En hvað þetta var líklegt og eftir öðru.

Orðið fáránlegt á við sum fyrirbærin, sem þrífast undarlega vel í öflugasta lýðræðissamfélagi heims sem bjargaði Evrópu frá ógn hræðilegs og villimannlegs einræðis í Seinni heimsstyrjöldinni.

Í Bandaríkjunum fer saman fáránlega mikil byssueign og fáránleg há tíðni manndrápa með byssum.

Röksemdir byssufíkla fyrir byssuvæðingunni er sú að í landnámslandi (frontier country) sé eðlilegt að byssur séu svona margar og drápstíðnin svona há.

En þetta heldur ekki vatni. Kanada, Ástralía og fleiri sambærileg lönd geta alveg eins talist "frontier" en þar eru bæði byssueign og manndráp miklu færri en í Bandaríkjunum.

Það var eftir mörgu öðru að Donald Trump sé sólginn í stuðning hinna fáránlega valdamiklu hagsmunasamtök byssueigenda í landi hans.  


mbl.is Þyrftu að „kyssa byssurnar bless“
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 identicon

Og enn einn pistill Ómars Ragnarssonar þar sem hann getur viðrað Bandaríkjahatur sitt, og enn einn pistillinn þar sem hann fer með rangt mál, og að öllum líkindum vísvitandi í þetta sinn.

Það er nefnilega svo, að Bandaríkin skera sig í sjálfu sér ekkert úr hvað varðar tíðni morða, reyndar fyrir neðan meðallag í morðtíðni í heiminum.

Það sem vekur athygli er, að morðtíðni meðal hvítra í Bandaríkjunum er á pari við það sem best gerist í heiminum, en mjög há morðtíðni svartra dregur landið niður.

Aðgengi hvítra og svartra að vopnum er sá sami, en líklegt að hvítir hafi meiri fjárráð til byssukaupa. Ef morð væru vopnunum sjálfum að kenna, þá væri morðtíðnin sú sama með hvítra og svartra, eða hærri meðal hvítra en svartra. Bandaríkin eiga því við vanda að stríða sem eru glæpir svartra.

Önnur statístik sem er athyglisverð, er að þau lönd sem eru með flestar skráðar byssur pr haus, eru ekki meðal þeirra landa þar sem morðtíðni er hæst. Raunar er engin fylgni með vopnaeign og morðum.

Hilmar (IP-tala skráð) 21.5.2016 kl. 00:43

2 Smámynd: Þorsteinn Briem

Very rich is Donald Trump,
not as smart as Forrest Gump,
a big fool,
never cool,
finally they will him dump.

Þorsteinn Briem, 21.5.2016 kl. 01:15

3 Smámynd: Þorsteinn Briem

23.3.2016:

"Meiri­hluti Íslend­inga myndi kjósa Hillary Cl­int­on sem næsta for­seta Banda­ríkj­anna ef þeir hefðu kosn­inga­rétt í land­inu eða 53%.

Þetta kem­ur fram í niður­stöðum nýrr­ar skoðana­könn­un­ar Maskínu.

Rúm­lega 38% myndu hins veg­ar kjósa keppi­naut henn­ar um að verða for­setafram­bjóðandi Demó­krata­flokks­ins, Bernie Sand­ers.

Þá myndu 4-5% styðja auðkýf­ing­inn Don­ald Trump sem notið hef­ur mests fylg­is í for­vali Re­públi­kana­flokks­ins."

Einungis um 5% Íslendinga myndu kjósa Donald Trump

Þorsteinn Briem, 21.5.2016 kl. 01:16

4 Smámynd: Mofi

Hérna er tölfræðin í kringum byssu eign og tíðni morða: http://crimeresearch.org/2014/03/comparing-murder-rates-across-countries/

Sama hvaða skoðanir menn hafa á þessu máli þá er nauðsynlegt að slík umræða er byggð á raunveruleikanum.

Mofi, 21.5.2016 kl. 13:11

5 Smámynd: Hörður Einarsson

Sem betur fer eru fleiri skinsamir einstklingar í USA en á Íslandi en ef vel er að gáð þá eru flestir hlynntari Donald. 

Hörður Einarsson, 21.5.2016 kl. 18:03

6 Smámynd: Hörður Einarsson

Afsakið, en hvað blogg Ómars varðar þá færi best á því að hann hætti bullinu og utblása heimskuna í sér. 

Hörður Einarsson, 21.5.2016 kl. 18:06

7 Smámynd: Jóhann Kristinsson

Það fer mikið um skotvopnaeign í USA en frekar litlar eða jafnvel engar handsprengjueignir, en í Svíþjóð fer mikið um skotvopna og handsprengjueignir.

Kveðja frá Houston

Jóhann Kristinsson, 21.5.2016 kl. 19:54

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband