Tæplega 100 ára aldursmunur hjólafólks í Kópavogi í dag.

Reiðhjólafólk setti svip sinn á þennan bjarta laugardag beggja vegna Fossvogar í dag.Hjólaferð Kóp 21.5.16

Í Öskjuhlíð spreyttu börn innan ellefu ára sig á þrautum og sjá mátti hjólafólk á ýmsum aldri þar.

En hinum megin við Kópavoginn var fjölbreytni hjóla og fólks ennþá meiri og það var gaman að taka þátt í hjólaferð meðfram ströndinni umhverfis Kársnesið ásamt um 60 manns á bæði tveggja og þriggja hjóla reiðhjólum af mjög fjölbreyttu tagi. Hjólaferð Kóp Amma, börn

Staðkunnugir menn fræddu ferðafólkið um merkisstaði á leiðinni og það var afar gaman að verða samferða þessum fjölskrúðugaða hópi á rafhjólinu Perslu, sem er systir hjólsins Sörla, sem var notaður til að hjóla frá Akureyri til Reykjavíkur í fyrrasumar.

Veður var bjart og þarna var ég að upplifa í fyrsta sinn alveg nýja sýn á þennan hluta höfuðborgarsvæðisins.

Á einu þriggja hjóla rafhjólinu í dag mátti sjá tvo farþega, sem voru samtals 194 ára, hannn 203ja og hún 91, þannig að meðalaldurinn um borð var 97 ár.

Þau eru á neðstu myndinni hér á síðunni.

Hjólaferð 194 ára


mbl.is Spreyttu sig á hjólum í Öskjuhlíð
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband