Löng barátta Reynis. Náttúran njóti vafans?

Ég man eftir því þegar Reynir Bergsveinsson reyndi að andæfa þeirri hákvörðun að gera leið yfir Mjóafjörð um Hrútey.

Á þeim tíma kom til greina að grafa göng undir Eyrarfjall (Hestakleif) með talsvert meiri styttingu.

Það varð ofan á að fara yfir Hrútey og þjóna með því hagsmunum fárra á kostnað hinna fjölmörgu sem fara þessa þjóðleið.

Ekki man ég lengur hvort göngin hefðu orðið dýrari og nú verður engu um breytt.

Hins vegar er ljóst að skilyrði Ríósáttmálans um að náttúran eigi að njóta vafans hefur ekki verið í heiðri höfð með því að útbúa áningarstað og koma á umgangi og ónæði í Hrútey.

Er það svo sem ekki í fyrsta skiptið sem svona er að málum staðið.

Nú er búið að gera áningarstaðinn engu að síður, og þá er bara næsta skref, að sjá, hvaða áhrif hann hefur á hið magnaða fuglalíf í eyjunni.

Ef þau eru umtalsverð og neikvæði er komið tilefni til að segja: Nú er nóg komið og færið þið áningarstaðinn.  


mbl.is Vill fá áningarstaðinn burt
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband