18.5.2016 | 14:18
Boxaravélin er 120 ára.
Subaru-verksmiðjurnar eiga allt gott skilið fyrir tryggðina við boxaravél sína, sem nú er hálfrar aldar gömul. Kostirnir eru margir, lítil fyrirferð á lengd og hæð og stuttur sveifarás, lágur þyngdarpunktur, jafn gangur og léttleiki. Boxaravélar, línu-sexur og V-12 eru einu bílvélarnar sem ekki þurfa titringsjöfnun,
Meðal gallanna er að strokkhausarnir eru fleiri en einn. og strokkarnir.
Á gamla Subaru-bílnum mínum liggur varadekkið ofan á vélinni.
Boxaravélin dregur nafn sitt af því að bullurnar hreyfast á þann hátt, að það likist handleggjahreyfingum hnefaleikamanna.
En boxaravélin í grunngerð sinni er miklu eldri, allt frá dögum Karl Benz 1896.
Sú langfrægasta er vélin í Volkswagen Bjöllunni, sem framleidd í hvorki meira né minna en hátt á þriðja tug milljóna eintaka´og hafa verið í Porshce bílum frá upphafi til þessa dags.
Citroen Bragginn, 2CV, Ami, Dyane og Mehari, og Panhard Dyna voru með tveggja strokka boxaravélar og Citroen GS með fjögurra strokka. Framleiðsla á Bragganum hófst 1948.
Frá 1959-69 var sex strokka loftkæld boxaravél í bandaríska bílnum Chevrolet Corvair og í meira en 70 ár hefur meirihluti hreyfla í litlum flugvélum verið boxarahreyflar.
BMW 600 og 700 voru með tveggja strokka boxaravélar og BMW vélhjól alla tíð, þó ekki allar gerðir þeirra.
Munurinn á Subaru-vélinni og Volkswagen vélinni er meðal annars sá, að Subaru-vélin er vatnskæld en Volkswagen-vélin er loftkæld.
En fyrsta fjöldframleidda vatnskælda boxaravélin var ekki Subaru-vélin heldur vélin í Lloyd Arbella fjórum árum fyrr.
Núna eru bæði Subaru-vélin og Porsche-vélin vatnskældar og auk þess með yfirliggjandi kambása og fjóra ventla á hverjum strokk.
Það hefur lengi loðað við boxaravélar að vera í eyðslufrekari kantinum en það hefur dregið úr því með sífelldri þróun vélanna, sem framleiðendur Subaru og Porsche mega verið stoltar af.
Fagnar 50 ára afmæli Boxervélarinnar | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Athugasemdir
Hvaða rugl er i þér núna Ómar minn, heddin eru 2 á 4 strokka vél í Subaru
Hallgrímur Hrafn Gíslason, 18.5.2016 kl. 17:22
120 ára úr því að Karl Benz kynnti vélina 1896 ;)
Bensi (IP-tala skráð) 18.5.2016 kl. 19:23
Rétt að á þessu ári verða 120 ár liðin. Einn af ókostum Corvair var, að sú vél var með sex hedd og að venjuleg verkstæði og bílskúraviðgerðamenn ættu erfiðar með viðhald og viðgerðir en á keppinautunum, AMC Rambler, Ford Falcon, Plymouth Valiant og Studebaker Lark.
En tvö hedd í stað eins er auðvitað líka ókostur.
Kem heim á eftir og kíki ofan í vélarsal Subarusins míns frá 1981.
Ómar Ragnarsson, 19.5.2016 kl. 00:07
Og er búinn að setja inn mynd af vél og varadekki.
Ómar Ragnarsson, 19.5.2016 kl. 02:08
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.