14.5.2016 | 02:09
Kennitöluflakk stjórnmálaflokka nægir ekki.
Sagan er í grófum dráttum þessi: Alþýðuflokkurinn 1916, Sósíalistaflokkurinn 1938, Alþýðubandalagið 1956, Samtök frjálslyndra og vinstri manna 1970, Bandalag jafnaðarmanna 1987, Þjóðvaki 1994, Samfylkingin 1999 og Björt framtíð núna síðast.
Allt saman jafnaðarmannaflokkar, misróttækir þó, sem áttu að sameina jafnaðarmenn í einum flokki, en reyndist að mestu vera nafnabreyting, kennitöluflakk.
Ef jafnaðarmannaflokkur nær ekki hylli kjósenda er það ekki vegna þess að hugmyndir jafnaðarmanna um frelsi, jafnrétti, bræðralag og mannréttindi séu úreltar, heldur vegna þess að þeir sem berjast fyrir þessum hugsjónum hafa ekki kjörþokka eða mistekst í rökræðunni sem þarf.
Nafnbreytingar og nýjar kennitölur duga kannski um skamma hríð, en ekki einar og sér til lengdar.
Þetta minnir á það þegar efnilegum söngvara í bakröddum í sjói hjá Björgvini Halldórssyni þótti goðið ekki taka nóg eftir sér og kom á næstu sýningu Bo í skærum glimmerjakka.
Björgin veitti þessu athygli og gekk að eftirvæntingarfullum söngvaranum og ávarpaði hann.
Orðaskiptin urðu svona:
"Nýr jakki?"
"Já."
"Sama röddin."
Því miður fyrir ykkur, strákar mínir | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Athugasemdir
"Kallað er í kóngsríki enn", sagði kallinn. Ekki líkar mér að sjá Ómar vin min nota orðið "sjó" (beygjist eins of þjó) um sýningu. Er mér sama þótt "margir tali svona" en það er algeng afsökun lélegra þýðenda.
Bíð ég núna eftir að einhver nafn-(og hug)laus bloggari finni dæmi í fornum sögum sögum (Ok sigldu þeir félagar sjói marga.......).
Geir Magnússon, hænsa(gömul beyging)bóndi
Geir Magnusson (IP-tala skráð) 14.5.2016 kl. 09:18
Sagan endurtekur sig sagði Bryndís Schram í Kvennablaðinu 3. maí. Hún sagði þar að fólk hefði ekki kosið Alþýðuflokkinn snemma á fjórða áratugnum vegna þess að það hefði ekki viljað tilheyra alþýðunni! Það er gróf sögufölsun. Það var Alþýðuflokkksarmurinn sem vildi ekki tilheyra alþýðunni þegar þeir ákváðu að svíkja Ólaf Friðriksson í stríðinu um rússneska drenginn. Þar tóku þeir afstöðu með yfirvöldum. Þá þurfti Ársæll Sigurðsson af fara í mál við Kaupfélag Reykvíkinga til að losna úr þrældómi framsóknar og krata. Hann vann málið og bjargaði þar með 460 manns úr klónum á þeim. Ennþá taka kratarnir afstöðu á móti almenningi og með ESB. Þeir ættu að hætta að skvetta yfir sig málningu til tilbreytingar og líta einu sinni í spegil.
Elín Sigurðardóttir (IP-tala skráð) 14.5.2016 kl. 09:47
Sögulegur dagur í gær þegar friðarhöfðinginn undirritaði dauðadóm stríðsherranna.
http://ruv.is/frett/sameinast-gegn-russlandi
Elín Sigurðardóttir (IP-tala skráð) 14.5.2016 kl. 09:56
Píratar eru einfaldlega jafnaðarmannaflokkur, eins og vel sést á stefnu flokksins.
Í raun breytir því engu fyrir jafnaðarmenn hvort Samfylkingin hverfur af sjónarsviðinu.
Ekki ætti því að koma á óvart að Jón Baldvin Hannibalsson og Össur Skarphéðinsson, fyrrum formenn Alþýðuflokksins og Samfylkingarinnar, séu hrifnir af Pírötum.
Þorsteinn Briem, 14.5.2016 kl. 13:29
Fylgi flokka á landsvísu - Skoðanakönnun Gallup 2.5.2016:
Píratar 27%,
Vinstri grænir 18%,
Samfylkingin 8%,
Björt framtíð 5%.
Samtals 58% og þessir flokkar mynda nú meirihluta borgarstjórnar.
Sjálfstæðisflokkur og Framsóknarflokkur 38% og þar af Framsóknarflokkur 11%.
Og næsta víst, eins og Bjarni Fel. myndi segja, að ríkisstjórn Framsóknarflokksins og Sjálfstæðisflokksins kolfellur í næstu alþingiskosningum.
Þorsteinn Briem, 14.5.2016 kl. 14:00
3.1.2016:
"Helgi Hrafn Gunnarsson þingmaður og formaður Pírata ætlar að bjóða sig fram til Alþingis á næsta kjörtímabili en Helgi var fyrir skemmstu valinn stjórnmálamaður ársins af hlustendum Bylgjunnar og lesendum Vísis.
Niðurstaða könnunarinnar var kynnt í útvarpsþættinum Sprengisandi á Bylgjunni í morgun."
"Píratar hafa verið á mikilli siglingu síðustu misseri og flokkurinn hefur mælst stærsti stjórnmálaflokkur landsins í könnunum með yfir 30 prósent fylgi.
Verði það niðurstaðan í næstu Alþingiskosningum munu Píratar fá nítján þingmenn.
Helgi sagði í Sprengisandi að hann ætti von á því að fylgi Pírata myndi minnka en flokkurinn sé tilbúinn að mynda ríkisstjórn komi til þess.
"Við höfum samþykkt stefnu í okkar röðum hvað varðar myndun ríkisstjórnar á næsta kjörtímabili.
Aðaláherslan á næsta kjörtímabili ef við fengjum stjórnarmyndunarumboð yrði að koma á nýju stjórnarskránni, sem sagt frumvarpi stjórnlagaráðs, og halda þjóðaratkvæðagreiðslu um áframhaldandi viðræður við Evrópusambandið.""
Aðaláhersla Pírata í stjórnarmyndunarviðræðum frumvarp stjórnlagaráðs
Þorsteinn Briem, 14.5.2016 kl. 14:05
Stefnumál Pírata - Píratar
Þorsteinn Briem, 14.5.2016 kl. 14:09
19.5.2015:
"Helgi Hrafn Gunnarsson, þingmaður Pírata, segir að ef Píratar myndu verða í þeirri stöðu að hafa áhrif á ríkisstjórnarmyndun eða áherslur á næsta kjörtímabili, yrðu þær á lýðræðisumbætur og tiltekur sérstaklega þrennt í þeim efnum, auk þess að endurvekja þurfi stjórnarskrármálið:
Hvað varðar fiskveiðistjórnun segir hann að Píratar leggi áherslu á stuðning sinn við nýja stjórnarskrá sem byggi á frumvarpi Stjórnlagaráðs. Í 34. grein þess frumvarps sé að finna afgerandi og mikilvæga breytingu á grundvallaratriðum fiskveiðistjórnunar sem felist í eftirfarandi málsgrein:
Enginn getur fengið auðlindirnar, eða réttindi tengd þeim, til eignar eða varanlegra afnota og aldrei má selja þær eða veðsetja.
Og hvað virkjanir varðar segir Helgi Hrafn að menn hefðu haldið að með rammaáætlun þyrfti ekki sérstaka stefnu í málaflokknum en hins vegar sé stjórnarmeirihlutinn nú að rífa þá áætlun í tætlur á þinginu.
Varðandi Evrópusambandið sé það stefna Pírata að þjóðin eigi að ákveða með þjóðaratkvæðagreiðslu um framhald viðræðna.
Segi hún nei sé málinu lokið þar til pólitískt umboð yrði sótt til að sækja um að nýju, verði vilji til þess. Segi hún já skuli viðræðum haldið áfram."
Þorsteinn Briem, 14.5.2016 kl. 14:11
"Píratar vilja að almenningur hafi aðgang að öllum þeim upplýsingum sem hann þarf til að geta tekið upplýstar ákvarðanir og veitt stjórnsýslunni það aðhald sem hún þarf.
Án gagnsæis er ekki alvöru lýðræði, ekki hægt að taka ákvarðanir um opinber fjármál, ekki hægt að koma í veg fyrir spillingu og ekki hægt að krefjast ábyrgðar.
Með opnum ríkisfjármálum má betur koma auga á sóun á fjármagni og uppræta spillingu í stjórnsýslunni."
"Píratar telja að allir hafi óskoraðan rétt til aðkomu að ákvörðunum sem varða eigin málefni og rétt til vitneskju um það hvernig slíkar ákvarðanir hafi verið teknar."
Gagnsæi - Píratar
Þorsteinn Briem, 14.5.2016 kl. 14:14
"Píratar vilja verkefnamiðaðra, lýðræðislegra, samfélagsmiðaðra og fjölbreyttara skólaumhverfi.
Leggja skal áherslu á notkun frjáls hugbúnaðar og að allur sá hugbúnaður sem gerður er fyrir menntastofnanir sé gerður aðgengilegur undir frjálsu leyfi."
"Menntakerfi Íslendinga eigi að taka frekari viðmið af finnsku leiðinni í menntamálum."
"Kynfræðsla skuli lögbundin sem sérstök námsgrein í grunnskóla og samið verði efni við hæfi mismunandi aldurshópa."
"Sérstaklega verði fjallað í kynfræðslu um klám og eðli þess sem afþreyingarefnis en ekki fræðsluefnis og að það gefi því takmarkaða innsýn inn í kynhegðun fólks.
Sérstaklega verði fjallað um ábyrga internetnotkun, börnum bent á hættuna af því að setja of miklar upplýsingar á internetið, myndefni þar með talið.
Stefna skuli að því hafa sérmenntaða kynfræðslukennara eins og kostur er.
Áhersla verði lögð á gagnkvæma virðingu, samskipti og upplýst samþykki."
Menntamál - Píratar
Þorsteinn Briem, 14.5.2016 kl. 14:16
"Stór fyrirtæki hafa fengið allt of mikla athygli á undanförnum árum, 99% fyrirtækja á Íslandi eru lítil eða meðalstór.
Píratar vilja betrumbæta atvinnuumhverfi smáiðnaðar með einfaldara rekstrarumhverfi."
"Píratar styðja við alla nýsköpun, við ætlum að standa vörð um atvinnufrelsið og að allir einstaklingar geti nýtt sér sína þekkingu sér til atvinnu."
"Píratar vilja opna á bókhald ríkissjóðs og ríkisstofnana þannig að það sé aðgengilegt á tölvutæku formi að því marki sem sjónarmið persónuverndar leyfa.
Kjósendur hafa rétt á því að vita hvernig peningum þeirra er úthlutað og hafa áhrif á gang mála."
"Píratar vilja stytta vinnuvikuna, það er ósanngjarnt að íslendingar fái allt að helmingi lægri laun en nágrannaþjóðir okkar en þurfi að vinna jafn mikið eða jafnvel meira."
"Nauðsynlegt er að aðskilja starfsemi innlánsstofnana og áhættufjárfesta þannig að ekki sé mögulegt að nýta tryggðar innistæður í áhættuviðskiptum."
Atvinnu- og efnahagsmál - Píratar
Þorsteinn Briem, 14.5.2016 kl. 14:18
"Píratar vilja samþykkja frumvarp til stjórnskipunarlaga sem er samhljóða frumvarpi stjórnlagaráðs í öllum efnisatriðum."
Stefnumál Pírata - Píratar
Þorsteinn Briem, 14.5.2016 kl. 14:20
Samfylkingin fór út í að hætta að standa með verkafólki en í stað þess var farið út í að hagræða sem mest fyrir banka og peningaelítunna.
Það þótti ekki nógu fínt að að vera að berjast fyrir hagsmunum verkafólksins, í stað þess var farið út í að berjast fyrir menntalýðinn og latte lepjandi kaffihúsalýður 101 Reykjavík, tók yfir Samfylkinguna.
Ég held að herra Schram hafi þetta næstum því rétt. Það á að leggja niður Samfylkinguna og stofna meintlýðsflokk, en ekki að þykjast vera að standa fyrir flokki verkafólks.
Það hefur jú alltaf verið hjá svokölluðum jafnaðarmönnum, að sumir eru jafnari en aðrir.
Kveðja frá Houston
Jóhann Kristinsson, 14.5.2016 kl. 17:23
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.