23.5.2016 | 07:43
Misjafnt hve öruggt er að taka ábyrgð á flóknum ráðstöfununum á mettíma.
Það er erfitt fyrir fólk að taka ábyrgð á því sem það fær ekki tíma til að kynna sér nógu vel.
Sumt af því sem þingmenn þurfa að afgreiða er afar flókið og ekki reynast allar ráðstafanir sem skyldi.
Það er svo að sjá að ekki ríki nægur trúnaður á þingi þegar jafn stórt og viðamikið mál og aflandskrónufrumvarpið er lagt fyrir með afar skömmum afgreiðslutíma og það um helgi í ofanálag.
Æskilegra hefði verið að lengri tími hefði verið gefinn undir fullum trúnaði.
Öllum er ljóst að af tæknilegum ástæðum verður þingmeðferðin að vera afar stutt og snörp svo að ráðstafanirnar gangi örugglega upp og líka er mikilvægt að ekki ríki bein ósátt um frumvarpið, svo að alvarleiki málsins og mikilvægi þess speglist í afgreiðslunni.
Þetta átti svo sannarlega við þegar Neyðarlögin svonefndu voru sett í Hruninu og aðrar lagasetningar síðar sem vörðuðu afléttingu gjaldeyrishafta.
Í því ljósi verður að skoða það, hve margir stjórnarandstöðuþingmenn ákváðu að leggja hinu brýna máli beint liðsinni.
Birgitta styður frumvarpið ekki | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Athugasemdir
Augljóst að þeir sem unnu með frumvarpið og leggja fram telja að ekki sé hægt að treysta öllum þingmönnum til að þegja í viku!
ls (IP-tala skráð) 23.5.2016 kl. 08:57
Það er líklega skynsamlegt af þeim, að treysta þeim ekki til þess.
Þorsteinn Siglaugsson, 23.5.2016 kl. 11:49
Það á þá væntanlega einnig við um þingmenn Framsóknarflokksins og Sjálfstæðisflokksins.
Hins vegar er alltaf hægt að treysta ríkisstjórninni.
Þorsteinn Briem, 23.5.2016 kl. 13:04
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.