Það þarf að breyta reglum um meðmælendur.

Í Alþingiskosningunum 2007 kynntist ég þeim vandkvæðum, sem núverandi fyrirkomulag um meðmælendur valda.

Reglurnar eru gallaðar, því að reynslan hefur verið sú að ekki hefur verið hægt að standa við frestina til að skila listunum inn og það hefur bitnað á framboðunumm.

Í stað þess að gefa undanþágur og mismuna þannig framboðum ætti að lengja tímabilið frá því að framboðsfrestur rennur út þangað til kosið er um viku.

Frambjóðendum gefist kostur á því að skila inn listunum í 10 daga áður en framboðsfrestur rennur út og ef þeir dragi það, taki þeir sjálfir áhættuna af því að listarnir reynist ekki gildir, þegar fresturinn rennur út.

Reynslan sýnir að enda þótt frambjóðendur skili inn meðmælendalistum með tilskildum fjölda meðmælenda, geta allt að 20% undirskriftanna reynst ógildar, ýmist vegna fáfræði, misskilnings eða mistaka þeirra sem safna undirskriftum og þeirra sem skrifa nöfn sín

Undirskrift getur verið ógild ef meðmælandi hefur skrifað nafn sitt á fleiri lista en einn, eða að meðmælandi veit ekki í hvaða kjördæmi hann er með lögheimili.

Það er hins vegar enginn "skrípaleikur" fólginn í því að fá að greiða atkvæði utan kjörstaðar þótt framboðsfrestur sé ekki útrunninn.

Þeir sem greiða atkvæði svona snemma eiga að vera meðvitaðir um það að þeir taki þá áhættu að sá, sem þeir greiða atkvæði verði ef til vill ekki á kjörseðlinum.

Þeir taka þá afleiðingunum af því að tapa þessu áhættuspili og gera atkvæðið ógilt.

Ástæðurnar fyrir því að einhverjir telji það hentugt fyrir sig að greiða atkvæði svona snemma geta verið ýmislegar og sjálfsögð þjónusta við þá að gefa þeim færi á að kjósa þetta snemma.   


mbl.is Tíu skiluðu í S- og NV-kjördæmum
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 identicon

Meðmælendur eru arfur frá þeirri tíð þegar yfirstéttirnar vildu hindra almúgann í að ná embættum. Söfnun meðmælenda var kostnaðarsöm og því áhrifarík leið til að halda skrílnum frá kjötkötlunum. Reglur um meðmælendur þjóna engum lýðræðislegum tilgangi. Leggja ætti þær niður og láta kosningarnar einar ráða hver fær embættið.

Hábeinn (IP-tala skráð) 13.5.2016 kl. 21:05

2 Smámynd: Már Elíson

Líklega rétt hjá þér, "Hábeinn".

Már Elíson, 13.5.2016 kl. 22:36

3 Smámynd: Ómar Ragnarsson

Eitt af því sem talið var hafa orðið til þess að 513 manns buðu sig fram til Stjórnlagaþings var að það þurfti svo fáa meðmælendur.

En ef notuð er SVT aðferðin í kosningum (Írska aðferðin) veldur mikill fjöldi frambjóðenda engum vandræðum hvað varðar það að í forsetakosningum myndi sigurvegarinn vera með meirihluta atkvæða.

Ómar Ragnarsson, 14.5.2016 kl. 01:56

4 identicon

Valkvíði er hræðileg tilfinning og uppskrift að mistökum. 513 manns notfærðu sér slakt regluverk og buðu sig fram til Stjórnlagaþings, enginn með viti komst á það óstarfhæfa þing og þjóðin var rúmföst marga daga á eftir.

Það hefur lengi verið vitað að þægilegast sé fyrir alla að takmarka aðkomu sem flestra að framboðum. Helst að vera bara með einn í framboði, sem þá fær meirihluta atkvæða, eins og lengi hefur tíðkast og gefist vel sumstaðar í útlöndum.

Það að hver sem er geti boðið sig fram er veruleg ógn við fyrirsjáanlega útkomu. Kosningaréttur og framboð kvenna og fátæklinga kallar á reglur svo kosningar verði vandræðalausar, þægilegar og auðveldar.

Davíð12 (IP-tala skráð) 14.5.2016 kl. 12:35

5 Smámynd: Þorsteinn Briem

Steini Briem, 6.1.2016:

Nokkrir dagar liðnir frá áramótaávarpi presidentsins og forsetakjörið eftir hálft ár stefnir nú strax í "óefni".

Og nú á Ólafur Ragnar Grímsson að verða "bjargvætturin", maður sem aldrei hefur bjargað nokkrum hlut, heldur þveröfugt og stutt stórglæpamenn "með ráðum og dáð".

Öflugir frambjóðendur geta að sjálfsögðu komið fram á næstu vikum og mánuðum.

Mikið rýkur moldin í logninu hefði hún amma mín á Baldursgötunni sagt.

Frumvarp stjórnlagaráðs er hins vegar til mikilla bóta.

Þorsteinn Briem, 14.5.2016 kl. 13:34

6 Smámynd: Þorsteinn Briem

"11. gr. Til þess að spurning eða tillaga sem er borin upp í þjóðaratkvæðagreiðslu teljist samþykkt þarf hún að hafa hlotið meiri hluta gildra atkvæða í atkvæðagreiðslunni."

Sem sagt ekki meirihluta þeirra sem eru á kjörskrá hverju sinni.

Lög um framkvæmd þjóðaratkvæðagreiðslna nr. 91/2010

Já sögðu 48 og enginn sagði nei

Þjóðaratkvæðagreiðslan 20. október 2012 er því enn í fullu gildi.

Þorsteinn Briem, 14.5.2016 kl. 13:36

7 Smámynd: Þorsteinn Briem

Frumvarp Stjórnlagaráðs - 78. gr. Forsetakjör:

"Forseti Íslands er kosinn í leynilegri atkvæðagreiðslu þeirra er kosningarétt hafa til Alþingis.

Forsetaefni skal hafa meðmæli minnst eins af hundraði kosningabærra manna og mest tveggja af hundraði.

Kjósendur skulu raða frambjóðendum, einum eða fleirum að eigin vali, í forgangsröð.

Sá er best uppfyllir forgangsröðun kjósenda, eftir nánari ákvæðum í lögum, er rétt kjörinn forseti.

Ef aðeins einn maður er í kjöri, er hann rétt kjörinn án atkvæðagreiðslu. Að öðru leyti skal ákvarða með lögum um framboð og kosningu forseta Íslands."

Þorsteinn Briem, 14.5.2016 kl. 13:37

8 Smámynd: Þorsteinn Briem

Hér á Íslandi er einfaldlega lýðræði og okkur varðar ekkert um nafnleysingja og aðra vesalinga sem ekki sætta sig við það.

Þorsteinn Briem, 14.5.2016 kl. 13:39

9 Smámynd: Þorsteinn Briem

Meirihluti greiddra atkvæða ræður einfaldlega í þjóðaratkvæðagreiðslu um stjórnarskrá.

"The Twenty-eighth Amendment of the Constitution of Ireland permitted the state to ratify the Lisbon Treaty of the European Union.

It was effected by the twenty-eighth Amendment of the Constitution (Treaty of Lisbon) Act 2009, which was approved by referendum on 2 October 2009 (sometimes known as the Lisbon II referendum).

The amendment was approved by the Irish electorate by 67.1% to 32.9%, on a turnout of 59%."

Twenty-eighth Amendment of the Constitution of Ireland

Þorsteinn Briem, 14.5.2016 kl. 13:41

10 Smámynd: Þorsteinn Briem

3.1.2016:

"Helgi Hrafn Gunnarsson þingmaður og formaður Pírata ætlar að bjóða sig fram til Alþingis á næsta kjörtímabili en Helgi var fyrir skemmstu valinn stjórnmálamaður ársins af hlustendum Bylgjunnar og lesendum Vísis.

Niðurstaða könnunarinnar var kynnt í útvarpsþættinum Sprengisandi á Bylgjunni í morgun."

"Píratar hafa verið á mikilli siglingu síðustu misseri og flokkurinn hefur mælst stærsti stjórnmálaflokkur landsins í könnunum með yfir 30 prósent fylgi.

Verði það niðurstaðan í næstu Alþingiskosningum munu Píratar fá nítján þingmenn.

Helgi sagði í Sprengisandi að hann ætti von á því að fylgi Pírata myndi minnka en flokkurinn sé tilbúinn að mynda ríkisstjórn komi til þess.

"Við höfum samþykkt stefnu í okkar röðum hvað varðar myndun ríkisstjórnar á næsta kjörtímabili.

Aðaláherslan á næsta kjörtímabili ef við fengjum stjórnarmyndunarumboð yrði að koma á nýju stjórnarskránni, sem sagt frumvarpi stjórnlagaráðs, og halda þjóðaratkvæðagreiðslu um áframhaldandi viðræður við Evrópusambandið.""

Aðaláhersla Pírata í stjórnarmyndunarviðræðum frumvarp stjórnlagaráðs

Þorsteinn Briem, 14.5.2016 kl. 13:43

11 Smámynd: Þorsteinn Briem

17.6.2004:

"Svisslendingar, Írar og Frakkar hafa ekki gert lágmarksþátttöku að skilyrði fyrir gildi þjóðaratkvæðagreiðslu."

"Engin skilyrði um lágmarksþátttöku [í þjóðaratkvæðagreiðslum] eru fyrir hendi á Írlandi og raunar má finna dæmi þess frá 1979 að breytingar á stjórnarskrá hafi verið samþykktar í kosningum með innan við 30% þátttöku."

"Franska þjóðin kaus um Maastricht-sáttmálann árið 1992 og árið 2000 var þjóðaratkvæðagreiðsla um styttingu á kjörtímabili forsetans úr sjö árum í fimm.

Engin skilyrði um lágmarksþátttöku voru í þessum kosningum og úrslit kosninganna árið 2000 voru bindandi, þrátt fyrir aðeins um 30% kosningaþátttöku."

Rúmlega 460 þjóðaratkvæðagreiðslur í Evrópu frá 1940

Þorsteinn Briem, 14.5.2016 kl. 13:46

12 Smámynd: Þorsteinn Briem

Fylgi flokka á landsvísu - Skoðanakönnun Gallup 2.5.2016:

Píratar 27%,

Vinstri grænir 18%,

Samfylkingin 8%,

Björt framtíð 5%.

Samtals 58% og þessir flokkar mynda nú meirihluta borgarstjórnar.

Sjálfstæðisflokkur og Framsóknarflokkur 38% og þar af Framsóknarflokkur 11%.

Og næsta víst, eins og Bjarni Fel. myndi segja, að ríkisstjórn Framsóknarflokksins og Sjálfstæðisflokksins kolfellur í næstu alþingiskosningum.

Þorsteinn Briem, 14.5.2016 kl. 13:56

13 Smámynd: Jóhann Kristinsson

Það á að leggja niður þetta meðmælandakvab, en í stað þess á að veita forsetaembættið til frambjóðanda sem hefur fengið meirihluta greiddra atkvæða.

Ef enginn hefur fengið meirihluta, þá verða tveir efstu frambjóðendurnir í kjöri ekki seinna en tveimur vikum seinna.

Framboðsfrestur á að ljúka þremur mánuðum fyrir kosningadag.

Forkosningar eiga ekki að hefjast fyrr en að framboðsfresti er lokið.

Af hverju ekki að einfalda þetta framboðs ferli svo að allir, bæði ríkir og þeir sem eru efna minni geti verið í framboði.

Opna framboðsferilinn svo að sem flestir geti tekið þátt í framboði ef manneskjan fær einhverja köllun að fara í forsetaembættið, það er lýðræði.

Kveðja frá Houston

Jóhann Kristinsson, 14.5.2016 kl. 17:11

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband