12.5.2016 | 18:31
Róbótablaðamennska og kranablaðamennska.
Jónas Kristjánsson kom á sínum tíma fram með nýyrðið kranablaðamennska, sem táknar þau vinnubrögð fjölmiðla að taka við fréttatilkynningum eða áróðurstexta almannatengsla og birta hann að mestu óbreyttan án þess að hrófla neitt við textanum.
Oftast gerist þetta vegna tímaskorts fréttamanna eða mannfæðar fjölmiðla, og slyngir áróðursmeistarar kunna að nýta sér þetta.
Mannfæð og skortur á fróðum, afkastamiklum og vandvirkum fjölmiðlamönnum veldur því að þeir eru oft ragir við að spyrja krefjandi spurninga, vegna hættu á að viðmælendurnir svari á þann veg að það komi upp um vanþekkingu frétta- eða blaðamanns.
Síðustu 15 ár hefur orðið mikill atgervisflótti frá fjölmiðlum. Öflug fyrirtæki og fjársterk valdaöfl gera þeim fjölmiðlamönnum, sem þeim sýnist vera bestir, tilboð, sem þeir geta ekki hafnað.
Þetta versnaði stórum í Hruninu og voru tilraunir fjölmiðla til að spara með hressilegum niðurskurði oft vanhugsaðar, þegar ómetanlegir reynsluboltar og viskubrunnar voru slegnir af, en ráðnir sem ódýrastir starfskraftar staðinn, þar sem sem jafnvel tveir eða þrír afköstuðu minna og lakara verki en þessi eini sem þeir leystu af hólmi.
Kranablaðamennska og vanmáttur fjölmiðla er ein helsta ógnin við umbætur í stjórnmálum og efnahagsmálum.
Róbótablaðamennska getur reynst gott verkfæri fyrir öfluga blaðamenn, en ekkert kemur í staðinn fyrir hæfni þeirra sem nýta sér hana.
Róbótablaðamennska sífellt útbreiddari | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Athugasemdir
Ég var að lesa í Vesturbæjarblaðinu að ótrúlega góður veitingastaður í Vesturbænum - Borðið á Ægisíðu 123 - fær ekki vínveitingaleyfi eins og kaffihúsið hans Gísla Marteins sem er alltaf með drulluskítugar rúður og dauð blóm upp á punt. Er nokkur von til þess að RÚV taki málið upp?
Elín Sigurðardóttir (IP-tala skráð) 12.5.2016 kl. 20:01
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.