27.5.2016 | 08:08
Ruglskipting Reykjavíkur.
Skipting Reykjavíkur í tvö kjördæmi er rugl á fjóra vegu:
1. Þetta er eina tilfellið í sögu landsins þar sem bæjarfélagi er skipt í tvö kjördæmi. Rökin voru þau að vegna yfirþyrmandi stærðar Reykjavíkur yrði að búa borgina niður og haga stærð annarra kjördæma þannig að kjördæmin yrðu með sem jafnasta kjósendatölu. Sem hvort eð er hefur samt ekki tekist, - því veldur sífelld fjölgun í Suðvesturkjördæmi og fækkun í r.
2. Önnur hlið á þrýstingi "landsbyggðarkjördæmanna" til að draga úr vægi Reykjavíkur birtist í því að úr því að borginni var skipt upp á annað borð, skyldi henni ekki verða skipt við Elliðaár, þannig að hinn eldri hluti borgarinnar yrði annað kjördæmið en úthverfin hinn hlutinn. Þetta máttu landsbyggðarþingmenn helst ekki heyra nefnt vegna þess að með þessu yrði hætta á því að vegna mismunandi aðstæðna og hagsmuna í vestur- og austurkjördæmi Reykjavíkur myndi skapast hætta á einskonar kjördæmapoti þingmanna Reykjavíkurkjördæma. En eins og allir vita eru Reykjavíkurþingmenn lélegustu þingmenn landsins í að stunda slíkt pot. Þar að auki var höfuðástæðan fyrir kjördæmaskiptingu yfirleitt að það væri nauðsynlegt vegna mismunandi aðstæðna og hagsmuna! Þess vegna væri eðlilegt að gera það í landsbyggðakjördæmunum og efla kjördæmapot þar sem allra mest! Eðlilegast hefði verið að hafa kjördæmamörkin sem styst frá Elliðavogi yfir í Fossvog. En í staðinn liggja þau eftir borginni endilangri, svo hús sitt hvorum megin við Hringbraut, Miklubraut og Vesturlandsvegi lenda í sitt hvoru kjördæminu!
3. Of stór landsbyggðakjördæmi. Það er vonlítið fyrir þingmenn landsbyggðarkjördæmanna að sinna sambandi við kjósendur sína vegna stærðar þeirra. Gömlu kjördæmin fyrir 1999 voru mun skárri. Vegalengdin frá Akranesi vestur í Vesturbyggð og Bolungarvík og áfram norður til Skagafjarðar er of mikil. Sömuleiðis frá Siglufirði til Djúpavogs og Hornafirði til Sandgerðis. Og hagsmunir Skagamanna, sem búa í eins konar úthverfi Reykjavíkur, eru gjörólíkir hagsmunum Vesturbyggðar, Bolungarvíkur og Fljótamanna. Sama er að segja um hagsmunina í endum hinna kjördæmanna.
4. Misvægi atkvæða. Það er fráleitt að atkvæði kjósanda á Akranesi hafi meira en tvöfalt meira vægi en atkvæði kjósanda í Vallahverfi syðst í Hafnarfirði. Hvort tveggja er eins konar úthverfi Reykjavíkur og á álagstímum í umferðinni tekur álíka langan tíma að komast frá miðju Reykjavíkur til þessara hverfa.
4.
Mörk Reykjavíkurkjördæma óbreytt | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Athugasemdir
Lausnin er einföld: Einn maður, eitt atkvæði. Það næst aðeins með því að leggja af þessa snargölnu skiptingu kjördæma landsins og gera landið að einu kjördæmi.Því miður náði stjórnlagaráð ekki að gera þá tillögu. Hvers vegna ráðið gerði það ekki mun ég aldrei skilja. Núverandi misvægi atkvæða í stjórnarskrá er ekkert annað en mannréttindabrot sem beint er að íbúum suðvesturlands. Hafi þeir skömm fyrir sem styðja þennan fáránleika.
Baldur Ragnarsson (IP-tala skráð) 27.5.2016 kl. 10:12
Hef alltaf litið á höfuðborgarsvæðið sem eina heild, enda býr undirritaður rétt hjá mörkum Reykjavíkur og Seltjarnarness og engu máli skiptir hér hvoru megin ég er búsettur.
Þar að auki býr undirritaður skammt frá mörkum þriggja kjördæma, Reykjavíkur suður, norður og Suðvesturkjördæmis.
Og hér skiptir heldur engu máli hvort ég bý á Seltjarnarnesi eða til að mynda í 101, 104, 107 eða 108 Reykjavík, enda hef ég búið í öllum þessum póstnúmerum.
Og öllum kjördæmum landsins.
Þorsteinn Briem, 27.5.2016 kl. 12:59
25.4.2013:
"Ef landið væri allt eitt kjördæmi og enginn þröskuldur væri fyrir því að fá þingsæti myndu öll fimmtán framboðin sem bjóða fram til þingkosninganna nái manni inn á þing.
Þetta segir stjórnmálafræðingur.
Hann segir mögulegt að stuðningsmenn minni flokka skipti um skoðun á kjördag þegar skoðanakannanir sýni að 11% atkvæða muni falla dauð."
Ef landið væri eitt kjördæmi og enginn þröskuldur myndu öll framboðin ná manni inn
Þorsteinn Briem, 27.5.2016 kl. 13:10
Niðurstaða þjóðaratkvæðagreiðslunnar 20. október 2012:
"5. Vilt þú að í nýrri stjórnarskrá verði ákvæði um að atkvæði kjósenda alls staðar að af landinu vegi jafnt?
Já sögðu 66,5%."
Þorsteinn Briem, 27.5.2016 kl. 13:22
Þjóðaratkvæðagreiðslan 20. október 2012 er enn í fullu gildi.
"11. gr. Til þess að spurning eða tillaga sem er borin upp í þjóðaratkvæðagreiðslu teljist samþykkt þarf hún að hafa hlotið meiri hluta gildra atkvæða í atkvæðagreiðslunni."
Sem sagt ekki meirihluta þeirra sem eru á kjörskrá hverju sinni.
Lög um framkvæmd þjóðaratkvæðagreiðslna nr. 91/2010
Já sögðu 48 og enginn sagði nei
Þorsteinn Briem, 27.5.2016 kl. 13:29
"Fulltrúalausu atkvæðin [í síðustu alþingiskosningum] urðu 22.295 og aðeins munaði hársbreidd að þau yrðu tæplega 32 þúsund."
Þorsteinn Briem, 27.5.2016 kl. 13:40
18.10.2012:
"Eftirlitsmenn Öryggis- og samvinnustofnunar Evrópu (ÖSE) voru hér á landi og fylgdust með síðustu alþingiskosningum.
Í skýrslu ÖSE um kosningarnar var bent á að misvægi atkvæða milli höfuðborgarsvæðisins og landsbyggðarinnar væri alltof mikið.
Reglur ÖSE kveða á um að misvægið milli einstakra kjördæma sé innan 10% og aldrei meira en 15%.
Mismunurinn hér fór aftur á móti upp í 100% og taldi ÖSE að tímabært væri að huga að endurskoðun á viðkomandi lagaákvæði um dreifingu þingsæta."
Jafnt vægi atkvæða - Guðmundur Gunnarsson stjórnlagaráðsmaður
Þorsteinn Briem, 27.5.2016 kl. 13:45
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.