21.5.2016 | 10:28
Hvernig Eurovision var gerð áhugaverð og arðvænleg.
Árum saman var reynt að spara sem allra mest varðandi þátttöku Íslendinga í Eurovisionkeppninni.
Engin undankeppni var haldin hér heima, einn ákveðinn fulltrúi var valinn til ferðar og þannig var útgjöldum haldið niðri sem mest mátti verða.
En sagt er, að það þurfi stundum peninga til að búa til peninga og síðustu árin hefur sú aðferð verið prófuð á þann hátt að gera keppnina, bæði undankeppnina hér heima og alla þátttökuna, sem áhugaverðasta og glæsilegasta og nýta sér útvarps- og sjonvarpsrásir til þess að fá inn sem mestar auglýsingatekjur og áhorf.
Megnið af keppninni fer fram á þeim tíma ársins þegar mest þörf er fyrir áhugavert sjónvarpsefni í skammdeginu og þess vegna gott mál að hafa eitthvað í gangi sem vekur umtal og þar með áhorf.
Þegar þetta er borið saman við þau ár, sem svo mikið varð að spara að keppendur hurfu nánast þegar þeir komu á kepppnisstað og urðu þar með að bíða mikið afhroð, stundum að ósekju, er gott að sá tími sé liðinn.
62,2% horfðu á Gretu Salóme | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Athugasemdir
Langbest Gretu landkynning,
lítinn bossann sýndi,
afar góð sú uppfinning,
Ómar þar í rýndi.
Þorsteinn Briem, 21.5.2016 kl. 11:58
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.