20.5.2016 | 17:56
Afleiðing af fjölgun frambjóðendanna.
Bent hefur verið á það að fjöldi tilskilinna meðmælenda fyrir forsetakosningar sé úr takt við það, að kjósendur nú meira en tvöfalt fleiri en þegar lögin um þær voru sett.
Þess vegna þurfi að hækka þessa tölu.
En það er önnur hlið á málinu. Þegar frambjóðendur eru orðnir á annan tug eins og nú, vegur það alveg upp á móti því sem þurfti þegar frambjóðendur voru tveir til fjórir.
Ástæðan er sú, að hver meðmælandi má aðeins nota nafn sitt hjá einum frambjóðanda.
Það bitnar mest á þeim frambjóðendum, sem síðast byrja að safna meðmælendum.
Það geta ekki allir unnið | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Athugasemdir
Sumum þykir það varasamt þegar lýðræðið verður svo mikið að frambjóðendur verði fleiri en tveir til fjórir. Vilja gera framboð svo erfitt að sem fæstir sjái sér fært að bjóða sig fram.
Hábeinn (IP-tala skráð) 20.5.2016 kl. 18:56
Meiru auka mætti við,
ef myndefnið skal standa:
Þeir heilsuðust að heldri sið -
og hresstu sig á landa!
http://eirikurjonsson.is/aevisoguritari-i-fang-davids
Þjóðólfur í Forsæti (IP-tala skráð) 20.5.2016 kl. 19:19
Undirritaður hélt að nafnleysingjarnir og aðrir vesalingar vildu ekki breyta stjórnarskránni:
"5. gr. ... Forsetaefni skal hafa meðmæli minnst 1500 kosningarbærra manna og mest 3000. ..."
Stjórnarskrá Íslands
Þorsteinn Briem, 20.5.2016 kl. 19:40
Ég safnaði flesta meðmælendur fyrir Heimastjórnarsamtökin x-H sem til þurfti vegna alþingiskosninganna 1991 í Reykjaneskjördæmi sem þá var og hét.
Ég safnaði svo aftur mörgum af þeim meðmælendum sem til þurfti vegna alþingiskosninganna fyrir Frjálslynda flokkinn x-F 1999 og svo aftur 2003.
Ég var oddviti Reykjanesbæjarlistans x R sem bauð fram í sveitastjórnarkosningunum 2006 í Reykjanesbæ en þar safnaði ég 160 meðmælendum þá í 10.000 þúsund manna samfélagi þar sem Sjálfstæðisflokkurinn var með 60% til 70% fylgi.
Árið 2007 safnaði ef ég man rétt hátt í fjögurhunduð meðmælendum í Suðurkjördæmifyrir Íslandshreyfinguna x-Í en Ómar Ragnarsson síðuhafi var formaður. Það var mjög gaman og mikil heiður að fá að kynnast Ómari.
Ég tel að safna meðmælendum vegna forsetakosninganna á Íslandi sé ekkert mál en sá sem vil verða forseti verður að hafa trú á verkefninu. Það er ekki til mikils ætlast að sá sem langar að verða forseti Íslanda safni þeim meðmælendum sjálfur enda góð leið til að kynna sig og kynnist fólkinu í landinu í leiðinni.
Baldvin Nielsen frímerkjasafnari í dag:)
B.N. (IP-tala skráð) 20.5.2016 kl. 21:09
Krafan um fáa meðmælendur setti vonlaus og tilgangslaus framboð eins og Heimastjórnarsamtökin, Frjálslynda flokkinn, Reykjanesbæjarlistann, og Íslandshreyfinguna á kjörseðla. Augljóslega þarf að herða mjög reglur og auka verulega fjölda meðmælenda. Stjórnmálaflokkar ættu að hafa að lágmarki þann fjölda meðmælenda sem nægir til að koma að nokkrum þingmönnum. Annað er bara tímasóun. Og fyrir forsetakosningar mundi krafa um 20% kjósenda sem meðmælendur skera verulega niður vonlaus framboð og gera valið auðveldara.
Espolin (IP-tala skráð) 21.5.2016 kl. 05:00
Krafan um fáa meðmælendur var og er lykilinn að lýðræði á Íslandi. Þegar horft er yfir sviðið langt aftur í tímann fram á okkar dag sjáum við sem dæmi Sjálfstæðisflokkinn,Framsóknarflokkinn, Samfylkinguna, Vinstri græna og alla þá forseta sem við höfum átt Íslandi.
Allir flokkar og einstaklingar hvort sem þeir hafa náð árangri eða ei á lýðveldistímanum hefðu margir hverjir aldrei litið dagsins ljós nema vegna þess að við höfum ekki bara elsta þing í heimi heldur bestu reglur í heimi til að lýðræðið geti notið sín.
Öll atkvæði og framboð skipta máli og hafa áhrif í kosningum hvernig sem fer. Í alþingiskosningunum 2003 sem dæmi vantaði Frjálslynda flokknum 13 atkvæði til að ná fimmta manninum sínum inn á þing í Reykjavíkurkjördæminu norður sem hefði gefið uppbótarþingmann til viðbótar í framhaldinu a.m.k. Þessi 13 atkvæði fóru annað voru ógild eða duttu niður dauð vegna þess að ekki var mætt á kjörstað engin veit hvað hefði ske ef þessi hefði komið og gert þetta eða hitt í kjörklefanum.
Lýðræðið virkar flott hjá okkur í kosningarkerfinu flestir eiga kost á að gefa kost á sér til verka fyrir land og þjóð og fá greitt fyrir spurningin er bara hafa menn þor og kjark að koma fram undir nafni og dugnað í sér og visku til að láta á það reyna ef áhugi er fyrir hendi en vissulega því miður ræður fjármagnið allt of miklu í dag á Íslandi sem dregur úr hugreki manna að láta slag standa hjá þeim sem eiga ekki mikið til af aurum.
Íslendingar eiga flotta og góða stjórnarskrá og flotta kosningarlöggjöf en ég skil vel að valdið óttast hana því jú miði er möguleiki eins og þeir segja í lottóinu
Baldvin Nielsen Hættur að safna frímerkjum:)
B.N. (IP-tala skráð) 21.5.2016 kl. 07:02
Ekki varstu nú lengi að leggja niður frímerkjasöfnunina, Baldvin. Varðandi það að safna flestum undirskriftum sjálfur alls staðar að á landinu, þá var víst Sturla Jónsson sá eini sem gerði það, að ég bezt veit.
Hámarkið, 3000 er einmitt til að koma á móts við þau tilfelli að meðmælandi hafi skrifað sig á fleiri en einn meðmælalista. Og þetta hámark er auðvitað sett við fasta tölu til að gera frambjóðendum jafnhátt undir höfði. Hins vegar getur fjársterkur og siðblindur frambjóðandi greitt fjölda fólks fyrir að skrifa sig á lista allra hinna frambjóðendanna til að eyðileggja fyrir.
Persónulega finnst mér ekki vera mikið lýðræði hér á landi. Ekki aðeins af því að Ísland er eitt spilltasta ríki Evrópu m.a. vegna einkavinavæðingarinnar sem er allsráðandi, heldur einnig vegna hverfandi áhrifa kjósenda milli kosninga og reglnanna um hvaða flokkar komast á þing. Varðandi það síðastnefnda þá finnst mér 5% lágmarkið vera of hátt. Þetta er sama prósenta og í Þýzkalandi (en Þýzkaland er jú heldur ekki lýðræðisríki), meðan lágmarkið er 2% í Danmörku. Hér myndi 2% lágmarkið koma einum manni á þing fyrir lítinn flokk. Það er auðvitað ekki mikið, en á móti kemur, að stóru flokkarnir fá þá færri uppbótarþingsæti. Svo að stóru flokkarnir hagnast mest á 5% reglunni.
Pétur D. (IP-tala skráð) 22.5.2016 kl. 15:01
Sæll Pétur
Eg vildi ekki meina að lýðræðið væri fullkomið hjá okkur en heilt yfir erum við fremstir. Í Danmörku getur þú ekki boðið þig fram sem kóngur sem dæmi en 2% reglan þar á bæ er flott hjæa mæinum mönnum. Við í Frjálslynda flokknum á sínum tíma þegar allt lék í lyndi var með þetta á stefnuskráni að lámarkið til að ná inn þingmanni væri 2% atkvæða. Lýðræðisreglurnar virka ekki hjá okkur til fulls nema að við kjósendur gerum meira en að hlaupa um í netheimum til að fylgjast með tíðar andanum þar á bæ og að mætta eða mætta ekki til að kjósa til þings og forseta sem dæmi. Kjósendur verða ef vel á að vera að taka þátt með beinum hætti taka þátt í flokkstarfinu í öllum flokkum þar sem hver og einn á heima það er eina leiðin til að koma í veg fyrir klíkuskap og spillingu því það allt byrjar í flokkunum að því að lýðræðið við tökum ekki þátt nema allt of liltu leiti.
Lýðræðið er aldrei sterkara en veikasti hlekkurinn veikasti hlekkurinn hjá okkur erum við þjóðin.
Íslendingar hafa alla tíð síðan kvótakerfið var sett 1984á verið á móti kerfinu í skoðunarkönnunum 70% til 90% +a móti á sama tíma og þjóðin hefur kosið yfir sig aftur og aftur flokkanna sem vilja kvótakerfið xD,xB,xS og xV.
Sturla Jónsson er flottur við þurfum 33 einstaklinga svona eins og hann inn á þing ef lýðræðisreglurnar eiga að njóta sín til fulls og til að gera endurbætur á þeim sem þurfa þykkir landi og þjóð til heilla.
Baldvin Nielsen fv. frímerkja -og meðmælendasafnari
B.N. (IP-tala skráð) 23.5.2016 kl. 09:15
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.