14.5.2016 | 20:59
Svona á að gera þetta!
Það er alltaf gaman að því þegar fólk kemur skemmtilega á óvart. Og annað er ekki hægt að segja um frammistöðu ráðherranna Sigurðar Inga Jóhannsonar og Lilju Alfreðsdóttur í kvöldverðarboðinu hjá forsetahjónum Bandaríkjanna.
Sumir hafa séð ákveðna samsvörun í þremur formönnum Framsóknarflokksins þeim Ólafi Jóhannssyni, Halldóri Ásgrímssyni og Sigurði Inga Jóhannssyni hvað varðar yfirbragð og talanda, sem hafi oft verið dálítið þunglamaleg og þumbaraleg.
Í upphafi forsætisráðherraferils Óla Jó uppskar það hlátur, þegar ég gantaðist með þáverandi ráðherra í hlutverkum jólasveinanna og hyskis Grýlu, og sagði í lokin: "...Lúðvík Leppur, Einar Skreppur og forsætisráðherra Leiðindaskjóða.
En þetta gerbreyttist á undra skömmum tíma þegar Óli Jó sýndi á sér alveg nýja hlið hins spaugsama, brosmilda og skemmtilega forsætisráðherra.
Halldór Ásgrímsson lumaði á góðum húmor á góðum stundum, sem of fáir fengu að njóta.
Og nú kemur Sigurður Ingi Jóhannsson og gerir svipað og Óli Jó á sínum tíma, sýnir á sér allt aðra hlið en fólk hefur kynnst áður.
Og það í hópi forsætisráðherra Norðurlandanna og bandarísku forsætishjónanna.
Takk fyrir þetta, Sigurður Ingi. Svona á að gera þetta!
Sigurður Ingi reytti af sér brandarana | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Athugasemdir
Tek heilshugar undir hrósið með þér
Þjóðlífið hérna gengi svo miklu betur og væri meira gefandi, ef við sameinuðumst um að taka niður pólitísku gleraugun - þessi sem ekkert sjá athugavert við pólitíska samherja - en ekkert gott við þá sem hafa annan lit. Slík viðhorf eru jafnvel heimskulegri en að vera heittrúaður áhangandi boltaliðs.
Þorkell Guðnason, 14.5.2016 kl. 22:09
Kynkaldur í kvennafans,
kallinn Sigurður Ingi,
umboðsmaður Andskotans,
er hann hér á þingi.
Þorsteinn Briem, 14.5.2016 kl. 23:09
Sigurður Ingi Jóhannsson er þeim góðu eiginleikum gæddur, að hafa mikla raunverulega lífreynslu, og hæfilega viðeigandi húmor, sem er nauðsynlegur í hinu daglega pólitíska amstri.
Svo hefur hann þá dýrmætu og meðfæddu góðu náðargáfu að kunna að greina aðalatriðin frá smáatriðunum, og það er mjög þarfur hæfileiki í öldurótinu heimspólitíska.
M.b.kv.
Anna Sigríður Guðmundsdóttir, 14.5.2016 kl. 23:53
Kynkaldur í kvennafans,
karlinn Steini Brím.
Umboðsmaður andskotans,
leiðinlegri en hrím.
Lifi framsóknarhúmorinn!
Halldór Egill Guðnason, 15.5.2016 kl. 00:10
Þið Þorkell og Anna Sigríður eruð ekki að taka niður pólitísku gleraugun þegar þið verjið frænda ykkar og samherja þegar hann loksins kemur út úr skápnum sem ESB sinni með sorglega ófyndinn brandara. Eini maðurinn sem heldur haus hérna er hann Steini Briem.
Elín Sigurðardóttir (IP-tala skráð) 15.5.2016 kl. 08:32
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.