16.5.2016 | 11:01
Síbylja kollvarpskenningarinnar.
Síðustu misseri hafa andstæðingar nýrrar íslenskrar stjórnarskrár þulið síbylju um það að hún "kollvarpi" íslensku stjórnkerfi. Svo langt hefur verið gengið við að tala frumvarp stjórnlagaráðs niður að fullyrða að með frumvarpinu sé snúið baki við "hinu norræna módeli" og stjórnarskrám í anda þess besta sem gerist í Evrópu.
Þetta er fjarri sanni og í besta falli gróf vanþekking. Nýja stjórnarskráin viðheldur öllum meginþáttum íslenskrar stjórnskipunar, og við samningu hennar var höfð hliðsjón af því besta sem nýjar stjórnarskrár á Norðurlöndum hafa upp á að bjóða auk þýsku stjórnarskrárinnar.
Meira að segja verður stjórnarskrá Dana frá 1953 að teljast nýleg miðað við þá, sem þeir settu 1849 og er enn að meginstofni í gildi hjá okkur, 166 árum eftir að Jón Sigurðsson og hans menn hófu baráttu fyrir Þjóðfundinum 1851 og gerð nýrrar íslenskrar stjórnarskrár.
Ein af röksemdum kollvarpskenningarinnar er sú athugasemd Feneyjanefndarinnar að nýja stjórnarskráin myndi valda óróa og togstreitu á milli þings, framkvæmdavalds og forseta Íslands vegna málskotsréttar forsetans.
En þessi athugasemd Feneyjanefndarinnar á líka við um núverandi 26. grein um málskotsrétt forseta Íslands, sem vel hefur reynst, og margir hinir sömu, sem nú hamast gegn frumvarpi stjórnlagaráðs, hafa mært 26. greinina og beitingu hennar hástöfum!
Hamagangurinn gegn nýrri stjórnarskrá er beint framhald af því þegar Trampe greifi stöðvaði nýja íslenska stjórnarskrá Jóns Sigurðssonar og Þjóðfundarins fyrir 165 árum.
1851 var það dönsk valdastétt sem hélt vörð um hagsmuni sína, en nú er það íslensk valdastétt.
Segir Guðna vilja kollvarpa stjórnarskránni | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Athugasemdir
Sumt fólk vílar ekki fyrir sér að hagræða sannleikanum til að ná markmiði sínu. Tilgangurinn helgar meðalið.
Ásthildur Cesil Þórðardóttir, 16.5.2016 kl. 12:36
gét varla talist aðdáandi nýrar stjórnarskrár. fynst bara sú gamla skári. hvort sem hún er danskrar ættar eða ekki skiptir ekki máli. hvaða stjórnarskrár endast best einfaldar og skýrar. sú nýja er bæði flókin og óskýr. hvervegna ekki að taka upp gömlu stjórnarskrá russlands það var flott stjórnarskrá en fóru russar nokkuð eftir henni ?
kristinn geir steindórsson briem (IP-tala skráð) 16.5.2016 kl. 13:28
Vill Ómar Ragnarsson, fjölmiðlamaður og fyrrverandi fulltrúi í Stjórnlagaráði, ekki upplýsa þjóðina um greidd heildarlaun fyrir starf sitt í Stjórnlagaráði?
Hilmar Hafsteinsson (IP-tala skráð) 16.5.2016 kl. 14:48
Í um 3 ár hefur varla nokkur annar en Ómar Ragnarsson þrástagast á stjórnarskrárskrípi stjórnlagaráðs. Síbyljuna sem hann talar um hefur enginn tekið eftir og fyrir flestum landsmanna er þessi tilraun löngu dauð og grafin. En áfram dregur Ómar þennan dauða hund og reynir að siga honum í allar áttir. Sorgleg veruleikafyrring.
Jós.T. (IP-tala skráð) 16.5.2016 kl. 14:53
3.1.2016:
"Helgi Hrafn Gunnarsson þingmaður og formaður Pírata ætlar að bjóða sig fram til Alþingis á næsta kjörtímabili en Helgi var fyrir skemmstu valinn stjórnmálamaður ársins af hlustendum Bylgjunnar og lesendum Vísis.
Niðurstaða könnunarinnar var kynnt í útvarpsþættinum Sprengisandi á Bylgjunni í morgun."
"Píratar hafa verið á mikilli siglingu síðustu misseri og flokkurinn hefur mælst stærsti stjórnmálaflokkur landsins í könnunum með yfir 30 prósent fylgi.
Verði það niðurstaðan í næstu Alþingiskosningum munu Píratar fá nítján þingmenn.
Helgi sagði í Sprengisandi að hann ætti von á því að fylgi Pírata myndi minnka en flokkurinn sé tilbúinn að mynda ríkisstjórn komi til þess.
"Við höfum samþykkt stefnu í okkar röðum hvað varðar myndun ríkisstjórnar á næsta kjörtímabili.
Aðaláherslan á næsta kjörtímabili ef við fengjum stjórnarmyndunarumboð yrði að koma á nýju stjórnarskránni, sem sagt frumvarpi stjórnlagaráðs, og halda þjóðaratkvæðagreiðslu um áframhaldandi viðræður við Evrópusambandið.""
Aðaláhersla Pírata í stjórnarmyndunarviðræðum frumvarp stjórnlagaráðs
Þorsteinn Briem, 16.5.2016 kl. 15:50
19.5.2015:
"Helgi Hrafn Gunnarsson, þingmaður Pírata, segir að ef Píratar myndu verða í þeirri stöðu að hafa áhrif á ríkisstjórnarmyndun eða áherslur á næsta kjörtímabili, yrðu þær á lýðræðisumbætur og tiltekur sérstaklega þrennt í þeim efnum, auk þess að endurvekja þurfi stjórnarskrármálið:
Hvað varðar fiskveiðistjórnun segir hann að Píratar leggi áherslu á stuðning sinn við nýja stjórnarskrá sem byggi á frumvarpi Stjórnlagaráðs. Í 34. grein þess frumvarps sé að finna afgerandi og mikilvæga breytingu á grundvallaratriðum fiskveiðistjórnunar sem felist í eftirfarandi málsgrein:
Enginn getur fengið auðlindirnar, eða réttindi tengd þeim, til eignar eða varanlegra afnota og aldrei má selja þær eða veðsetja.
Og hvað virkjanir varðar segir Helgi Hrafn að menn hefðu haldið að með rammaáætlun þyrfti ekki sérstaka stefnu í málaflokknum en hins vegar sé stjórnarmeirihlutinn nú að rífa þá áætlun í tætlur á þinginu.
Varðandi Evrópusambandið sé það stefna Pírata að þjóðin eigi að ákveða með þjóðaratkvæðagreiðslu um framhald viðræðna.
Segi hún nei sé málinu lokið þar til pólitískt umboð yrði sótt til að sækja um að nýju, verði vilji til þess. Segi hún já skuli viðræðum haldið áfram."
Þorsteinn Briem, 16.5.2016 kl. 15:52
Fylgi flokka á landsvísu - Skoðanakönnun Gallup 2.5.2016:
Píratar 27%,
Vinstri grænir 18%,
Samfylkingin 8%,
Björt framtíð 5%.
Samtals 58% og þessir flokkar mynda nú meirihluta borgarstjórnar.
Sjálfstæðisflokkur og Framsóknarflokkur 38% og þar af Framsóknarflokkur 11%.
Og næsta víst, eins og Bjarni Fel. myndi segja, að ríkisstjórn Framsóknarflokksins og Sjálfstæðisflokksins kolfellur í næstu alþingiskosningum.
Þorsteinn Briem, 16.5.2016 kl. 15:54
"11. gr. Til þess að spurning eða tillaga sem er borin upp í þjóðaratkvæðagreiðslu teljist samþykkt þarf hún að hafa hlotið meiri hluta gildra atkvæða í atkvæðagreiðslunni."
Sem sagt ekki meirihluta þeirra sem eru á kjörskrá hverju sinni.
Lög um framkvæmd þjóðaratkvæðagreiðslna nr. 91/2010
Já sögðu 48 og enginn sagði nei
Þjóðaratkvæðagreiðslan 20. október 2012 er því enn í fullu gildi.
Þorsteinn Briem, 16.5.2016 kl. 15:55
Niðurstaða þjóðaratkvæðagreiðslunnar 20. október 2012:
1. Vilt þú að tillögur stjórnlagaráðs verði lagðar til grundvallar frumvarpi að nýrri stjórnarskrá?
Já sögðu 67,5%.
2. Vilt þú að í nýrri stjórnarskrá verði náttúruauðlindir sem ekki eru í einkaeigu lýstar þjóðareign?
Já sögðu 82,9%.
3. Vilt þú að í nýrri stjórnarskrá verði ákvæði um þjóðkirkju á Íslandi?
Já sögðu 57,1%.
4. Vilt þú að í nýrri stjórnarskrá verði persónukjör í kosningum til Alþingis heimilað í meira mæli en nú er?
Já sögðu 78,4%.
5. Vilt þú að í nýrri stjórnarskrá verði ákvæði um að atkvæði kjósenda alls staðar að af landinu vegi jafnt?
Já sögðu 66,5%.
6. Vilt þú að í nýrri stjórnarskrá verði ákvæði um að tiltekið hlutfall kosningarbærra manna geti krafist þess að mál fari í þjóðaratkvæðagreiðslu?
Já sögðu 73,3%.
Þorsteinn Briem, 16.5.2016 kl. 15:59
Meirihluti greiddra atkvæða ræður einfaldlega í þjóðaratkvæðagreiðslu um stjórnarskrá.
"The Twenty-eighth Amendment of the Constitution of Ireland permitted the state to ratify the Lisbon Treaty of the European Union.
It was effected by the twenty-eighth Amendment of the Constitution (Treaty of Lisbon) Act 2009, which was approved by referendum on 2 October 2009 (sometimes known as the Lisbon II referendum).
The amendment was approved by the Irish electorate by 67.1% to 32.9%, on a turnout of 59%."
Twenty-eighth Amendment of the Constitution of Ireland
Þorsteinn Briem, 16.5.2016 kl. 16:00
17.6.2004:
"Svisslendingar, Írar og Frakkar hafa ekki gert lágmarksþátttöku að skilyrði fyrir gildi þjóðaratkvæðagreiðslu."
"Engin skilyrði um lágmarksþátttöku [í þjóðaratkvæðagreiðslum] eru fyrir hendi á Írlandi og raunar má finna dæmi þess frá 1979 að breytingar á stjórnarskrá hafi verið samþykktar í kosningum með innan við 30% þátttöku."
"Franska þjóðin kaus um Maastricht-sáttmálann árið 1992 og árið 2000 var þjóðaratkvæðagreiðsla um styttingu á kjörtímabili forsetans úr sjö árum í fimm.
Engin skilyrði um lágmarksþátttöku voru í þessum kosningum og úrslit kosninganna árið 2000 voru bindandi, þrátt fyrir aðeins um 30% kosningaþátttöku."
Rúmlega 460 þjóðaratkvæðagreiðslur í Evrópu frá 1940
Þorsteinn Briem, 16.5.2016 kl. 16:01
Hér á Íslandi er einfaldlega lýðræði og okkur varðar ekkert um nafnleysingja og aðra vesalinga sem ekki sætta sig við það.
Þorsteinn Briem, 16.5.2016 kl. 16:03
Vill Ómar Ragnarsson, fjölmiðlamaður og fyrrverandi fulltrúi í Stjórnlagaráði, ekki upplýsa þjóðina um greidd heildarlaun fyrir starf sitt í Stjórnlagaráði?
Hilmar Hafsteinsson (IP-tala skráð) 16.5.2016 kl. 17:36
Og hvað kemur þér það við Hilmar?
Ásthildur Cesil Þórðardóttir, 16.5.2016 kl. 19:14
Sjálfsagt mál, Hilmar. Ákveðið var í upphafi þess máls af hálfu ríkisins að stjórnlagaþingmenn, sem síðar urðu stjórnlagaráðsmenn fengju lágmarkslaun Alþingismanna.
Ég fékk því 4x500 þúsund eða tvær milljónir fyrir störf mín í stjórnlagaráði. Það var fullt starf og vel það og vegna þess að ég var aldursforseti og vildi því undirbúa fyrsta fund ráðsins sem best, tók ég þátt í undirbúningsstarfi í tvo mánuði á undan.
Þar með hefur verið upplýst um þetta hrikalega hneyksli.
Ómar Ragnarsson, 16.5.2016 kl. 20:21
Sé það rétt að Guðni vilji kollvarpa stjórnarskránni er það rökrétt hjá honum að vilja það sem ESB sinni.
Óbreytt stjórnarskrá ekkert ESB!
Baldvin Nielsen
B.N. (IP-tala skráð) 16.5.2016 kl. 21:17
Þetta eru athyglisverðar upplýsingar Ómar. Ertu viss um að allt sé talið? Stjórnlagaráð var kallað aftur saman til fjögurra daga fundar. Varla hefur þú unnið kauplaust þá daga frekar en hina.
Hilmar Hafsteinsson (IP-tala skráð) 16.5.2016 kl. 21:56
Það er lítið sem hundstungan finnur ekki. Ef þú heldur virkilega að einhver ofurlaun hafi verið greidd allt í einu upp úr þurru fyrir fjögurra daga vinnu, þá máttu halda það fyrir mér og útmála áfram það sem þú virðist hafa á heilanum, þau ofurlaun, sem telur að ég hafi notið síðustu árin, meðal annars lífeyrislaun okkar hjónanna sem eru samanlagt langt fyrir neðan lágmarkstaxta ófaglærðs verkafólks.
Greidd voru sömu laun á hvern þessara vinnudaga og í starfinu 2011.
Ómar Ragnarsson, 16.5.2016 kl. 23:19
En, meðal annarra orða, hvað kemur það efni stjórnarskrárinnar við hvort ég fékk greiddar ca 70-90 þúsund krónur fyrir skatt í laun fyrir fjögurra daga vinnu í mars 2012?
Málefnaleg umræða?
Ómar Ragnarsson, 16.5.2016 kl. 23:33
Umræðan verður fyrst málefnaleg, Ómar, þegar menn greina satt og rétt frá. Það er ljóst að fyrsta svar þitt var ekki sannleikanum samkvæmt og því miður er annað svar þitt það ekki heldur.
Þú getur svo dundað þér við að kalla mig ónöfnum eins og "hundstungu" en ég var einfaldlega að spyrja þig ofur eðlilegrar spurningar sem þú virðist eiga erfitt með að svara.
Það er svo umhugsunarefni að mörg hundruð milljónum af skattfé landsmanna er varið í verkefni sem reynist ónothæft.
Hilmar Hafsteinsson (IP-tala skráð) 17.5.2016 kl. 01:37
Ég var nú bara að nota gamalt og gott máltæki. Ekki veit ég hvers vegna þú sakar mig áfram um lygar, en upplýsingarnar um það hvað stjórnlagaráðsfólkið fékk greitt í laun fyrir skatt liggja fyrir og mín svör voru í samræmi við það.
Þú gerir úr því lygar og heldur þig við reginhneyksli þótt í fyrra svari mínu hafi skeikað um innan við 5% frá svari upp á krónu.
Þegar svo er komið er samlíkingin með nákvæmni hinnar leitandi tungu hundsins ekki svo fjarri lagi.
Ómar Ragnarsson, 18.5.2016 kl. 00:12
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.