurinn sé tilbúinn að mynda ríkisstjórn komi til þess.

"Við höfum samþykkt stefnu í okkar röðum hvað varðar myndun ríkisstjórnar á næsta kjörtímabili.

Aðaláherslan á næsta kjörtímabili ef við fengjum stjórnarmyndunarumboð yrði að koma á nýju stjórnarskránni, sem sagt frumvarpi stjórnlagaráðs, og halda þjóðaratkvæðagreiðslu um áframhaldandi viðræður við Evrópusambandið.""

Aðaláhersla Pírata í stjórnarmyndunarviðræðum frumvarp stjórnlagaráðs

Þorsteinn Briem, 5.5.2016 kl. 23:35

12 Smámynd: Þorsteinn Briem

Fylgi flokka á landsvísu - Skoðanakönnun Gallup 1.4.2015:

Píratar 22%,

Samfylkingin 16%,

Björt framtíð 11%,

Vinstri grænir 10%.

Samtals 59% og þessir flokkar mynda nú meirihluta borgarstjórnar.

Sjálfstæðisflokkur og Framsóknarflokkur 36% og þar af Framsóknarflokkur 11%.

Þorsteinn Briem, 5.5.2016 kl. 23:39

13 Smámynd: Þorsteinn Briem

Fylgi flokka á landsvísu - Skoðanakönnun Gallup síðastliðinn mánudag:

Píratar 27%,

Vinstri grænir 18%,

Samfylkingin 8%,

Björt framtíð 5%.

Samtals 58% og þessir flokkar mynda nú meirihluta borgarstjórnar.

Sjálfstæðisflokkur og Framsóknarflokkur 38% og þar af Framsóknarflokkur 11%.

Og næsta víst, eins og Bjarni Fel. myndi segja, að ríkisstjórn Framsóknarflokksins og Sjálfstæðisflokksins kolfellur í næstu alþingiskosningum.

Þorsteinn Briem, 5.5.2016 kl. 23:42

14 identicon

Þú ert óborganlegur Ómar!

Söguskoðun þín vekur mína athygli.

En staðreyndin er sú að Sveinn var fyrsti þingkjörni forsetin og átti það sameiginlegt með núverandi þjóðkjörnum forseta að eiga eiginkonu með erlendan ríkisborgararétt.

Að þú skulir ekki Ómar minna á að Sveinn átti að stíga af stóli eftir valdatíma sinn sem þingkjörinn forseti samkvæmt stjórnarskrá, er ansi athyglisvert.

Að Sveinn hafi ekki fengið mótframbjóðendur kemur ekki málinu við, hann átti einfaldlega að stíga af stóli!

Ég veit að þú munt ekki svara þessari athugasemd vegna ímyndaðrar ástæðu nafnleysis hennar, en mig grunar frekar að ástæðan sé frekar á öðrum nótum ...

Ekki ímynda þér að þú sért að taka þátt í atburðarrás sem mun vinna ...

L. (IP-tala skráð) 6.5.2016 kl. 00:25

15 identicon

Við höfum séð stjórnarskrá samda af Íslendingum. Við vorum ekki uppnumin.

Gústi (IP-tala skráð) 6.5.2016 kl. 00:46

16 Smámynd: Ómar Ragnarsson

Þótt Sveinn væri þingkjörinn forseti þjónaði hann í embætti sem forseti, sem þyrfti að vera þjóðkjörinn á fjögurra ára fresti.

Byði enginn sig fram, taldist hann sjálfkjörinn.

Enginn bauð sig fram 1948 gegn honum, en ef einhver hefði gert það, hefði orðið að kjósa samkvæmt þágildandi stjórarskrá.

Kallast það að vera "ekki uppnuminn" þegar yfir 70% fylgi er við nýju stjórnarskrána í þjóðaratkvæðagreiðslu?

Ómar Ragnarsson, 6.5.2016 kl. 01:10

17 identicon

Þingkjörinn í ákveðinn tíma, það var skýrt frá upphafi.

Ekkert segir hins vegar í lögum hvað þjóðkjörinn forseti skuli sitja lengi og samt er ákveðin vælubragur frá Ómari.

Eða er ég að misskilja?

Gef lítið fyrir fylgi kvislinga.

L. (IP-tala skráð) 6.5.2016 kl. 01:55

18 identicon

Og alls ekki minnast á að Sveinn fékk fyrstur forseta ( þingkjörinn ) áskorun frá þjóð sinni, umboðslaus með öllu ...

L. (IP-tala skráð) 6.5.2016 kl. 02:04

19 identicon

það kallast að vera "ekki uppnuminn" þegar nærri 70% sjá annaðhvort ekki ástæðu til að mæta á kjörstað eða mæta til að gefa nýju stjórnarskránni falleinkun í þjóðaratkvæðagreiðslu.

Gústi (IP-tala skráð) 6.5.2016 kl. 12:20

20 Smámynd: Ómar Bjarki Kristjánsson

Nei.  Þetta síðastnefnda er alrangt og bendir til að menn hafi aldrei lært stærðfræði í grunnskóla.

Þú leggur ekki þá sem ekki mæta saman við annaðhvort já eða nei hjá þeim sem mæta.

Samkvæmt líkindaformúlum kjósa þeir sem ekki mæta á svipaðan hátt í meginlínum og þeir sem ekki mæta.

Enda sýndu skoðanakannanir það, sem vonlegt er.

Svo allt tal um að leggja þá sem ekki mæta saman við annaðhvort já eða nei, - er bara einhver þvæla sem ekker sæmandi að setja fram, - jafnvel af grímuklæddum framsjalla og er þó ekki hægt að setja háan standard á slíka.

Ómar Bjarki Kristjánsson, 6.5.2016 kl. 18:40

21 Smámynd: Ómar Bjarki Kristjánsson

Edit:  ,,Samkvæmt líkindaformúlum kjósa þeir sem ekki mæta á svipaðan hátt í meginlínum og þeir sem  mæta." o.s.frv.

Ómar Bjarki Kristjánsson, 6.5.2016 kl. 18:42

22 identicon

Það er ekkert rangt við það að leggja þá sem ekki mæta saman við annaðhvort já eða nei hjá þeim sem mæta ef þeir eiga eitthvað sameginlegt. Og þeir sem ekki mættu eiga það sameginlegt með þeim sem sögðu nei að hrifning þeirra var ekki mikil. Þeir voru ekki nægilega uppnumdir til að mæta á kjörstað.

Hvernig þeir hefðu kosið hefðu þeir mætt kemur því málinu ekkert við. Sjálfsagt hefði niðurstaðan orðið önnur hefði tekist að semja plagg sem væri það áhugavert að fólk teldi það ekki eftir sér að kjósa. Það mistókst.

Gústi (IP-tala skráð) 7.5.2016 kl. 00:45

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband