"Það er nefnilega vitlaust gefið."

"Það er nefnilega vitlaust gefið" orti Steinn Steinarr. Það á við um þá ferð án fyrirheits sem hefur verið í gangi í beislun jarðvarma til raforkuframleiðslu hér á landi.

Orka Hellisheiðarvirkjunar er þegar á niðurleið eftir aðeins einn áratug vinnslu enda er orkuframleiðslan víðsfjarri því að standast alþjóðlegar kröfur um sjálfbæra þróun.

Þótt farið verði um víðan völl á svæðinu frá Nesjavöllum suðvestur um Þrengsli, mun orka alls þessa svæðis samt verða uppurin í tíð barnabarna núlifandi Íslendinga.

Í upphafi er aðeins miðað við 50 ára nýtingartíma jarðvarmaorkuvirkjana hér á landi, sem er meira að segja langt fyrir neðan endingartíma margra kolavinnslusvæða.

Ekkert hefur verið gert í því að búa til áætlun fyrir nýtingu jarðvarmans þar sem horft er yfir allt sviðið hér á landi og á möguleikana á því að hún að hún standist kröfuna um sjálfbæra þróun. En hér ríkir andstætt sjónarmið, sjónarmið rányrkju.


mbl.is Áfram borað á Hellisheiði
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Þorsteinn Briem

19.3.2012:

Stefán Arnórsson, prófessor við jarðfræðideild Háskóla Íslands, segir "fullyrðingar sem stjórnmálamenn vilji gjarnan ýta undir um að jarðvarmi sé endurnýtanleg auðlind ekki standast og í raun sé rennt blint í sjóinn með stærð sumra svæða sem til standi að nýta, svo sem á Hellisheiði."

"Í þessu togast á þrennt, pólitík, hagsmunir og fagmennska," segir hann og kveður allt faglegt mat segja að auðlindin sé ekki endurnýjanleg."

Þorsteinn Briem, 11.5.2016 kl. 13:01

2 identicon

Þeir segjast hafa komist fyrir mengunina með niðurdælingum ætli það standist?

GB (IP-tala skráð) 11.5.2016 kl. 14:47

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband