Tsunami umhverfis jörðina?

Mikið hefur verið skrafað og skrifað um þá loftsteina, sem fallið hafa á jörðina í milljóna og milljarða ára rás, og áhrifin af árekstrum þeirra við jörðina.

Meðal annars giskað á að risaeðlurnar hafi dáið út af völdum falls stórs loftsteins á jörðina.

Allt eru þetta þó smámunir miðað við það sem menn velta nú fyrir sér varðandi áhrif gríðarlegs flykkis sem fallið hafi á haf, sem hafi verið á mars fyrir 3,4 milljörðum ára og valdið 120 metra hárri flóðbylgju, "Tsunami".

Þar sem mikill meirihluti yfirborðs jarðar er þakið sjó, yrðu mestar líkur til að ofurloftsteinn félli í haf ef hann rækist á jörðina.

120 metra há flóðbylgja er ekkert smáræði. Kæmi slík flóðbylgja við Ísland myndi nánast öll byggð á landinu lenda í henni. Öll íbúðahverfi á höfuðborgarsvæðinu eru í minni en 120 metra hæð yfir sjávarmáli og sama er að segja um öll þéttbýlissvæði landsins.

Svipað er að segja um meirihluta byggðar í heiminum. Lönd eins og Holland og Bangladesh myndu drukkna alveg og meginhluti þéttbýlis í flestum löndum.

En á móti kemur að það er með sanni hægt að nota orðið "stjarnfræðilegur" niður á við um líkurnar á því að svona flóðbylgja geti orðið til á jörðinni.

En sama má auðvitað segja um mars, og þar gerðist þetta sennilega samt ef kenningar þar um eru réttar.


mbl.is 120 metra öldur eyddu ströndum Mars
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Þorsteinn Briem

Hvað verður þá um Framsóknarflokkinn?!

Þorsteinn Briem, 22.5.2016 kl. 13:22

2 identicon

Það er svo sem ágætt að vita þetta en það er svo skrítið að við vitum meira um himingeyminn en undirdýpin hér á jörðinni og ef til vill meira um mars en það sem er undir fótum okkar. Rússar mega eiga það að þeir boruðu kólaholuna sem er rúmlega 12000 metra djúp og það sem mér finns merkilegast við hana er að hve vatnssósa bergið var þarna niðri.

allidan (IP-tala skráð) 22.5.2016 kl. 22:25

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband