14.5.2016 | 15:34
Ráðist á garðinn þar sem hann er lægstur.
Yfirvinnubann flugumferðarstjóra er dæmi um það þegar deilur fara út í þann farveg að þær bitni nær eingöngu á ákveðnum hópi fólks, og að ráðist sé á garðinn, þar sem hann er lægstur.
Almenningur lætur sér skiljanlega fátt um finnast þegar upplýst er að bannið bitni á 200 manns.
Það fylgir nefnilega ekki sögunni að um er að ræða hóp ungs fólks, sem er í rándýru námi til að ræktuð sé grasrót íslenskra flugmála, flugmennirnir sem standa eiga að endurnýjun þess grundvallar flugs, sem felst í hæfum flugmönnum.
Skelfileg áhrif á flugkennslu | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Athugasemdir
Skelfileg áhrif á flugkennslu. Það er ekkert annað. Sigurður Ingi var að tala um eldfjöllin okkar í boði hjá Obama í gær. "We are still figuring out how to aim them" sagði hann og uppskar mikinn hlátur. Andri Snær er á svipuðu róli þegar hann talar um náttúruperlurnar okkar í viðtali við Kjarnann í dag. Hann hefur eins og sakir standa miklar áhyggjur af þeim og líkir þjóðinni við illa upp alið barn. Mér dettur ekki í hug að líkja Andra Snæ við fordekrað barn en ósjálfrátt koma orð Huldu upp í hugann: "Geym, drottinn, okkar dýra land, er duna jarðarstríð." Sjálfhverfan og taktleysið er sem fyrr hjartaskerandi.
Elín Sigurðardóttir (IP-tala skráð) 14.5.2016 kl. 17:04
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.