Öryggishlutverk Reykjavíkurflugvallar.

Ísland er eina landið í Evrópu, þar sem eru 1300 kílómetrar eða meira til alþjóðlegs  flugvallar í öðru landi. Í öllum löndum á meginlandinu er hægt að velja úr tugum alþjóðlegra flugvalla sem varaflugvalla samtals í heimalandinu og næstu löndum.

Stundum er eins og sumum yfirsjáist þessi augljósu sannindum.  

Öryggishlutverk Reykjavíkurflugvallar mótast mjög af þessu, því að ef hinir örfáu alþjóðaflugvellir landsins lokast allir á sama tíma, getur hlotist af því stórslys.

Auk öryggishlutverksins er afar mikið hagræði af því að hægt sé að nýta þann alþjóðaflugvöll, sem næstur er Keflavíkurflugvelli, og má mæla það hagræði jafnvel í milljörðum.


mbl.is Ekki lent í Keflavík vegna þoku
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 identicon

Ísland, eins og Færeyjar, eru góðan spöl frá meginlandinu. Færeyingar eru ekki með nema einn alþjóðaflugvöll. Og ekki eru flugvélar þar mikið að stinga sér í sjóinn vegna skorts á alþjóðaflugvöllum. Belti og axlabönd kemur upp í hugann þegar þessi árátta að byggja alþjóðaflugvelli í sjónlínu hvor frá öðrum er rökstudd með öryggissjónarmiðum.

Ef allir alþjóðaflugvellir landsins lokast á sama tíma getur hlotist af því stórslys. Og þá skiptir engu hvort það er flugvöllur í Reykjavík eða ekki. Það væri eins hægt að vera með alþjóðaflugvöll við Selfoss, hjá Akranesi, á Langanesi, Arnarstapa eða við Borgarnes. Lokaðir gera þeir ekkert gagn en sá sem væri opinn gæti bjargað miklu. Á þá að byggja alþjóðaflugvelli við Selfoss, hjá Akranesi, á Langanesi, Arnarstapa og við Borgarnes?

Hábeinn (IP-tala skráð) 3.6.2016 kl. 19:09

2 identicon

Frá Færeyjum er ekki svo langt til Shetland, Sumburgh airport, LSI/EGPB eða þá til Orkney, Kirkwall, KOI/EGPA. Lenti oft á þessum flugvöllum á ferðum mínum Sviss, Ísland. Sviss

Haukur Kristinsson (IP-tala skráð) 3.6.2016 kl. 19:33

3 Smámynd: Þorsteinn Briem

Varaflugvellir fyrir Keflavíkurflugvöll eru á Akureyri, Egilsstöðum og í Skotlandi.

Þorsteinn Briem, 3.6.2016 kl. 19:46

4 Smámynd: Þorsteinn Briem

Afar sjaldgæft er að lent sé á Reykjavíkurflugvelli í stað Keflavíkurflugvallar, enda engin þörf á því.

Þorsteinn Briem, 3.6.2016 kl. 19:49

5 Smámynd: Þorsteinn Briem

Hættan á flugslysum er einna mest við enda flugbrauta.

Þorsteinn Briem, 3.6.2016 kl. 19:52

6 Smámynd: Þorsteinn Briem

Þorsteinn Briem, 3.6.2016 kl. 19:52

7 Smámynd: Þorsteinn Briem

25.10.2013:

"Í framhaldi af undirritun meðfylgjandi samkomulags milli ríkis, Reykjavíkurborgar og Icelandair Group munu ríki og Reykjavíkurborg vinna í samræmi við áður undirritaða samninga.

Undirbúningur eftirfarandi verkefna mun þegar hefjast:
"

"... ii) Aðilar ljúki vinnu við endurskoðun á deiliskipulagi fyrir flugvallarsvæðið og tilkynnt verði um lokun NA/SV-brautarinnar samhliða auglýsingu þess, síðar á þessu ári [2013]. ..."

"iii) ... Óháð öðrum verkþáttum sem í samkomulaginu felast munu innanríkisráðuneytið og Isavia hafa forgöngu um að kennslu- og einkaflugi verði fundinn nýr staður í nágrenni borgarinnar í samræmi við áður gefin fyrirheit vegna endurbyggingar vallarins um síðustu aldamót og skal stefnt að því að framkvæmdir verði hafnar eins fljótt og verða má."

Samkomulag ríkis, Reykjavíkurborgar og Icelandair Group um sameiginlega athugun á flugvallarkostum (svokölluð Rögnunefnd)

Þorsteinn Briem, 3.6.2016 kl. 19:54

8 Smámynd: Þorsteinn Briem

16.2.2012:

Reykjavíkurborg og einkaaðilar eiga meirihlutann af Vatnsmýrarsvæðinu - Stjórnarskrárvarinn eignarréttur


"Eignarréttur er réttur einstaklings, fyrirtækis eða annars lögaðila til að nota hlut, selja eða ráðstafa á annan hátt og að meina öðrum að nota hann."

Reykjavíkurborg og einkaaðilar eiga meirihlutann af Vatnsmýrarsvæðinu, merkt hér með gulum strikum:

Þorsteinn Briem, 3.6.2016 kl. 19:57

9 Smámynd: Þorsteinn Briem

Meirihluti Vatnsmýrarsvæðisins, 58%, er í eigu Reykjavíkurborgar og einkaaðila.

Eignarrétturinn er friðhelgur samkvæmt stjórnarskránni og Reykjavíkurborg getur því krafist þess að ríkið afhendi henni það land sem borgin á núna á Vatnsmýrarsvæðinu.

Og ein flugbraut hefur ekki verið talin nægjanleg á Vatnsmýrarsvæðinu.

Reykjavíkurborg ræður því einnig hvort fyrirferðarmikil aðflugsljós á stálbitum fyrir austur-vestur braut Reykjavíkurflugvallar yrðu reist á útivistarsvæði Reykvíkinga vestan Suðurgötu.

Einnig hvort skógur yrði felldur vegna flugbrautarinnar við austurenda hennar í Öskjuhlíð, sem einnig er útivistarsvæði Reykvíkinga.

Þar að auki er svæðið við suðurenda norður-suður brautar flugvallarins einnig útivistarsvæði Reykvíkinga.

Þorsteinn Briem, 3.6.2016 kl. 19:59

11 Smámynd: Ómar Ragnarsson

Hér er verið að tala um alþjóðlega flugvelli, sem meðalstórar eða stórar þotur geti lent á. Tal um NA/SV brautina í Reykjavík og brautina í Vogum í Færeyjum, er því út í hött. Brautin í Vogum er oft lokuð í allt að eina viku.

Selfoss er á sama veðursvæði og Keflavíkurflugvöllur í suðlægum áttum, þegar Reykjavík nýtur góðs af því að Reykjanesfjallgarðurinn myndar hlé og rýfur skýja- og þokuþykkni.

Flugvallarstæði í iðukastinu af Hafnarfjalli í suðaustanhvassviðri, en suðaustanátt er algengasta vindáttin við botn Faxaflóa er fráleitt sem og stæði við Arnarstapa eða á Langanesi.

Ómar Ragnarsson, 4.6.2016 kl. 00:42

12 identicon

hvernig ætlar evrópusinar að komast til evrópu ef keflavíkurflugvöllur lokast vegna elgosa eða reykjavík lokast vegna gosaþað gleomist stundu að reykvík og hjálendur þess eru á nesi umlugt gosbelti sem gætu lokað vegum í nágreni höfuðborgarsvæðisins ekki er víst að menn géti flut alla í burtu eða byrðir til svæðisins í langan tímameð skipum. einum saman 

kristinn geir steindórsson briem (IP-tala skráð) 5.6.2016 kl. 08:37

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband