11.5.2016 | 23:28
Þegar horft er vítt yfir sviðið.
Bæring Ólafsson er einn þeirra Íslendinga sem horft hefur á íslensk málefni erlendis frá.
Alveg eins og sagt hefur verið að glöggt sé gestsaugað getur slíkt átt við Íslending sem ekki býr eingöngu við útsýni af sínum bæjarhóli heima heldur horfir líka yfir sviðið utanfrá með víðsýni í tíma og rúmi.
Bæring Ólafsson er í hópi slíkra og sér, að Andri Snær Magnason er ótvíræður fulltrúi nýs tíma, nýrrar sýnar og nýrra, stórbrotinna verkefna 21. aldarinnar í komandi forsetakosningum.
Rétt eins og vefþjóðviljamenn fóru offari gegn Guðna Th. Jóhannessyni með því að reyna að kasta rýrð á þekkingu hans á forsetaembættinu og íslenskum stjórnmálum, eru ný og glæsileg verðlaun, sem Andri var að fá í Frakklandi ekki í samræmi við samfellda herferð sem hefur verið í gangi á hendur honum fyrir að vera óverðugur þeirra viðurkenninga, sem hann hefur hlotið á glæstum ferli sínum hér á landi og erlendis.
Andri er til dæmis eini íslenski rithöfundurinn sem hefur fengið Íslensku bókmenntaverðlaunin í öllum þremur verðlaunaflokkunum.
Í báðum tilfellum var réðust hælbítar á garðinn þar sem hann var hæstur hjá þessum tveimur frambjóðendum.
Áfram hættur en styður Andra Snæ | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Athugasemdir
"Þegar horft er vítt yfir sviðið."
Er það ekki einmitt það sem takmarkar Andra Snæ?
Sjónarhorn hans er svolítið þröngt enda ungur enn, varla nema tæplega hálfnaður með lífsins skóla þó vissulega hafi hann sýnt góð tilþrif.
Landfari, 11.5.2016 kl. 23:47
Guðni Thorlacius Jóhannesson fæddist árið 1968, Andri Snær Magnason 1973 og Sigmundur Davíð Gunnlaugsson 1975.
Davíð Oddsson fæddist 1948, er því kominn á ellilífeyrisaldurinn og ætti samkvæmt venju að hætta sem ritstjóri Moggans eftir tvö ár, þegar hann verður sjötugur.
Þorsteinn Briem, 12.5.2016 kl. 00:39
Frakkar studdu innrás í Líbýu vegna þess að þeir vildu halda völdum í Norður Afríku. Fulltrúi nýrra tíma hefði afþakkað þessi verðlaun. Hálendi Íslands er ekki nafli alheimsins. Svo mikið er víst.
http://www.ruv.is/frett/frakkar-vildu-halda-ahrifum-i-n-afriku
Elín Sigurðardóttir (IP-tala skráð) 12.5.2016 kl. 08:02
Pælið aðeins í hræsninni í þessu liði. Þá má henda sprengjum en það má ekki henda mat.
http://www.theguardian.com/world/2015/may/22/france-to-force-big-supermarkets-to-give-away-unsold-food-to-charity
Elín Sigurðardóttir (IP-tala skráð) 12.5.2016 kl. 10:20
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.