17.5.2016 | 09:55
Tenging kynslóðanna.
NASA hét upphaflega Sjálfstæðishúsið fyrir 70 árum og var Sjalli Reykjavíkur um árabil. Um skeið hét staðurinn Sigtún.
Síðasti hluti blómaskeiðs revíanna var þar frá stríðslokum til 1960.
Það er vel ef salurinn verður nú sem svipaðastur því sem hann var í fyrstu.
Það gefur honum sögulegt gildi og tengir saman kynslóðirnar.
Hann hafði þann kost fram yfir Súlnasalinn á Sögu og síðar Broadway í Mjódd og Brodway við Ármúla, að áhorfendur voru nokkurn veginn beint fyrir framan þá sem komu fram á sviðinu, en á hinum þremur stöðunum var helmingur áhorfenda til beggja hliða.
Þegar Victor Borge kom fram í Brodway, sá hann, að helmingur áhorfenda sæu ekki framan í hann, ef hann sneri beint fram.
Hann sneri sér þess vegna fljótlega á ská til vinstri til að fá sjóntengingu við 75% áhorfenda og láta 25% eiga sig.
Síðan sneri hann sér á ská til hægri og prófaði það.
Nú var hann búinn að reyna alla þrjá möguleikana, sneri sér á ská til vinstri og hélt þeirr stöðu að mestu það sem eftir var af dagskrá hans.
Engar svona ráðstafanir þurfti að gera í Sjálfstæðishúsinu. Þar var gott að koma fram.
Endurbyggja Nasa | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Athugasemdir
Frá vígslu Sjálfstæðishússins í Reykjavík árið 1946 (síðar skemmtistaðurinn NASA frá 2001) en Halldór Laxness var fastagestur í vinsælu síðdegiskaffi í Sjálfstæðishúsinu:
Þorsteinn Briem, 17.5.2016 kl. 13:38
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.