Harpa, plúsar og mínusar.

Harpa, stórglæsilegt mannvirki, eitt af helstu táknum Reykjavíkur og vekur aðdáun útlendinga.

Kostaði 20,9 milljarða. Hverjir eru plúsarnir og mínusarnir?:

Plúsarnir:

Með tilkomu Hörpu urðu tímamót í menningarlífi Íslendinga og það er hennar stærsti plús. Margra áratuga barátta fyrir tónlistarhúsi í Reykjavík bar loksins árangur, eftir að skortur á slíku húsi hafði verið helsti dragbítur íslensks tónlistarlífs.

Það vekur bæði undrun og depurð að þetta tæki svona langan tíma.

Mikilvægi Hörpu sést best á hinni miklu notkun hússins, sem einnig byggist á aðstöðunni, sem þar er til ráðstefnuhalds.

Mikilvægi Hörpu fyrir lífi og fjöri í gamla miðbænum í Reykjavík verður seint ofmetið.

En mínusarnir?

Kostnaðurinn.

Í Þrándheimi, sem er álíka stór borg og Reykjavík, - og Þrændalög álíka fjölmenn og suðvesturland hér heima, ekkert svæði í heimi eins sambærilegt, á sömu breiddargráðu, svipuð menning og veðurfar og svipuð kjör, - var reist Ólafshöllin fyrir allmörgum árum, tónlistarhöll sem rúmar allt það sem Harpa rúmar og meira að segja fullkomna aðstöðu fyrir óperuflutning, en samt kostaði Ólafshöllin aðeins hluta af verði Hörpu.

Siðfræðín.

40 prósent af byggingarkostnaði Hörpu fékkst í gegnum fé frá útlendingum, sem ekki voru spurðir um það fyrirfram hvert myndu renna í darraðardansi Græðgisbólunnar sem endaði með Hruninu.    


mbl.is Harpa kostaði 20,9 milljarða króna
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Þorsteinn Briem

21.1.2013:

Heildarkostnaður ríkis og Reykjavíkurborgar vegna byggingar Hörpu um 18 milljarðar króna eftir yfirtöku, að meðtöldum fjármagnskostnaði vegna lána til 35 ára


1.7.2010:


Um 10 milljarða króna kostnaður vegna byggingar Hörpu fyrir yfirtöku ríkis og Reykjavíkurborgar


Heildarkostnaður
vegna byggingar Hörpu er því um 28 milljarðar króna.

Tekjur
vegna Iceland Airwaves og CCP Fanfest eru samanlagt um einn og hálfur milljarður króna í nokkra daga á ári hverju, eða 30 milljarðar króna á 20 árum.

Þorsteinn Briem, 31.5.2016 kl. 20:32

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband